mánudagur, janúar 10, 2005 Jæja, maður er ekki buin að láta heyra í sér lengi, enda tölvan ekkert kominn í lag ennþá... En ég er með fréttir... Þann 7. Janúar síðastliðin kláraði ég mína 300 daga herskyldu í Sviss, og þar með er ég laus og liðugur aftur og í hópi þeirra fyrstu sem klára alla skylduna í einu.Við vorum að vakta sendiráðin í Zurich seinustu 3 vikur, og um áramótin átti ég frí, en þá kom Tinna í heimsókn til mín, og Foreldrar mínir líka, frá 29. Des til 01. Jan. Það var stuttur tími en virkilega yndislegur og mun ég aldrei gleyma því. Það var mjög gaman að fá að sýna Tinnu Sviss og féll hún greynilega fyrir því :) Fórum upp í alpana meðal annars og vorum við virkilega heppin með veðrið, allavega var tímin nýttur mjög vel þessa fjóra daga. Við sendiráðsvaktina var ég yfirmaður yfir könnunarsveit, og var með sömu ábyrgð og réttindi og Sergant, það var soldið gaman að prófa það, en þetta gekk allt vel og ekkert markvert gerðist hjá okkur. En núna er stundin að renna upp, ég er á leiðinni heim, um næstu helgi mun ég koma til landsins og er planið að vera þar núna eftir, njóta þessa að vera komin heim, leita að vinnu og bara venjast borgaralífinu aftur, en mig er farið að hlakka til þess, og verður gaman að sjá hvernig gengur að aðlagast ;) En aldrei að vita nema ég skrifa eitthvað áður en ég kem aftur, þar sem tölvan mín hefur ekkert virkað hef ég ekki getað sett myndir né skrifað neitt, en ég bara segi þeim sem vilja sögurnar úr hernum... Maggi @ 19:02 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |