laugardagur, febrúar 07, 2004 Geðveikt!!!! Ég var að spjalla við Hermann og hann sagði mér að deildin sín væri á æfingu í næsta þorpi á mánudaginn, og eins og Sviss er þá er næsta þorp í 2 km fjarlægð frá mér. Hann ætlaði að tala við yfirmann sinn um hvort ég geti ekki bara tekið þátt í æfingu með þeim, rúnta um bæin á skirðdreka og svona.... :) Allavega var yfirmaðurin ánægður með okkur seinast, þannig að það er aldrei að vita.....Þeir verða þarna um kvöldið og daginn eftir, og þeir eru jafnvel að pæla í að nota mig í æfingu, þar sem ég á að njósna og svo eiga þeir að ná mér, og yfirheyra mig, og ekki klukkutíma eins og seinast, heldur alla nóttina :D:D Þannig ða núna þarf ég bara að semja sögu, og ákveða hvað ég ætla mér að gera þarn, þeir verða svo að komast að því, ef þið hafið hugmyndir, komið endilega með þær... En þetta er alls ekki öruggt, og í versta falli fer ég bara þangað með bjór og spjalla við þá um kvöldið. En ef þett tekst, þá koma þeir með útbúnað fyrir mig, yfirheyra mig soldið og svo verð ég bara að æfa með þeim, á skriðdrekunum :D VONANDI!!!!!!!!! Maggi @ 16:28 föstudagur, febrúar 06, 2004 Og góða veðrið er ennþá, það er bara eins og það sé komið sumar eða eitthvað, skínandi sól, logn og hit... Og ég þarf að dúsa inn á skrifstofu :(En á Sunnudag á að koma vetur aftur, þannig að í næstu viku verð ég fegin að þurfa að dúsa inn á skrifstofu. Svo var eitthvað fífl að dreifa svína eða hænsnaskít eða einhverju álíka ógeði á tún sem ég fer framhjá á leið í vinnu, og hvað það stinkar maður, þetta er án efa versta lykt sem ég hef fundið, og inn í þéttbýli, ég hefði haldið að það þyrfti að rýma nærliggjandi hús.... Og af hverju þurfa konur að tala svona mikið!!! þetta á ekki við allar, en sumar geta talað út í eitt endalaust!!! það er ein sem er á skirfstofunni hjá mér, hún talar og talar og talar og talar um ekki neitt! Þegar einhver kemur inn þá byrjar hún, talar svona í einum tón, sem er svona skerandi, þannig að það er erfitt að loka á það... Svo fer hún stundum eitthvað að tala við mig, og hún talar og talar og talar, og ég fer bara á netið á meðan, og segi svona uhu inn á milli og brosi, og hún talar í KORTER!!! um ekki neitt. Ætli það sé eitthvað til í þessu með þennan kvóta, sko orðakvótann. Hún hefur örugglega 30.000 orð á dag og hefur engann til að tala við eftir vinnu... Maggi @ 12:19 Svisslendingar eiga allavega einn snilldarbjór, Feldschlösschen. Þann bjór get ég þambað endalaust, og hann fæst í tenpack, semsagt 10 flöskur í pakka, og kostar rúmar fimmhundurð krónur, ekki slæmt það. Svo verður maður nú að fara að skipuleggja bakpokaferðalagið (Interail) Maður verður að gera það áður en maður verður 26 ára, þannig að nóg er tíminn, og maður verður að taka góðan mánuð í þetta ( í minnsta lagi ) Þannig að spurningin er; Hverjir ætla að koma með? Maggi @ 06:59 fimmtudagur, febrúar 05, 2004 Það mætti halda að það væri komið vor! Það er bara sól og hiti, (reyndar bara 10 gráður) og svona vorlykt í loftinu. Manni er bara farið að hlakka til þess að það komi sumar, já og að maður byrji í hernum, en það styttist óðum í það hjá mér núna, rétt um 40 dagar í það :)Maggi @ 11:55 miðvikudagur, febrúar 04, 2004 Jæja, núna eru örugglega felstir búnir að skoða myndirnar þannig að ég þarf að fara að skrifa eitthvað aftur, hmmmmm..... Já ég fekk aldeilis gott gps tæki á kostaverði um daginn, 5000 kall fyrir Garmin e-trex legend, sem kostar um 30.000 kall að mig minnir venjulega, og nýtt þar að auki.Svo var ég að framkalla nokkrar myndir, eða nákvæmlega 163 myndir, gaman að eiga þetta líka á pappa... og þar var ég líka heppin því það var víst eitthvað tilboð í gangi akkurat þegar ég fór með myndirnar og fekk þetta allt á 2.500 kall. En ég man ekki eftir neinu meiru í bili... Maggi @ 17:53 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |