*
*
*
*

laugardagur, nóvember 22, 2003

Jæja, er búin að fikta aðeins í blogginu mínu, gera það aðeins flottara, eða finnst ykkur þetta ekki vera soldið betra svona.
Þið getið alveg búist við meiri breytingum á næstunni... er í stuði núna :)
Maggi @ 13:12

föstudagur, nóvember 21, 2003

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Björk, hún á afmæli í dag! Björk er orðin 20! til hamingju!

Ég átti skemtilegt samtal við Hauptman Jonsson áðan, en það er Íslendingur sem er foringji í Svissneska hernum, það vill svo skemmtilega til að hann tók einmitt þátt í að þróa þessa deild sem ég fer í, en hún er allveg ný. Ég verð í Aarau þar sem Infantary DD er, en það eru þeir sem fara í 10 mánaða þjalfun. Þetta á að vera úrvalsdeild hersins þar sem við fáum meiri þjalfun en ella og á hann að nánast jafnast á við herskólann í Isone þar sem Grenadiers eru þjalfaðir. þessi deild verður sú deild sem er á duty í svissneska hernum, alltaf tilbúin í bardaga.

Þjalfunin skiptist í 3 hluta, en fyrsti hluti er kennslan, semsagt öll kennsla á vopn og þessháttar, svo er hluti tvö sem eru æfingar með allri deildinni, semsagt svona stríðsleikur, þá ferðast deildin um allt landið og sviðsetur ákveðnar aðstæður og bregst við þeim. Partur þrjú er svo í raun ekki þjalfun en þá erum við á alvöru duty, t.d. verður að passa sendiráð og þessháttar, semsagt, við erum þá atvinnuhermenn. Þetta er það sem mér skildist í fljótu bragði.

Þegar ég talaði við Jonsson áðan var nóg að gera, útaf sprengingunum í tyrklandi hefur herinn verið settu í viðbragðsstöðu, þar sem það búa mjög margir Tyrkir í sviss. Hann stjórnar 320 manna herdeild, en núna eru um það bil bara 150 manns hjá honum þar sem margir eru farnir að sinna skyldu annarstaðar að mer skildist.

En það er gaman að vita að það er Íslendingur sem er yfir manni þegar ég verð í Aarau. Það er jafnvel aldrei að vita nema hann þjalfi mann líka eitthvað, en allir þjalfararnir eru professional hermenn, sem er líka ný tilraun í hernum, reyndar tek ég þátt í mörgu sem verður gert í fyrsta skipti , því herinn er akkurat að gera miklar breytingar á sér, þegar ég byrja.

Og já, ég er núna að skoða það hvort ég kem heim yfir jólin, en það er mjög líklegt, þarf bara að athuga með flugið, hvort eitthvað sé laust... :)
Maggi @ 18:02

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Á maður ekki að segja frá þessari reynsu eftir þetta próf...

Þetta byrjaði á því að ég fór með lest kl. 7:00 frá þorpinu sem ég bý í og var kominn um 8:15 á staðin, þetta var stórt hús og upplásin íþróttarsalur, sem var ansi stór, rúmaði handboltavöll og vel það. Það voru um 120 aðrir sem komu líka, okkur var skipt í 6 hópa, allir fengu númer og það var okkar eina kennimerki, ég var ekki Ragnarsson heldur 509.

Okkur var úthlutað hópstjóra sem var hermaður í endurmenntun, þ.e.a.s. hann var á sínu árlega 3 vikna endumenntunarnámskeiði sem allir sem hafa gegnt herþjónustu þurfa að sækja hvert ár þangað til þeir verða fertugir. En já, kl. 10:00 fóru allir í stóran ráðstefnusal, þar sem það voru tveir myndvarpar og svo púlt í miðjunni, Gamall karl hélt ræðu um að við væru komin hingað til að bla bla bla o.s.f.v. Hann útskýrði fyrir okkur hvaða deildir við gætum farið í, hvað yrði gert næstu svo daga og svona, við fylltum út blöð með upplýsingum um hvað við vildum gera, skólaferill, bílpróf, hvort við vildum halda áfram í hernum of verða foringjar o.s.f.v.

Já svona til að fólk geri sér betur grein fyrir hvað þetta er sem ég var að fara í þá er þetta svona próf og úthlutunar dagur, það er allt prófað og svo er þér úthluta starf; það getur verið herinn, almannavarnir eða samfélagsþjónusta, en samfelagsþjónustan er fyrir þá sem ekki vilja eða geta gegnt herþjónustu.
Það var skylda að mæta og meðan við vorum þarna giltu herlög, ef ég hefði yfirgefið bygginguna á meðan þessu stóð hefð ég farið í fangelsi, einnig ef ég hefði ekki mætt.

En já, þegar þessum fyrst fundi var lokið, var okkur vísað á herbergin okkar, sem voru ymist 4 manna eða 6 manna, ég var í 6 manna herbergi, allt voða einfalt þarna inni. settum dótið okkar inn og fengum næstu fyrirmæli...

Okkar hópur byrjaði á að taka Geðpróf, svona geð og personupróf, við vorum send í tölvustofu og þurftum að svara mörg hundruð spurningum, svipaðar og maður fær í skólan stundum; ertu einmanna, hefurður hugleitt sjalfsmorð, áttu enga vini, pissarðu í rúmið, reykjirðu, hefurðu notað hass seinustu 12 mánuði o.s.f.v.....

Ég náði nú að komast sæmilega í gegnum þetta, en eftir ca. 400 spurningar sem voru alltaf eins þá fór ég bara að ýta á nei, enda voru allir aðrir farnir út :)
Það var reyndar próf á skilningi á rituðu máli og minnispróf, ég gerði mitt besta bara og fannst ég bara ganga vel. Þetta tók einhvern rúman klukkutíma.

Eftir prófið fórum við í mat, sem var bara nokkuð góður, kjúklingur og hrísgrjón. Um eitt leitið áttum við að fara í Medical test, Læknisskoðun, þar var farið í mælingu, hæð og þyngd. ég kom vel út þar, akkúrat rétt þyngd miðað við hæð, hef reyndar þyngst um 5 kg og styðst um 1 cm, veit ekki hvernig það gerðist :) Svo var heyrnarpróf, var settur í klefa og setti á mig herynatól, var með fullkomna heyrn. Svo kom sjónprófið, fullkomin sjón fyrir utan að ég er með létta litblindu. Og þetta endaði svo á líkamsskoðun, þar var allt hlustað, blóðþrýsingur mældur, púls, liðamót skoðuð, bak skoðað, eyru, tennur og ég veit ekki hvað, allt í góðu lagi líka, þannig að ég var hæfur fyrir herinn líkamlega séð.

Svo þurftum við að bíða smá, fórum svo í einhvern sal þar sem við fengum tölvur og gátum skoða kvikmyndir úr hernum og svona, svo var meiri bið og en meiri bið, síðan fórum við í ráðstefnusalinn aftur og þar var talað um launin sem við fengum á meðan við vorum herna, 200 kall á dag blús einvhern 2000 kall fyrir daginn sem við fengum greitt frá ríkinu, einnig var farið yfir allar reglur aftur og svona, svo var kvöldmatur.

Eftir kvöldmat fórum við á fund við yfirlækninn og geðlækninn eitt í einu, þar fengum við að vita hvort við værum hæf til hermennsku, þú gast verið þrennt, Hæfur, almannavarnir eða óhæfur, þeir sem eru óhæfir fara í samfélagsþjónustu, og þeir verstu strax heim. það fóru 3 úr hópnum heim eftir þennan fund, voru víst of geðveikir, flestir voru geðveikir eða líkamlega ekki hraustir og fóru því í samfélagsþjónustu. Læknirinn sagði að ég var fullkomlega hraustur og geðlæknirinn sagði að ég væri líka í lagi, og kom henni á óvar hversu vel mér gekk í leskilningi, þar sem ég skildi ekki mikið :)

Eftir þennan fund voru aðeins 6 af 28 sem voru hæfir til herþjónustu, hehe, og flestir voru bara að þykjast vera geðveikir til að sleppa við herinn.

Svo lá leiðinn næst í greindarpróf og personuleikapróf, greindarprófið var skipt í tvo hluta, orðaskilningur og form myndir. Ég skildi voða lítið í þessu orða hluta þar sem þetta voru allt svona flókin og sjaldgæf orð á þýsku, en í form hlutanum gékk mér mjög vel, úrkoman var að ég var yfir meðallagi, tel það gott miðað við að í orðahlutanum var ég með 5 rétt af 30 :) Veit ekkert hvernig gékk í personuleikahlutanum, en hann gekk út á að segja hvað maður myndi gera við ákveðnar aðstæður, t.d ef þú ert í lest og einhver sest á móti þér: a: talar þú við hann af fyrra bragði, því þér fynndt gaman að kynnast nýju fólki. b: talarðu við han ef hann talar við þig af fyrra bragði c: hefurðu engan áhuga á að tala við hann. Þetta voru einvherjar 40 svona spurningar.

Þegar þessu var lokið höfðum við pásu frá 21:00 til 22:40 og þá var seldur bjór, annars var áfengisneysla stranglega bönnuð og kastaði það fangelsisvist að neyta áfengis á öðrum tímum :)

klukkan 23:00 voru ljós slökkt og allir fóru að sofa.

Við vöknuðum kl. 6:00 fórum í íþróttaföt og fengum okkur morgunmat, næst á dagskrá var þrekprófið. við fórum út í uppblásna íþróttarhúsið, þar biðu okkar 4 þrautir, fyrst hituðum við okkur upp, þetta virkaði þannið, við áttum að fá punkta, mest sem hægt er að fá eru 400 punktar, 260 punktar veit þér orðu fyrir afburðar þrek, en þá þarftu að hafa 65 stig að meðaltali í þrautunum 4

Okkar hópur byrjaði á boðhlaupi: þú átt að hlaupa 10 metra, taka upp prik, hlaupa til baka, setja prikið niður, hlaupa aftur og sækja annað prik og hlaupa svo til baka í gegnum markið. 9,5 sek gefa 65 punkta og 8,5 sek gefa 100 punkta. Í þessari þraut var ég ekki góður, var 10,4 sek, fekk 41 punkt.

Svo var næsta þraut, langstökk án atrennu, kannast flestir nú við það síðan úr skólaíþróttunum, 250 cm gefa 65 punkta og 292 sm gefa 100 punkta, ég náði 247 cm, 62 punktar.

"Medizinballwurf" var næst, þetta er bolti sem er aðeins stærri en körfubolt og vegur 3 kg. þú færð 3 m atrennu og mátt kasta eins og þú vilt, 12 m gefa 65 punkta og 16,8 m 100 punkta, ég náði 14,4 m og fekk 82 punkta í þessari þraut.

Seinasta þrautin var 12 mínútna hlaup, mjög einfalt, 2,775 km gefa 65 punkta og 3,5 km gefa 100 punkta, ég náði að hlaupa 2,825 sem ég er ekki nógu ánægður með og fekk 68 punkta. Ég var með 253 punkta í heildina, vantaði 7 punkta upp á orðu!!!!

Síða var farið í sturtu og maður gerði sig fínan fyrir viðtalið, en það var næst, þar var ákveðið hvað maður yrði... En ég ætla aðeins að útskýra hvað var í boði: "Kampftruppe" eða bardagasveit samanstendur af skriðdrekadeildum og fótgönguliði, það var það eina sem kom til greina hjá mér, í fótgönguliðinu eru: Grenadiers, þeir eru þeir bestu, fá mjög harða þjalfun og þú þarft að hafa 330 punkta til að komast inn, Aufklarer, það er könnunarsveit, þeir eru líka vel þjalfaðir og þurfa að geta bjargað sér sjalfir, þarft 320 punkta til áð komast þar inn. Füsilier, það eru hermennirnir, gera það sama og grenadier en eru ekki eins mikið þjalfaðir, þú þarft 260 punkta til að komast þangað, þessar sveitir eru allr þjalfaðar í návígisbardaga og allt þess háttar, svo eru miklu fleiri deildir í fótgönguliðinu eins og verkfræðingar, læknar, talstöðvakallar, bílstjórar og þess háttar, en ég hef bara ekki áhuga á því, Skriðdrekadeildin hefur eina bardagadeild og það eru Panzer Grenadier, þeir eru þjalfaðir eins og fótgönguliðið en þeir fylgja skriðdrekunum og eru fallbyssufóðrið, þú þarft 290 punkta fyrir þá. allt hitt er bara rusl fyrir mér.

Já eftir smá bið var komið að mér að fara í viðtal, Inn á skrifstofunni var eldri maður, Oberst Gysi, hann var hæstráðandi á svæðinu og er með þeim háttsettari í hernum. Hann bauð mig velkominn og fór strax að tala um ísland, var að pæli í þessu með nöfnin, af hverju allir heita son eitthvað, ég útskyrið það fyrir honum og svona, hann sá að ég myndi passa best í füsilers, en allt var fullt, grenadiers, aufklarer, pz grenis og füsilers líka, ég hélt að ég væri í djúpum skít þarna, en honum tókst að koma mér inn í füsiliers, 10 mánaðar þjalfun, þar sem ég klara alla skylduna í einu. ég ætlaði sko ekki að fara í neitt annað en bardagadeild.

Þannig að ég er Füsiler, Fótgönguliði og ég held meira að segja í vélvædda fótgönguliðinu, byrja 15. mars og er búin 7. janúar 2005.

Já þetta var nokku skemmtileg reynsla og maður kynntist fullt af skemmtilegu fóki þarna, reyndar var ég orðin soldið þreyttur eftir öll þessi próf, ég kom heim um kl 16:00 á í gær

Þannig að núna gerist ekkert mikið meira merkilegt fyrr en í mars hjá mér, jú kannski eitt, ég á nefninlega flugmiða til íslands sem gildir til september á næsta ári, en ég verð að nota hann áður en ég byrja í hernum, hmmmm, hvenær á maður að fara í frí til íslands...?

Maggi @ 19:58

mánudagur, nóvember 17, 2003

Jæja, þá er stund sannleikans að renna upp, í fyrramálið fer ég til Rüti ZH.

Þar verð ég prófaður í tvo daga og kemur í ljós hvaða hlutverki ég á eftir að gegna í hernum, hvort verður það grenadiers eða füsilier, hef bara ekki hugmynd en það verður gaman að vita, maður reynir sitt besta bara og vonar það besta.

En já, ég skrifa ekkert hérna næstu tvo daga því ég verð í burtu þannig að verið bara róleg, I'll be back!!! :)

En þangið til næst, farið bara varlega með ykkur!!!


Maggi @ 21:00

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Jæja, þetta er búin að vera ágæt helgi, og ég djammaði samt ekki neitt... Í gær fór ég á söngleik sem mér var boðið á, Space Dream heitir hann og var bara ágætur, söguþráðurinn var ekkert mikill en uppsetningin var mjög flott og það var mikill reykur og ljósashow/leysershow notað. Öll lögin voru sungin á ensku og það var talað á þýsku þannig að ég var held ég í þeim minnihluta sem skildi söngleikin vel.

En besta atriðið var í byrjun, þá voru einhverjir djassballettdansarar að dansa, allir náttla í svona extra þröngum spandex eitthvað, nema hvað að einn gaurin var með svona lítið gat á rassinum ( á gallanum sko!) og svo fór gatið að stækka eftir því sem hann dansaði meira og beygði sig, allt í einu stóð bara allur rassin út úr gallanum og gaurinn ekki í neinu undir, hann hlóp síðan út af sviðinu með skottið milli lappana í bókstaflegri merkingu, hef bara aldrei helgið eins mikið á æfinni, og flestir þarna inni líka, hehehe.

Svo skrapp ég í dag til Frauenfeld á hjólinu, til að fylgjast með "Waffenlauf" þ.e.a.s. maraþon nema að maður þarf að vera í hergalla, með bakpoka og byssu, bakpokinn verður að vera 6,5 kg með byssunni.

Það voru ansi margir sem tóku þátt, á öllum aldri, allveg upp í 70 ára gamla jaxla, einnig voru Austurrískir, þýskir og breskir hermenn með í hlaupinu...
Ég fer á næsta ári pottþétt, og ætla að hafa íslenska fánan standandi upp úr byssuhlaupinu, eins og austuríkismennirnir voru með :)

En já þetta var bara ágætis líkamsrækt í dag, hjólaði um 50 km á herhjólinu, sem er ekki með gíra, frekar þungt :)

En núna fer stund sannleikans allveg að renna upp, á miðvukudag veit ég hvað ég verð, ég hef fengið ráð hjá mörgum, og allir segja að maður verður bara að vera ákveðin í því sem vaður vill gera, ég verð semsagt að vera ákveðin í því að ég vilji vera Grenadier, bara að rífast nógu mikið og vera harður... kannski er sjens.. vona það bara.

Annars er hitt ekkert slæmt, væri bara svo töff að vera einn af þeim bestu :)



Maggi @ 15:20

Tungumál - Sprache

Deutch

Um mig

Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)


Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland

Sími: 8680546
MSN: maggragg[hjá]hotmail.com
Sendu mér póst

Bloggarar

Solla gella
Tinna
Jóhanna
Alla Rún
Jumper
Oskar og Vala
Klakinn
Björk
Konni
Sigga Fríða

Tenglar

Skotfélagið Skyttur
Myndaalbúm
Friðagæslan í Kapúl
Utanríkisráðuneytið
NordicSniper
Svissneski herinn
Hugi.is
FBSR
Íslensk síða um FFL
PoppTíví
RÚV

Gestabókin

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina (skylda!)

Spjall

Nafn

URL eða Email

Skilaboð(Broskarlar)

Annað

Það hafa heimsótt mig
síðan 2. Nóv 2003


skoða

Skjalasafn

05/11/2003 - 05/18/2003
11/02/2003 - 11/09/2003
11/09/2003 - 11/16/2003
11/16/2003 - 11/23/2003
11/23/2003 - 11/30/2003
11/30/2003 - 12/07/2003
12/07/2003 - 12/14/2003
12/14/2003 - 12/21/2003
01/11/2004 - 01/18/2004
01/18/2004 - 01/25/2004
01/25/2004 - 02/01/2004
02/01/2004 - 02/08/2004
02/08/2004 - 02/15/2004
02/15/2004 - 02/22/2004
02/22/2004 - 02/29/2004
02/29/2004 - 03/07/2004
03/07/2004 - 03/14/2004
03/14/2004 - 03/21/2004
03/21/2004 - 03/28/2004
03/28/2004 - 04/04/2004
04/04/2004 - 04/11/2004
04/11/2004 - 04/18/2004
04/18/2004 - 04/25/2004
04/25/2004 - 05/02/2004
05/02/2004 - 05/09/2004
05/09/2004 - 05/16/2004
05/16/2004 - 05/23/2004
05/30/2004 - 06/06/2004
06/06/2004 - 06/13/2004
06/13/2004 - 06/20/2004
06/20/2004 - 06/27/2004
06/27/2004 - 07/04/2004
07/04/2004 - 07/11/2004
07/18/2004 - 07/25/2004
07/25/2004 - 08/01/2004
08/01/2004 - 08/08/2004
08/08/2004 - 08/15/2004
08/15/2004 - 08/22/2004
08/22/2004 - 08/29/2004
09/05/2004 - 09/12/2004
09/12/2004 - 09/19/2004
09/19/2004 - 09/26/2004
10/24/2004 - 10/31/2004
10/31/2004 - 11/07/2004
11/07/2004 - 11/14/2004
11/21/2004 - 11/28/2004
11/28/2004 - 12/05/2004
12/19/2004 - 12/26/2004
01/09/2005 - 01/16/2005
01/16/2005 - 01/23/2005
02/20/2005 - 02/27/2005
02/27/2005 - 03/06/2005



This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

.