laugardagur, júlí 31, 2004 Sæl verið þið öllsömul aftur, ég var á helgarvakt seinustu helgi og hef því ekkert komist á netið í tvær vikur... En núna er ég mættur og það eru komnar fullt af nýjum myndum á albumið, myndir frá seinustu þrem vikum.Það er núna komið í ljós að ég verð hérna til byrjun Jan en þetta verður spennandi tíma framundan, við erum viðbragðssveit svissneska hersins og þessi tími fer aðalega í fjölbreytta og skemmtilega þjalfun... Þar má nefna en meiri hertækni, húsleit, Slökkvistörf, sjúkrastörf, árásir með slöngubátum, Fjalla og sigtækni, meðhöndlun fleirri vopna eins og MP5 og Remington 870, "Stress Management" sem er einhverskonar stress þjalfun fyrir okkur, einnig lærum við að tala fólk til og róa það. Og það er ekki allt upp talið... Okkar hlutverk verður í raun að aðstoða lögreglu ef hún ræður ekki við hlutina, ef t.d. verða óeyrðir, stór slys, Heimsóknir forseta, hryðjuverk´og allt í þessum dúr erum við á staðnum... Þannig að þetta verður spennandi tími framundan, við verðum líka á einum bestu herstöðvunum hérna í sviss, rétt fyrir utan Zurich. En núna er bara ein vika eftir að grunnþjalfuninni minni svo það verður gaman að byrja nýjan kafla í hernum, en næsta vika fer reyndar bara í að ganga frá öllu, skila öllu dótinu og svona þannig í raun er sjalfri þjalfuninni lokið. En ég skrifa meira um helgina, enda þarf maður að útskýra betur hvað gerðist þessar tvær vikur... Maggi @ 12:59 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |