sunnudagur, febrúar 27, 2005 Það hafa nú ekki margir skrifað, enda ekkert skrítið, ég er ekki búin að skrifa svo lengi að flestir halda að ég sé bara dauður ;) En já, svo að fólk viti nú hvað ég er búin að gera síðan ég kom heim þá er kannski allt í lagi að uppljóstra því hérna...Þegar ég kom heim flutti ég með kærustunni minni henni Tinnu í litla íbúð í stórholtinu, svona einskonar tvöherbergiogþvottahúsogklósettíbúð sem við breyttum bara í hina fínustu íbúð, og þótt það sé ekkert eldhús þá redduðum við því bara. Ég er að vinna hjá fyrirtæki sem heitir Memo ehf og er í auglýsingabransanum, það er fínasta vinna og skemmtileg, auk þess er ég í aukavinnu á Hverfisbarnum sem dyravörður aðra hverja helgi, en er mikið að pæla í að hætta þar, þar sem það er ekki mikið að fá út úr aukavinnu ef maður er í fullri vinnu annarsstaðar... En já, allir sem ég er ekki búin að hitta, þá verð ég að biðjast afsökunar, en ég er bara búin að vera svo upptekin með kærustunni að ég hef bara ekki hitta alla ennþá, en er að vinna bug á því núna, Svo þið vitið getið þið alltaf náð í mig í símann minn, sem er 8680546 og heimasíminn okkar er 4875503. Svo er ég stundum á msn og þar er maggragg@hotmail.com notandanafnið, einnig getið þið sent email á maggragg@simnet.is Fyrir þá sem eru ekki svo tæknivæddir geta þeir sent okkur póst á heimilisfangið: Stórholt 14, 105 Reykjavík :) Já svona síðan ég kom hef ég verið að vinna aðalega, og farið tvær helgar austur fyrir fjall og þrjár hegar til að vinna, og allur afgangstími farið í að njóta þess að vera með Tinnu, en það er ekkert yndislegra en það :) En ég er að fara að hlakka til að fá útborgað, það verður nú munur að hafa eitthvað á milli handana aftur, og svo að fara að skipuleggja Interrailið í sumar en meira um það síðar... Maggi @ 21:22 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |