*
*
*
*

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Og núna eru myndirnar frá útilegunni og æfingunni komnar upp, fyrstu myndirnar eru af æfingu með Hermanni.
Maggi @ 21:18

Og djamm í Reykjavík er komið inná líka...
Maggi @ 21:03

Myndirnar af áramótaballinu eru komnar á netið og fleirri á leiðinni...
Maggi @ 20:51

Var að fá Marchbefehl áðan, sem er skipunin um að fara í herinn og gildir sem lestarmiði á meðan ég er í hernum...

En ég veit ekki hvort ég nenni að koma með alla söguna hérna, er búin að segja þetta í stuttu máli, en þetta var bara svo geðveikt að það er ekki fyndið... Þetta verður gert aftur sko... En ég á slatta af myndum af þessu, þannig að núna bíða margar myndir eftir að fá að komast á netið
Maggi @ 12:23

Þá er ég mættur aftur. Þetta var bara geðveik ferð og hreint ótrúleg. Á föstudaginn lögðum við af stað með rúm 30 kg af farangri hver (vigtaði það), aðalega mat og aukaföt, um 18:00 vorum við komnir á leiðarenda og fórum að finna okkur stað til að vera á, fundum hinn besta stað innan um grenitré langt inn í skógi, en það var ómögulegt að finna okkur þar sem við vorum. Við vorum þrír en það bættist einn við á seinustu stundu, Sandro, félagi Ricos.

Byrjuðum á því að kveikja varðeld og koma svefnpokunum fyrir ofan á grenigreinum sem við lögðum á jörðina tli að einangra, en það var um 10 cm djúpur snjór, bræddum snjó og hituðum okkur te, fórum svo og hjuggum nokkur tre niður til að eiga eldivið fyrir nóttina, það var svona um það bil -5 stig og allveg heiðskírt, það er allveg sérstök tilfinning að sofa undir berum himni og heyra bar snark í eldinum.

Næsta morgun var kalt! að stand upp og fara í frosna skó og köld föt, brrr! en svo lagaðist það þegar við vorumn búnir að kveikja eld, og hita okkur te og heitt að borða, en það er ótrúlegt hvað maúr þarf lítið af búnaði og fötum til að hafa það gott hérna út, það voru sko engin gore-tex föt hérna sko, ég var í síðum nærfötum, ullarpeysu og svo poly-cotton hergalla, eða sumargallanum, með húfu og hanska, ullarsokkum og herklossunum, ekkert meira, og það var bara nóg, á Íslandi myndi maður deyja á 2 tímum svona klæddur.

Svo fór dagurinn í að rölta um og höggva við, um kvöldið bjugum við til einskonar tjald úr einhverjum dúkum, því það var farið að snjóa... þá var að eins hlýrra, á sunnudagsmorgun var allt hvítt og við hituðum okkur te og mat og byrjuðum eins og venjulega að fara í frosna skó, Fengum heimsókn en Hermann og kærasta mættu til að líta á okkur og svo pabbi hans Ricos. Hermann var einmitt í helgarfríi úr hernum og sagði að það væri möguleiki að við gætum farið á æfingu með þeim á mánudaginn, en alls ekki víst.

Svo leið þriðja nóttin, þá var mjög kalt, enda heiðskírt og hefur frostið farið niður í svona -10 gráður, en maður var sem betur fer með hlýjan svefnpoka og vel klæddur, en maður fann samt fyrir smá kulda, mánudagurinn var eins og hinir dagarnir, nema að að snjóaði helling, og við biðum og biðum eftir skilaboðum frá Hermanni um hvort við gætum farið eða ekki. Um fjögurleitið fengum við skilaboð, verið við brunnin í Merishausen kl. 18:30, þannig að við gegnum frá búðunum og fórum niður, þar kom herbíll og sótti okkur, þetta var klukkustunda ferð til St. Gallen.

Þegar við komum þangað var vel tekið á móti okkur, fengum heitt að borða og fórum á fund með foringjunum um hvað okkar hlutverk var í æfingunni, vil lyktuðum allir af reyk og vorum í hergöllum en ekki allveg eins og hinir voru í, enda var mikið glápt, en sagan um okkur fór eins og eldur í sinu um herstöðina og heyrði maður nokkrum sinnum, hey, þarna eru strákarnir sem voru í survivalferðinni, það vissu líka allir um gaurinn frá íslandi, En já, okkar verkefni, Æfingin var semsagt gæsluæfing, hermennirnir áttu að passa hús á svona húsbardagasvæði, svona gæsla eins og er í kringum sendiráð og svona, og bara inefaldlega að fylgjast með umferð og passa að eingin komist inn.

Við fórum nokkrar ferðir um nóttina, með svona klukkustunda millibili og lékum venjulegt fók sem labbar um og unglinga með læti og svona, ekkert merkilegt gerðist þannig séð, en svo var loka æfingin um kl 5 um nóttina, þá áttum við að labba að byggingunum rólega og svo að reyna að hlaupa inn.

Við röltum að þorpinu og skiptum liði, Sandro og Rico fóru öðrumeginn inn og ég hinumeginn inn, ég labbaði að vörðunum og þá byrtust skyndilega nokkrir í viðbót þannig að það hafa verið svona 6-7 verðir, ég hugsaði bara shit, ég kemst aldrei í gegnum þessa þvögu, en ég lét reyna á það, hljóp af stað beint inn í þvöguna, helmingurinn af hermönnunum hrundi um koll og hinur stukku á mig og skelltu mér niður, svo löbbuðu þeir með mig út úr þorpinu og ætluðu að sleppa mér lausum, þá hljóp ég að þorpinu aftur í gegnum garða og svona og það komu hermenn úr öllum áttum, en þetta var eins og í bíómynd, þeir duttu allir áður en þeir náðu mér og ég komst inn í húsið sem þeir áttu að vakta æa meðan þeir voru að standa upp.

En þá fyrst byrjaði fjörið, ég var handtekin og dregin af þrem hermönnum inn í hús, niður í kjallara og þar sá ég Sandro eða Rico með hendur fyrir aftan bak á hnjánum, þetta var mín stelling næsta klukkutíman, mér var hent í einhverja kompu og það var leitað á mér og ég þurfti að vera á hnjánum með hendur fyrir aftan bak. Svo kom einhver inn, og það var auðvitað Hermann, nú var hann yfirheyrslustjóri. Nafn? Mikki mús, fornafn? mús Fæðingardagur? 24.08.82 Hvað eruð þið að gera hérna? veit ekki Nafn? o.s.f.v. svona leið þeitta, hann kom inn spurði spurninga, fór út, kom aftur inn og spurði spurninga, Svo tók hann einusinn upp skambyssu og miðaði á mig og spurði um nafn, ég var næstum búin að ruglast en sagði samt mikki mús, svo vrum við teknir og hent í í annað herbergi þar sem við vorum allir í, við reyndum að yfirbuga hermennina en það mistókst enda voru þeir 6 og bættust svo fleiri við þegar slagurinn byrjaði. Svo vorum við dregnir út, og reyndum aftur að flýja en mistókst aftur, eins og gefur að skilja, en svo var okkur slept, en þatta tók klukkutíma, og ´hefur einhver prófað að vera klukkutíma á hnjánum á köldu steingólfi með hendur fyrir aftan bak...

Svo fengum við að borða og svo að sofa, svo var okkur skutlað upp í fjöll aftur, en þá var seinasta nóttin framundan, en henni eyddum við í fjallakofa með þrjár kippur af bjór, það var magnað!

En núna þarf ég að fara að vinna aftur
Maggi @ 08:50

Tungumál - Sprache

Deutch

Um mig

Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)


Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland

Sími: 8680546
MSN: maggragg[hjá]hotmail.com
Sendu mér póst

Bloggarar

Solla gella
Tinna
Jóhanna
Alla Rún
Jumper
Oskar og Vala
Klakinn
Björk
Konni
Sigga Fríða

Tenglar

Skotfélagið Skyttur
Myndaalbúm
Friðagæslan í Kapúl
Utanríkisráðuneytið
NordicSniper
Svissneski herinn
Hugi.is
FBSR
Íslensk síða um FFL
PoppTíví
RÚV

Gestabókin

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina (skylda!)

Spjall

Nafn

URL eða Email

Skilaboð(Broskarlar)

Annað

Það hafa heimsótt mig
síðan 2. Nóv 2003


skoða

Skjalasafn

05/11/2003 - 05/18/2003
11/02/2003 - 11/09/2003
11/09/2003 - 11/16/2003
11/16/2003 - 11/23/2003
11/23/2003 - 11/30/2003
11/30/2003 - 12/07/2003
12/07/2003 - 12/14/2003
12/14/2003 - 12/21/2003
01/11/2004 - 01/18/2004
01/18/2004 - 01/25/2004
01/25/2004 - 02/01/2004
02/01/2004 - 02/08/2004
02/08/2004 - 02/15/2004
02/15/2004 - 02/22/2004
02/22/2004 - 02/29/2004
02/29/2004 - 03/07/2004
03/07/2004 - 03/14/2004
03/14/2004 - 03/21/2004
03/21/2004 - 03/28/2004
03/28/2004 - 04/04/2004
04/04/2004 - 04/11/2004
04/11/2004 - 04/18/2004
04/18/2004 - 04/25/2004
04/25/2004 - 05/02/2004
05/02/2004 - 05/09/2004
05/09/2004 - 05/16/2004
05/16/2004 - 05/23/2004
05/30/2004 - 06/06/2004
06/06/2004 - 06/13/2004
06/13/2004 - 06/20/2004
06/20/2004 - 06/27/2004
06/27/2004 - 07/04/2004
07/04/2004 - 07/11/2004
07/18/2004 - 07/25/2004
07/25/2004 - 08/01/2004
08/01/2004 - 08/08/2004
08/08/2004 - 08/15/2004
08/15/2004 - 08/22/2004
08/22/2004 - 08/29/2004
09/05/2004 - 09/12/2004
09/12/2004 - 09/19/2004
09/19/2004 - 09/26/2004
10/24/2004 - 10/31/2004
10/31/2004 - 11/07/2004
11/07/2004 - 11/14/2004
11/21/2004 - 11/28/2004
11/28/2004 - 12/05/2004
12/19/2004 - 12/26/2004
01/09/2005 - 01/16/2005
01/16/2005 - 01/23/2005
02/20/2005 - 02/27/2005
02/27/2005 - 03/06/2005



This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

.