föstudagur, mars 05, 2004 Jæja, seinasti dagurinn var í dag hjá mér, þannig að núna verður bara gaman. Vinnufélagarnir komu á barinn við hliðina á mér og fengu sér bjór með mér, og bossinn líka, svo borgaði hann allt :) En já, núna er ég að fara til Frauenfeld aðeins í Ausgang með Hermannm og Rico!! Góða helgi!Maggi @ 17:47 fimmtudagur, mars 04, 2004 Vá hvað það verður gaman næsta miðvikudag!!! en þá er ég að fara á bílasýninguna, og ekki nóg með það, ég er með VIP passa !!!!! Ég kemst inn fyrir girðinguna sem umlykur bílana, og má setjast upp í og svona, og einnig fara í kökur og kaffi hjá Porche og Ferrari o.f.l. :D Þetta verður gaman, ég skal taka fullt af myndum svo þið getið séð líka :)Maggi @ 12:14 Hvernig líst ykkur á tungumálavalið? Er búin að gera blogg á þysku og myndaalbumið líka svo vinir og vandamenn hérna í sviss geta líka fylgst með... Efast reyndar um að ég skrifi það sama og á íslenska blogginu, þar sem ég er ekki allveg eins sleipur í þyskunni, en ég vona að það lagist. Svo eru pælingar að setja þetta á Ensku líka, en það kemur bara í ljós, þetta er ekki svo mikið mál fyir utan að maður þarf að skrifa allt þrefallt þá :) Svo þarf ég núna að fylla út skattaframtalið, bæði hérna í Sviss og svo heima :( En gallin við skattana hérna er að það er eki tekið af laununum og þarf máður því að borga stóra fúlgu einu sinni á ári... ég verð að segja að það er þægilegra að skattarinir séu bara dregnigr af launum, því þá hefur maður meiri tilfinningu fyrir því hvað maður á, heldur enn að vera rukkaður um stóra fúlgu einusinn á ári. Maggi @ 10:59 miðvikudagur, mars 03, 2004 Núna á ég bara eftir að vinna í tvo daga, svo fer ég í viku frí :) Svo var einn kallinn að segja mér að hann hefði farið með herriffillinn sinn á gámastöðina og ætlaði að henda honum, þar sem hann hafði ekkert við hann að gera, en svo var kall sem vildi fá hann, þannig að hann gaf honum hann bara! Ég spurði afhverju hann gaf mér hann ekki, og hann sagðr að hann hefði gert það ef hann hefði vitað að ég myndir vilja hann, Ohhhh!!!!!! hefði getað fengið gefins herriffil, þetta er sjalfvirkur riffill, en með innsigli þannig að hann er bara halfsjalfvirkur.En vissuð þið það að það eru yfir 3.000.000 skotvopna hérna í sviss, og það eru aðalega herrifflar... semsagt einn herriffill á annann hvern íbúa landsins, eða einn á hvern karlmann, og þar sem aðeins 18 ára og eldri mega eiga vopn, þá eru þetta rúmlega 1 byssa á hvern karmann í sviss. Enda er sennilega þjóðarsport Svisslendinga skotfimi... En það sem ég var að pæla í er að af hverju eru þá ekki framdir glæpir hérna á hverjum degi, glæpatíðnin er ekki hærri hérna en á íslandi, og minni ef eitthvað er ef maður miðar við höfðatölu. Er þetta kannski af því að þetta er í menningunni, öllum hermönnum er kennt á vopn, og þar sem allir þurfa að fara í herinn, þá kunnna allir að meðhöndla vopn af ábyrgð, þetta er líka bara sjalfsagður hlutur hérna, það er ekkert merkilegt að eiga byssu, það eiga allir eina. Það er ekkert óvanalegt að sjá mann labba með byssuhlaup upp úr bakpokanum einhverstaðar niðri í bæ, hann var bara að koma af skotæfingu eða eitthvað. En af hverju eru þá Bandaríkjamenn að drepa hvorn annan, samt eru þeir aldir upp við byssur, þeir horfa á jafn mikið að ofbeldis fullum myndum og krakkar hérna, spila sömu tölvuleiki o.s.f.v. Það er semsagt ekki byssueign sem er vandamál í sambandi við glæpi, það er menningin... Hvað haldið þið? Maggi @ 18:13 þriðjudagur, mars 02, 2004 Nágranni minn og félagi var að fá sér blogg, Hann Konni frá búðarhóli, endilega kíkjið á það og kvittið í Gestabókina hans...Maggi @ 21:34 Og takið eftir því hver skrifaði í spjallið hjá mér, enginn annar en dómsmálaráðherra :) Maggi @ 19:14 Jæja, það er ekki langur tími núna, þarf að nýta hann vel. Er buin að gera einvherskonar blogg á "þýsku" fyrir félaga mína hérna en það er á http://maggraggch.blogspot.com á eftir að bæta svona tungumálavali hérna inná, kemur fljótlega. Svo verður nú gaman næstu viku, er að fara á bílasýninguna frægu í Genf og á æfingu hjá KFOR eða friðargæslusveitunum sem fara til Kosovo, verður bara spennandi, sérstaklega Genf sko, þetta er víst ein virtasta og frægasta bílasýning í heimi, og ég fæ að fara frítt, í boði Porche, Ferrari og Lamboghini eða hvernig sem það er nú stafsett. Svo ætla ég líka að heimsækja fullt af fólki næstu viku, fara í Airsoft við Rico, en það er leikur sem er víst bannaður á íslandi, eina landið í heiminum!!!!!!! Bara snilld, svipað og paintball, nema ekki litakúlur, heldur plastkúlur og er bara miklu raunverulegra, þar sem maður er með eftirlíkngar af vopnum, og eru sjalfvirk eða halfsjalfvirk, bara gaman!!! Svo endar maður þetta á "Ausgang" um helgina, seinasta helgin sem ég fer á djammið án einkennisbúnings þetta árið... Fer að drekka bjór með Hermann og félögum... Svo var ég eki búin að segja ykkur frá þessum myndavandræðum sem ég er búin að standa í. Ég lét framkalla heilan helling af myndum úr safninu mínu, eitthvað um 160 myndir í stærðinni 10x15, ok allt gott með það, þær komu, góð gæði og kostaði lítið, svo fer ég nú að leita af myndaalbúmi, en þeir eru svo gamaldags hérna að það fást bara einhver album til að líma myndirnar, ekkert svona eins og þessi góðu sem maður kaupir á íslandi, svona sem maður rennig bar myndunum í... þannig að Mamma sendir mér svona album, en þegar það kemur þá passa myndirnar ekki í, ég ekki allveg sáttur, en Mamma sendir nú annað albúm sem stendur á fyrir myndir að 10x15 cm. Svo kemur það, ég rosa glaður, ætla að byrja að setja myndir í, en NEI, þær passa ekki, ég mældi myndirnar, þær eru 11x15!!!! Arrrg! ég þarf að klippa 163 myndir til!!! ég nenni ekki að fara með þetta allt í þessa framköllunarstöð aftur! en sem betur fer fæ ég afnot af góðu skurðarborði í vinnunni, þannig að þá á þetta ekki að taka langan tíma... Gott að vera í góðri vinnu með skurðaborði og eiga bestu mömmu í heimi sem reddar manni alltaf :) Maggi @ 19:01 mánudagur, mars 01, 2004 Takk mamma, ég var að fá söl!!!!! mmm!! eitthvað sem svisslendingar eru ekki allveg að fíla sko, en ég skil þá ekki í öllu, ég gaf þeim draum til að smakka um daginn, þeir voða forvitnir hvað var eiginlega inní honum, ég reyndi að útskýra að það væri lakrís, þá kom allt í einu, já, er þetta bjarnarskítur.... og þá vildi enginn prófa, semsagt lakrís er kallaður bjarnarskítur hérna! Er ekki allt í lagi!!!!!!! þeir voru alveg hneykslaðir að íslendingar skyldu eyðileggja svona gott súkkulaði með bjarnarskít, þeim fannst þó súkkulaðið gott, hehe.En ég held að ég formatti tölvuna núna, þetta kazaa drals fyllir hana af drasli, og svo MSN plus! mæli ekki heldur með því... það tekur einhverjar 5 mínutur að ræsa núna, þannig að að er ekki allt í orden hér... En ég er líka að vinna í að setja bloggið yfir á þýsku, sko hafa annað á þýsku, þannig að félagar mínir hérna geta lesið líka. En meira var það ekki í dag, held ég Maggi @ 17:23 sunnudagur, febrúar 29, 2004 Þetta er víst merkið á skólanum sem ég verð í, eða það held ég.... En já, það er allveg magnað að geta keypt sér 10L af bjór fyrir 1500 kall, af hverju er það ekki hægt á íslandi, ég er að tala um svona endurnotanlegar glerflöskur, maður kaupir svona plastkassa með 20 flöskum, og svo þegar maður skilar kassanum inn fær maður 1/4 endurgreiddan, því að umbúðirnar eru jú dýrasti hlutin af þessu yfirleitt. EN svona er Ísland í dag... Maggi @ 11:50 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |