*
*
*
*

laugardagur, desember 06, 2003

Hver ætlar að sækja mig á flugvöllin? ;)
Maggi @ 16:35

fimmtudagur, desember 04, 2003

Ég var svo duglegur í dag að ég kláraði verkefnið mitt um hádegi, og þar sem bossinn átti ekkert verkefni handa mér mátti þá mátti ég bara taka frí eftir hádegi, loksins!!! Ég skellt mér bara til St. Gallen í tilefni dagsins...

Þetta er allveg ótrúlega flott land, og ótrúlega þétt byggt. það er bara þorp við þorp, maður heldur að maður sé ennþá í sama þorpinu þó maður sé búin að fara í gegnum mörg þorp :) Nei, í alvöru, hvernig er hægt að búa svona þétt, maður getur ekkert gert eins og heima, skreppa niður á sand að skjóta leirdúfur eða leika sér á bíl út um allar trissur, hérna geturðu farið út í garð, eða út í skóg, en þeir eru nú ekkert stórir heldur, allavega flestir.

Það er líka merkilegt með vegina hérna, þeir eru fullkomnir, og það er eins og með önnur evrópulönd, utanvegarakstur telst vera akstur á einbreiðum malbikuðum vegi :) nei kannski ekki allveg, vegirnir eru mikið mjórri hérna en á íslandi, allavega inn í þorpum. Þeim er líka vel haldið við hérna, ef þeir reikna út að það koma hola á einhverjum vegi eftir eitt ár þá er skipt um þann kafla á veginum, mætti allavega halda það, ekki eins og á íslandi; þegar vegurinn er horfinn er hann lagaður :)

Og eitt annað pirrandi, er að umferðarljósin eru bara stopp megin á gatnamótunum, ekki á móti líka eins og á Íslandi, sem fer geðveikt í taugarnar á mér, ef þú keyrir yfir hvítu línuna sérðu ekki lengur ljósin, ímyndið ykkur vera að beyga til vinstri af bústaðarvegi yfir á hringbraut og sjá ekki ljósin þegar´þið eruð komin útá og bíðið eftir að þið komist yfir!!!!

En já, ég fór aðeins að versla, fann líka þessa fínu surplus búð ( búð sem selur notað herdót ) þegar ég kemst í svoleiðis, þá.... jæja, ég eyddi ekki svo miklu, þetta var allt frekar ódýrt :)

En það er bara fólk búið að skrifa í kommmentin hjá mér... endilega að halda því áfram, annars líður mér eins og það sé enginn að lesa bullið í mér :)
Maggi @ 18:12

miðvikudagur, desember 03, 2003

Vá hvað ég ætla að gera mikið þegar ég kem heim.... Fá mér Dominos pizzu, Hlöllabát, Malt og appelsín, Subway, Draum, Íslenskt vatn, súkkulaðirúsinur, Lambakjöt, Harðfisk, Prins Pólo, Söl, Hangikjöt, Jólaöl, Ameríkan Stæl, Pulsu með öllu nema hráum, Thule bjór, Orka, Coca Pufs, súrmjólk, hafragraut o.f.l

Fara í Bío þar sem ég get horft á mynd með ensku tali, fara í heitan pott, sumarbústaðardjamm, Fara út í vonda veðrið og láta sér verða kalt, fara í jólaglögg, ekki borða skötu á þorláksmessu, fara í kringluna, o.s.f.v.

Já, ég ætla sko að njóta þessara þriggja vikna út í ystu æsar, kem síðan ekki heim í ár, hehe. Jú kannski ef maður fær að fara til íslands í frí á tímabilinu.

En hvað á maður að skrifa meira hérna? Það er bara einn búin að skrifa!! En núna meigið þið líka koma með hugmyndir hvað ég ætti að gera þegar ég kem heim í frí, og skrifiði svo núna!!
Maggi @ 20:17

þriðjudagur, desember 02, 2003

Ég er bara að koma heim í frí!!! kl. 22:20 19. des lendi ég í Keflavík er áætlunin stenst! Nú er bara að fara að plana þessar 3 vikur! Hvað á maður að gera, ég verð örugglega út um allt, en svo þarf maður að taka sitt lítið af hverju með heim, t.d. fondu, hehe.

Ég ætla að reyna að fara að hlaupa með Eyþóri og Co. í FBSR, og svo að labba fimmurðarhálsinn, náttúrulega í hermannaklossunum, verð nú að ganga þá til. Og svo bara að njóta þessa að vera heima. Mér var búið að detta eitthvað sniðugt í hug að skrifa hérna, en er bara búin að gleyma því... :(

En já í gær og í dag er ég búin að vera að laga öll jólatrén sem ég skreytti fyrir helgi, náttúrulega búið að eyðileggja þau strax, svo þegar það var búið, fór ég inn á skrifstofuna að vinna, en nei, þá kemur loksins sólin og hitin, ég búin að skjalfa seinustu viku úti og þegar ég fer inn þá kemur gott veður!!!! og ég missi af því!!!!

En þarna, hvað vantar ykkur frá Sviss? þið getið skrifað það hérna fyrir neðan, með því að smella á * tjáð sig linkinn, og hinir líka sem vilja ekki neitt, bara langar að sjá hverjir eru að skoða bloggið svona dags daglega.

Og allir að skrifa svo!!!

Maggi @ 17:42

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Hehe, þetta var bara ágæt helgi... Ég hélt að Íslendingar væru slæmir þegar það kemur að ódýru áfengi, reyndar erum vip slæmir hvað varðar það magn sem við drekkum, en vá... þvílík biðröð á föstudagskvöldið. Ég mætt korteri fyrr, til að tryggja mér að ég myndi nú örugglega koma fyrstu inn, en nei, ég þurfti að bíða í rúman klukkutíma í biðröð til að komast inn.

Það var svo stappað þarna inni að það var ekki hægt að gera neitt, maður var heppin ef maður komst á barinn til að nota þetta 5 fr. tilboð. En já, ég hélt að svona klessubiðraðir væru bara til á íslandi, en svo er ekki, þær eru líka til í Sviss :)

Og svo skellti ég mér í gær aftur, og með myndavél með mér, var svona einskonar djammljósmyndari, og var ekki sá eini. Það voru frekar fáir í gær, eiginlega bara tómt miðað við föstudagskvöldið, voru kannski 100 manns... En já, það voru allir að spyrja fyrir hvaða síðu þetta var og ég sagði bara að þetta væri fyrir íslenska djammsíðu :) hehe

Já ég tók nokkrar myndir og afraksturinn er í albuminu. En þeir eru með svona kortakerfi á þessum skemmtistað, þar sem Sviss er soldið á eftir okkur í kortanotkun hafa þeir tekið á það ráð að allir sem koma inn fá svona smartkort og versla á það, svo þegar fólk fer út þá borgar það upphæðina sem er komin á kortinu, þetta getur verið hættulegt ef þú ert kærulaus, en maður þekkir þetta nú vel á íslandin, borgar með korti hvort eð er.

En þessar moskitos er pirrandi hérna, ég hélt að þær myndu nú drepast þegar það færi að kólna, en maður þarf ennþá að drepa nokkrar áður en maður fer að sofa á hverju kvöldi, það hefur nú samt minnkað aðeins, núna er það kannsi bara ein á kvöldi að meðaltali, fyrir mánuði drap ég kannsi 6 hvert kvöl og var samt bitin, veit ekki hvaðan þessi kvikindi koma!!!

Maggi @ 12:45

Tungumál - Sprache

Deutch

Um mig

Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)


Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland

Sími: 8680546
MSN: maggragg[hjá]hotmail.com
Sendu mér póst

Bloggarar

Solla gella
Tinna
Jóhanna
Alla Rún
Jumper
Oskar og Vala
Klakinn
Björk
Konni
Sigga Fríða

Tenglar

Skotfélagið Skyttur
Myndaalbúm
Friðagæslan í Kapúl
Utanríkisráðuneytið
NordicSniper
Svissneski herinn
Hugi.is
FBSR
Íslensk síða um FFL
PoppTíví
RÚV

Gestabókin

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina (skylda!)

Spjall

Nafn

URL eða Email

Skilaboð(Broskarlar)

Annað

Það hafa heimsótt mig
síðan 2. Nóv 2003


skoða

Skjalasafn

05/11/2003 - 05/18/2003
11/02/2003 - 11/09/2003
11/09/2003 - 11/16/2003
11/16/2003 - 11/23/2003
11/23/2003 - 11/30/2003
11/30/2003 - 12/07/2003
12/07/2003 - 12/14/2003
12/14/2003 - 12/21/2003
01/11/2004 - 01/18/2004
01/18/2004 - 01/25/2004
01/25/2004 - 02/01/2004
02/01/2004 - 02/08/2004
02/08/2004 - 02/15/2004
02/15/2004 - 02/22/2004
02/22/2004 - 02/29/2004
02/29/2004 - 03/07/2004
03/07/2004 - 03/14/2004
03/14/2004 - 03/21/2004
03/21/2004 - 03/28/2004
03/28/2004 - 04/04/2004
04/04/2004 - 04/11/2004
04/11/2004 - 04/18/2004
04/18/2004 - 04/25/2004
04/25/2004 - 05/02/2004
05/02/2004 - 05/09/2004
05/09/2004 - 05/16/2004
05/16/2004 - 05/23/2004
05/30/2004 - 06/06/2004
06/06/2004 - 06/13/2004
06/13/2004 - 06/20/2004
06/20/2004 - 06/27/2004
06/27/2004 - 07/04/2004
07/04/2004 - 07/11/2004
07/18/2004 - 07/25/2004
07/25/2004 - 08/01/2004
08/01/2004 - 08/08/2004
08/08/2004 - 08/15/2004
08/15/2004 - 08/22/2004
08/22/2004 - 08/29/2004
09/05/2004 - 09/12/2004
09/12/2004 - 09/19/2004
09/19/2004 - 09/26/2004
10/24/2004 - 10/31/2004
10/31/2004 - 11/07/2004
11/07/2004 - 11/14/2004
11/21/2004 - 11/28/2004
11/28/2004 - 12/05/2004
12/19/2004 - 12/26/2004
01/09/2005 - 01/16/2005
01/16/2005 - 01/23/2005
02/20/2005 - 02/27/2005
02/27/2005 - 03/06/2005



This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

.