laugardagur, nóvember 08, 2003 Ég er búin að vera að rannsaka næturlífið hérna í Sviss seinustu helgar og það er ótrúlegt hvað við Íslendingar erum miklir villimenn ennþá... Slagsmál þekkjast bara ekki hérna, allavega ekki á skemmtistöðum. Það eru reyndar stundum svona Svisslendingar á móti innflytjenum slagsmál út á götu en þá er allt talið.Og já drykkjumenning... Það er eitthvað sem Íslendingar ættu að læra, ekki það við höfum okkar drykkjumenningu, en þá er hún aðeins betri að mínu mati hérna, ég sá í fyrsta skipti í gær haugafullann mann síðann ég kom til Sviss. Ég var ekkert að taka eftir þessu þar sem maður er vanur að sjá menn reyna að labba að barnum að kaupa meira, en svo tók ég eftir að allir voru bara að horfa á hann eins og hann væri eitthvað skrítinn, hehe. Gæslan fylgdist allveg sérlega vel með honum... Samt drekka svisslendingar ekkert lítið eða neitt, þeir bara kunna að drekka. Svo er gæslann, ef það væri svona gæsla á Íslandi myndu nú margir slagsmálahundar væla eins aumingjar, því þeir eru heldur betur vopnaðir, eru með svaka kylfur og mace og hvaðeina, allt proffessional í einkennisbúning og með beretu (húfu, ekki byssu). Og eru með svona talkerfi eins og lífverðir eru með. Og þeir lemja bara fólk ef það er með læti, ekkert vesen... Kannski er það lausninn á slagsmálavandamálunum á Íslandi, nei, aumingjarnir myndur kæra strax... Svo kunna Svisslendingarnir líka að dansa betur en íslendingar, helmingurinn eru pro dansarar, plús það er ekki dauðadrukkið fólk að dansa :) Það er mjög heiðarlegt fólkið hérna yfir höfuð, þú lendir t.d. ekki í böggi ef þú rekst utan í einhvern, maður segir fyrirgefður og í versta falli fer hann bara að spjalla við mann, Sé þetta fyrir mér á Íslandi... Já það á að selja áfengið í matvöruverslunum, það er gert hérna og það er góð menning fyrir því, þarft að vera 16 til að kaupa léttvín og bjór og 18 fyrir eitthvað sterkara. Ég er samt að kenna Svisslendingum nýtt trix, sko til að spara er hægt að kaupa vín í versunum miklu ódýrar og drekkað það áður en maður fer inn, á skemmtistaði, þeir eru allveg vááá maður, hvernig datt þér þetta i hug maður, takk... hvar ætli maður hafi lært þetta :) Maggi @ 14:03 fimmtudagur, nóvember 06, 2003 Hæ, ég hef bara ekkert að skrifa um í dag... gerðist einfaldlega ekkert. Jú er með helv.... blöðru á löppinni eftir laugardagshlaupið, og hún verstnaði bara eftir hlaupið í gær, vá hvað maður getur skrifað um tilgangslausa hluti...Maggi @ 21:40 miðvikudagur, nóvember 05, 2003 Sko, núna er ég ekki sáttur, ég náði aðeins 2,8 km á 12 min!!! :( ég kemst ekki í Grenadiers með það, vona að ég verði eitthvað betri í testinu!Yfirmaður minn í vinnunni tók tímann á mér, það er ótrúlegt hvað íþróttir eru mikið stundaðar hérna, það eru nánast allir að hjóla, hlaupa eða í einhverju öðru, enda er varla til feitt fólk hérna! Það var sama bíðan í dag, sól og logn, bara nánast sumarveður. Verst að maður skuli þurfa að vinna inni, og vera búinn þegar það er byrjað að dimma :( Vona bara að það verði gott um helgina, þá fer maður að hjóla eitthvað og skoða sig um, á eftir að gera mikið af því. Það er allveg magnað að í "fjallinu" hérna við þorpið eru þvílik neðanjarðarbyrgi, maður sér ekkert en ef maður fer inn í skóg þá eru þarna stórar dyr á fjallinu og svo svona virki hér og þar sem er víst allt tengt samann inn í fjallinu... það eru víst flest öll fjöllin hérna full af svona drasli, sum meira að segja með heila flugvelli inn í sér! jamm, þetta er merkilegt land. Svo er maður bara að lesa það að Mýrdalsjökull er að hristast og svona læti, ég ætla rétta að vona að Katla fari ekki að gjósa fyrr en ég er kominn heim, ég ætla sko ekki að missa af því...! Maggi @ 19:53 þriðjudagur, nóvember 04, 2003 Hvernig getur fólk haldið úti svona bloggi á hverjum degi...? það er ekki eins og það gerist mikið spennandi á virkum dögum.En já, ég er kominn á skrifstofuna í vinnunni, að setja inn gögn í gagnagrunn, aumingja fólk sem þarf að vinna svoleiðis vinnu Ég þarf að setja allr rafmagnstýringar, (nenni ekki að útskýra það) inn í gagnagrunn, ég er búin með 200 síðan á mánudag og á 3500 eftir :-D ég er svo glaður....! Núna er 14 dagar í testið mikla, þetta test tekur tvo daga og þar er allt prófað, ég þarf að taka greindarpróf, geðpróf, lækniskoðun og þrekpróf, hmm hvernig ætli svona greindarpróf og geðpróf komi út þegar maður skilur ekki allt og giskar á sumar spurningar? Þrekprófið er það sem skiptir hellings máli fyrir mig, því ég ætla að reyna að komast í Grenadier eða Panzergrenadier, en það eru ekki miklar líkur að ég nái því, þarf að geta hlaupið ansi hratt í 12 min og fleira. Á morgun prófa ég 12 min. hlaup til að sjá hvort ég eigi sjens, er búin að hlaupa ansi mikið upp á síðkastið. Já þetta er fínt í dag, má ekki segja allt núna, verð að hafa eitthvað að segja næst líka. Maggi @ 21:04 mánudagur, nóvember 03, 2003 Jæja, þetta var bara fínn dagur, fékk að sofa hálftíma lengur í morgun... það er nefninlega kominn vetrartími, og þá vinna menn hálftíma minna á dag :-)Svo for ég upp á milluna hérna í þorpinu að gera við einhvað loftnet, er reyndar ekki eins og milla heldur 60 m háir turnar, geggjað útsýni, sá alpana allt í kring maður. Og ég er bara ekkert lofthræddur lengur, alveg magnað. Maður getur lært að vera ekki lofthræddur, ég gerði það allavega, stóð bara á brúininni á millunni og horfði 60 metra niður, ekkert mál... ef ykkur vantar að stoð við að losna við lofthræðslu talið bara við mig! Fór svo að hitta félaga minn í frauenfeld eftir vinnu, hann var að fá sér M4 sofairbyssu, rosalega er þetta mikil snilld, miklu skemmtilegra en paintball, og vá vont maður að fá þetta í sig, fórum aðeins út í skóg að skjóta á hvorn annan til skiptis :-) Og shit! 15 dagar í "aushebung" testið fyrir herinn. Maggi @ 21:50 sunnudagur, nóvember 02, 2003 Jæja, búin að bæta gestabók og teljara við... vonandi nenni ég bara að skrifa eitthvað hérna seinna :-)Jú ég tók þátt í 10,2 km hlaupi í gær var 44 min og 24 sek. Er bara nokkuð sáttur... það eru 9 hlaup eftir í þessari seríu, maður verður að reyna að bæta sig Maggi @ 18:36 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |