laugardagur, janúar 22, 2005 Jæja, er ekki búin að skrifa lengi, en núna er ég með fréttir, ég er kominn á klakann aftur, herinn buin og maður bara að lifa sig inn hérna aftur á landinu. 14. Jan lenti ég á klakanum um miðja nótt eftir að hafa verið allan daginn á ferðinni, lagði af stað frá friedrichshafen í þýskalani með ryanair.com flugfelaginu, en velin flaug af stað um hálf eitt... flugið kostaði 70 evrur, og svo borgaði ég 70 evrur í yfirvikt :/....Um hálf tvö lenti ég á Stansted í london og beið þar til klukkan 23:15 til að geta flogið heim með Iceland Express, en þeirr vel seinkaði um 3 tíma og ég var buin að bíða nógu lengi þegar... En það merkilega við þetta flug var að Forseti Íslands var um borð í þessari vel, þannig að Iceland Express er orðin forsetavelin... En um hálf þrú um nóttina lenti ég loksins á landinu, þar sem elskan mín hún Tinna tók á móti mér... Núna er ég búin að vera viku heima, að koma mér fyrir í nýrri lítilli sætri íbúð í Stórholtinu með Tinnu, og er reyndar lítið buin að vera að auglýsa komu mína, en það er kominn tími til þess að fara að hitta ykkur öll :) maður er náttla farinn að sakna ykkar... Fyrir þá sem vilja hafa samband er hægt að ná í mig alltaf í gamla gemsanum mínum, 8680546 og í nýjum heimasíma, 4875503 :) svo er ég náttla farinn að fara á netið líka aftur og er því hægt að spjalla á msn og svo bara hittast einhverstaðar og spjalla analog... En ætla að fara að knúsa Tinnu núna svo heyrumst bara... Maggi @ 14:00 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |