Félagi minn tók upp video þegar ég var á handsprengjuæfingu, þetta er 7 mb myndband, og sést þegar félagi minn er að kasta, ég er hægramegin að skjóta. Það er verst að myndavélin nær hljóðunum ekki þegar sprengjan springur, en það er allveg magnað...
Jæja, þá er þessi vika búin, við lærðum margt nýtt en ég tók ekki margar myndir. EN því miður kemst ég ekki í foringjaskólan núna, og sagði Yfirmaðurinn að ég þyrfti að reyna í 13. viku að komast, en þetta er út af þessu nýja systemi, en ég er ekki sá eini sem vill komast í foringjaskólan, en komst ekki núna. En það verður bara að hafa það, og maður verður bara að reyna næst aftur.
En góðu fréttirnar eru þær að ég verð sprengjusérfræðingur, en það eru bara 15 af tæplega 200 sem komast í það :) Þannig að næsta vika gengur bara út á að læra um sprengjiefni og svona... Þessu viku lærðum við meðal annars að nota nætursjónauka, mace úða, skjóta í fullum eiturefnagalla, skríða meira með panzerfaust, fyrstu hjálp, löggæslu störf eins og að stoppa bíla og handtaka fólk, kasta handsprengjum og labba um með skotheld vesti... en ætli maður fari ekki að leggja sig núna...
Næstu viku tek ég tölvuna með á herstöðina, það ætti ekki að vera mikið mál, eru nokkrir með lappa, en þá get ég skrifað meira á bloggið og þið getið fylgst með, jafnvel daglega... Maggi @ 07:46
þriðjudagur, apríl 13, 2004
Jæja, þá er páskafríið búið og ég er að fara aftur á stöðina, vonast til að komast í viðtal í dag um hvort að ég haldi áfram, og komist í undirforingjaskólan. En ég reyni að grafa upp hvar þetta netkaffi er svo ég geti miðlað meiri upplýsingum í miðri viku. Bless á meðan... Maggi @ 06:27
sunnudagur, apríl 11, 2004
Panzerfaust eru skemmtileg tæki, allavega þegar maður er réttu megin við rörið og er að æfa sig, Þetta er einskonar eldflaug sem getur grandað hvaða skriðdreka sem er á 250 m færi eða minna, sprengjuoddurinn er svokallaður HEAT, eða formaður sprengjuoddur, sem præðir gat í gegnum brynvörninga og steykir allt inn í drekanum, panzerfaustið fer í gegnum meira en 70 cm þykt stál...
Við erum búin að vera æfa á þetta á fullu, semsagt að skjóta svokölluðum ljóssporum, sem eru í raun venjulegar byssukúlur sem lýsa og herma eftir því hvernig panzerfaust flygur, Panzerfaustið er um 13 kg, tilbúið til að skjóta, og við erum búnir að skríða með þetta út um allt, gera það skotklárt, pakka saman og færa okkur úr stað og gera okkur aftur tilbúna o.s.f.v. Og það er ekkert létt að skríða með 4 kg riffil og 13 kg panzerfaust út um allt.
Svo skjótum við á skotmörk á 150 til 250 m færi, bæði á ferð og stopp, þetta er mjg gaman. Það verða 25% sérþjalfaðir á panzerfaustið í hverri deild og þeir fá að skjóta alvöru skoti með gifsoddi, en hvellurinnn og hitin er víst allveg ógurlegur, það má enginn standa nær en 50 metra fjarlægð fyrir aftan og maður verður að vera með fæturnar 120° frá rörinu að aftanverðu, annars steykjir maður þær. Þannig að það er allveg örugglega gaman að skjóta einu svona.
Panzerfaustið er í tvem hlutum, það er skottækið, sem er í raun byssan, en það er bara smá tæki, með sjónauka og svo er það patrónan, sem er hólkurinn með eldflauginni, rörinu hendir maður eftir notkun og setur nýja patrónu á skottækið, það er soldið erfitt að ýminda sér byssu sem notar skot sem er 20 sinnum stærra en byssan sjalf.
Maggi @ 19:14
GLEÐILEGA PÁSKA!!!! Maggi @ 07:33
Tungumál - Sprache
Um mig
Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)
Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland