laugardagur, mars 20, 2004 Jæja, sæl verið þið, þá er minni fyrstu viku lokið í hernum, hún var stöng og fljót að líða. það var hver einasta mínúta skipulögð og maður hefði ekki margar mínútur skipulagðar fyrir sig... En þetta var líka mjög skemmtileg vika og fróðleg, Sérstaklega fróðlegt að sjá að hvað Svissnesk ungmenni eru mikið agaðri en við Íslendingar, þótt það væri þó nokkrar undantekningar.En ef ég segi frá vikunni í stuttu máli ( öll sagan kemur vonandi á morgun ) þá byrjaði þetta á mánudag þar sem við mættum með íþróttatöskurnar og borgaralegum fötum, okkur var skipt í 4 deildir (Zug) í okkar fylki (Kompanie). Það var strax byrjað að kenna okkur að standa rétt, labba rétt, heilsa rétt o.s.f.v. Þannig að fyrsta daginn vorum við í borgaralegum klæðum að hlaupa um og standa réttstöðu o.s.f.v. Svo fengum við allan búnaðinn hægt og hægt, settum allt saman, fengum riffillinn afhentan af Kaptein (Hauptmann) og fárum að æfa með hann, við þurftum að læra allar tygnirnar utanað, læra allar uppraðanir á deildinni, heilsa, öryggisreglur varðandi riffillinn, skottækni, fullt af námskeiðum (theory) allt á að vera raðað rétt í herbergjum, 2 athuganir (Inspektion) voru gerðar og svo var í gær loka athugun, þar sem allt sem við höfðum verið að læra var prófað. Við stóðumst það, miðað við að þetta var fyrsta vikan... Svo fengum við að fara heim kl 8:30 í morgun. Ég skipti um deild einnig í gær, sem var soldið leiðinlegt, þar sem maður var búin að eignast góða félaga og þurfti svo að færa sig um herbergi og deild... Því miður náði ég ekki fleirri myndum þar sem ég hafði bara ekki meiri tíma til þess að taka myndir, en það kemur vonandi meira í næstu viku þar sem þetta verður aðeins rólegra og spennandi hlutir fara að gerast, við förum t.d. að skjóta á mánudaginn. Maggi @ 16:29 mánudagur, mars 15, 2004 Jæja, þá er endanlega komið að því, núna er ég að fara í lestina og kl 13:30 verð ég kominn í herinn. En þið heyrið fljótlega í mér, þar sem ég reyni að komast á netið einhverstaðar.En ég segi þá bara bless... Maggi @ 09:32 sunnudagur, mars 14, 2004 Dótið sem ég þarf að taka með...Þá ég ég búin að finna allt draslið sem er á listanum yfir það sem á að taka með, þetta er seinasti dagurinn minn hérna sem "frjals" maður, nei segi svona en já... Nú er komið að þessu og það er ekki laust við að maður er orðinn soldið spenntur. Á morgun kl. 13:30 er ég kominn í eigu hersins og þá hefst nýr kafli í sögu lífs míns, þetta verður vonandi mikil og góð reynsla, og er þetta náttúrulega langþráður draumur hjá mér að rætast... Þið getið alltaf sent mér SMS og svo býst ég við að ég kemst á netið annað kastið svo þið verðið að vera dugleg að skrifa þar og fylgjast með. En ég á eftir að segja frá gærkveldinu, Ég fór á svona "Skulls and Bones" samkomu, en þetta eru svona einskonar leynireglur sem fólk fer í eftir að hafa lokið stúdent eða háskóla, þetta eru reglur sem eru yfir 150 ára gamlar og eru mjög sérstakar hefðir í gangi þar, en það var allavega ókeypis áfengi þannig að þetta var mjög gaman. En það besta var að ég hitti foringja hermanns, sem var yfir honum þegar ég stalst á æfinguna, Hann kom og spurði hvort ég væri ekki maggragg, hehe, honum fannst þetta bara fyndið, fekk að taka myndir af síðunni minni til að nota fyrir síðu hersins... Maggi @ 16:15 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |