sunnudagur, nóvember 21, 2004 Jæja fólkið gott, þá er kominn tími til að skrifa aftur, þarseinasta vika var ekkert sérstök, ekkert til að segja frá, bara einhverjar leiðinlegar æfingar og liðskönnun, en þessi vika var hinsvegar mjög skemmtileg og áhugaverð, ein af bestu vikunum.Við fórum á mánudeginum í ráðhúsið í Bern, höfðuborð Sviss, þar var farið í gegn og allt útskýrt, mjög fallegt hús, þann dag var líka æfing í VIP fylgd á stríðssvæðum. Þriðjudagurinn var bestur, þá fórum við til Alpnach að skoða flugherinn, og flugum með Super Púma þyrlum hersins, það var mjgö skemmtileg upplifun, okkur var flogið út í skóg einhverstaðar, þar átum við hádegismat, og svo var okkur flogið aftur til baka, svo höfðu þeir kynningu á starfsemi flugvallarins í heild sinni, en þeir eru reknir eins og flugmóðurskip, bara á landi, óháðir umhverfinu og algjörlega sjalfstæðir. Á miðviudeginum var æfing í VIP flutningi, sem tókst svona lala, og svo eftir hádegið fórum við að skoða landamæragæsluna, það var líka mjög fræðandi, þar var farið í alla þætti, fölsun skilríkja, leit í bílum, hundar og fleirra. Á fimmtudeginum fórum við til Thun að skoða skriðdrekaherma og þjalfunarstöð hersins fyrir skriðdrekadeildirnar, en Sviss á fullkomnustu skriðdrekaherma í heimi, ég var svo heppin að ég fekk að keyra Leopard skriðdreka, eða hermi, en hann var mjög raunverulegur, maður fór inn í klefa sem hreyfist upp og niður og fram og aftur, og er 1:1 eins og leoinn inní, svo keyrir maður eftir alvöru landslagi, sem er módel kannski 1:1000, allavega mjög raunverulegt og gaman, einnig skoðuðum við gamla dreka sem eru þarna á safni, og ég sá í fyrsta sinn með berum aumum Königstiger og fleirri goðsagnir úr seinni heimsstyrjöldinni, tók nokkrar myndir. Föstudagurinn fór í sjafsvörn og nágvígisbardaga, mjög skemmtilegt og mörg ný trix sem við lærðum, núna er bara að æfa þau svo maður geti kannski notað þetta einhverntíman ef maður þarf... Næsta vika verður líka skemmtileg, við förum á morgun að skoða hundaþjalfunarstöð hersins í Bern og á þriðjudaginn til Schaffhuse að skoða kastala og eitthvað, hina dagana erum við að skjóta með SIG550 og MP5... En segi ykkur meira frá þvi í næstu viku... Maggi @ 18:38 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |