Handsprengjur eru yndisleg fyrirbæri, allavega þessar æfingarhandsprengur, sem eru bara með sprengiefni. Á föstudaginn kastaði ég tvem :) Hópurinn stóð allur í svona steynsteyptu skýli, sem var opið að framan, og svona 50 m frá bakvið skýlið var handsprengjusvæðið.
Einn fór í einu með tvær handsprengjur bakvið skýlið, svo heyrði maður þegar það var kallað varuð handsprengja, svo kom líka þessi langi og þungi dynkur BOOM!!! og skýlið nötraði og skalf... Þetta var bara töff. Svo kom að mér, fekk tvær handsprengjur og labbaði út, maður var ansi spenntur. Svo sýnid æfingastjórinn mér hvar skotmörkinn væru, Eitt var 1 meter frá mér hinumeginn við múrinn, þetta var svona spíta með spjaldi á, svona einskonar karl. Maður gerði allt eins og var búið að kenna mann, tók handsprengjuna upp, kíkti yfir múrinn, tók pinnann út, kastaði henny yfir múrin og svo niður með hausinn.
BOOOOMM!! jörðin skalf og það ringdi mold og braka yfir mig, þetta var bara geggjað. Maður var alltaf að reyna að gera góða kínverja áðurfyrr en það er ekkert sem getur jafnast á við 120 gr af sprengiefni sem springur 1m frá manni. Svo Hlupum við á næsta stað sem var ekki bak við múrinn heldur lítil hæð sem var næsta skjól, kannski svona halfur metri á hæð og skotmarkið var í ca. 10 m fjarlægð, það gerði ég það sama, kastaði sprengjunni, hún lenti við hliðina á skotmarkinu en rúllaði í burtu, svo var bara farið í skjól, núna fann maður þrystibylgjuna! þetta er bara klikkað gaman... Skotmörkin tættust í sundur, og við þurftum að tína leyfar úr trjám sem voru ca. 50 metra í burtu... Einnig voru svona 40-50 cm djúpir gígar eftir handsprengjurnar.
Skrifa meira fljótlega...
Maggi @ 13:16
föstudagur, apríl 09, 2004
Jæja, maður er bara kominn í páskafrí og alles, enda er ég búin að sofa í allan dag... En þessi vika var bara geggjuð, við köstuðum handsprengum, skutum helling, skutum af grenade launcher, æfðum á panzerfaust og lærðum löggæslutækni, við fengum skothelt vesti, keflar hjálm og handjárn og svona dót... ég lýsi þessu betur öllu yfir páskana, en núna er ég að vinna í að setja upp nýtt albúm sem er einfaldara og betra en það gamla, en það er hérna og þakka ég Kjarra fyrir aðstoðina og hýsinguna Maggi @ 18:27
sunnudagur, apríl 04, 2004
Jæja, verður maður ekki að segja frá þessari viku svo folk geti sett þessar myndir í samhengi. Mánudagurinn fór í að skjóta af rifflinum, við skutum Halfsjalfvirkt, 3- burst og sjalfvirkt, það er nokkuð gaman að dúndra 10 skotum í einni bunu út úr rifflinum, en maður hittir ekki mikið, við vorum á 10 metra færi og skutum á svona A3 skotmark, og maður náði ekkert að hitta öllu þangað...
VIð æfðum líka mikið á panzerfaustið, bæði með módel af því, og svo útgáfu sem skýtur ljósspori, semsagt maður sér hvar skotið fer, eins og í bíomyndum, þar sem byssukúlan lýsir, ég var nokkuð góður í þessu, enda líka nokkuð gaman.
Handsprengjur voru líka ofarlega á lista þessa vikuna, við köstuðum svokölluðum Mark handsprengjum, sem eru bara með lítin kínverja inní sér, en virka að öðru leiti eins og alvöru, Svo var þessu öllu blandað saman og við fórum tveir saman, með riffillin og handsprengju, og annar skaut og hin kastaði handsprengju, það var kikk! Einnig vorum við að skríða með þessi panzerfaust út um allt, það er hrikalegt, að skríða með meira en 17 kg í fanginu, og þessi 17 kg eru ekkert það besta sem er hægt að skríða með.
Það var líka fullt af sporti, sjalfsvörn, hreinsa og pússa, skyndihjálp, próf um riffilin og handsprengjurnar, sem ég náði að standast. Verkleg próf í að skjóta og kasta handsprengjum, stóðst það líka með stæl. Æfingar í eiturefnavörnum, æfðum að setja á okkur gasgrímu á innan við 10 sekundum og á félaga á innan við 30 sekúndum, og svo "Zugschule" eða semsagt að ganka í takt og þessir hlutir.
Á föstudaginn var svo skóla "inspektion" þá var allt prófað sem við vorum búin að læra og þeir bestu fengu að fara heim á föstudagskvöldinu og þeir sem féllu þurftu að vera laugardaginn á stöðinni, þetta var stress, það var allt gefið og ég stóð mig nokkuð vel fyrir utan smá óhöpp, fyrsta var að setja gasgrímu á félaga, ég lenti á foringjanum mínum, og hann hafði ekki stillt sína grímu á sig þannig að ég náði ekki að setja hana á hann, var soldið pirraður, og svo var ein spurning um eitthvað sem við vorum ekki búnir að læra, sem dró mig frekar mikið niður... Ég komst ekki heim á föstudagskvöldinu, en ég fór bara í staðin á laugardagsmorgunin, ég stóðst allt sem betur fer.
Svo er búið að setja upp listan yfir þá sem halda áfram, og ég er ekki á honum!!! Ég spurði út í þetta og foringjinn minn skildi þetta ekki, og þetta er í athugun, allavega er ég með meðmæli hans, en þetta kemur allt í ljós, ef ég fæ að halda áfram fer ég á aðra herstöð í 7. viku og verð 15 vikur lengur í herþjónustu, annars er ég bara búin í janúar.
En svo að þið vitið þá er pósthús hérna, og ég hef alltaf gaman að því að fá pakka, sérstaklega með hlutum eins og t.d. Harðfisk, harðfisk, harðfisk, harðfisk, Draum, Rís, Prins-pólo, doritos snakk og ostasósu, malt og appelsín, lakkrís, íslenskan bjór eins og Thule, lindu buff, orka, söl, þristur, Opal og harðfisk (Eyrarfisk auðvitað) og svo náttla bara nota hugmyndaflugið... Þetta er í rauninni mjög auðvelt, þið verslið varninginn, kaupið svona tilbúin gulan pakka hjá póstinum, setjið varninginn í pakkan og lokið, skrifið svo utan á pakkan: Rekr Ragnarsson Magnús - Kp 1, Zug Eberhard - Inf DDS 14-1 - Kaserne - 5001 Aarau - Swiss. Adressan er líka hérna til hliðar, svo er bara að senda, gerist helst reglulega svo ég verði ekki uppiskroppa með byrgðir, t.d. einn pakki á viku, eða einn á mánuði er líka gott, en þá verða allir að senda á mismunandi tímum svo að ég fá nú varning reglulega ;)
EN ég vona að ég fá fleirri frí núna, svo ég komsit á netið einhverstaðar, já og að ég finni netkaffi einhverstaðar líka...
En næsta vika verður spennandi, þá köstum við virkri handsprengju, og jafnvel fleirri en einni, skjótum meira, lærum á 40 mm sprengjuvörpu, og sjónaukariffillin, ásamt meiri kennslu á riffillin og panzerfaust og allt hitt.
Maggi @ 15:14
Tungumál - Sprache
Um mig
Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)
Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland