Ég ætla að byrja á því að setja sýna ykkur panoramamyndina mína í quicktime format, sjáið hérna.
En seinasta vika var mjög spennandi og skemmtileg, við æfðum íþróttir alla vikun fyrir her-íþróttamót, VIð hlupum og skutum á 300 metra standi, nánast alla vikuna, nema ég og aðrir 5 heppnir fengum sérverkefni, Við vorum sendir til Vallis, en það er eins langt í burtu og hægt er hérna í sviss, við áttum að aðstoða við að kynna lífverði svissneska hersins, en það voru þýskir hershöfðingjar hérna, ég fekk aðalhlutverkið, að leika VIP'inn :)
Við fórum á fólksbíl frá hernum, keyrðum í rúma 3 tíma, hittum liði, fengum lykil að hótelherbergi og höfðum allt kvöldið fyrir okkur, keyptum náttla smá bjór, hvítvín, rauðvín, rósavín og martíní til að láta far vel um okkur það kvöldi, einnig smá snakk, svo gerðum við okkur bara glaða stund. Um morgunin hittust allir á herstöð sem var byggð einhvernveginn inn í fjallshlíð, þarna voru þeir bestu þeirra bestu, lífverðir hersins, en þetta eru þeir sjá um að verna mikilvægust menn og gesti landsins, en það eru bara 12 hérna í sviss sem hafa staðist þessa þjalfun, og þeirra hlutverk núna var að passa MIG :)
Þeir komu á flottum bílum, Benz 430 E með brynvörn, tvemur Volvo V70 sem eru öryggisbílar, sitt hvoru meginn við Bensann og svo Bens smárútu fyrir þungvopnaða sveit. Fyrst löbbuðum við yfir plan, það voru 4 í kringum mig, svo kom einn sem ætlaði að hlaupa í mig, tveir lífverðirnir löbbuðu með mig inn í hús og hinir tóku vonda karlinn í gegn. Næst var að fara úr húsinu í bílin, þetta var allt eins og´úr bíomynd, lífverðir bandaríska forsetans, allt mjög pró, eftir nokkra hringi í bílalestinni var ráðist á hana, lítill sendiferðabíll keyrir í veg fyrir lesina og út stökkva þrír vopnaðir menn og byrja að skjóta á hana, fyrsti volvóin snarhemlar og út stökkva fjórir menn í jakkafötum og byrja að skjóta á vondu kallana úr skammbyssum, aftari volvoinn tekur frammúr bensanum og keyrir á milli fyrsta volvosins og bensans til að gera hlífðarskjöld fyrir bensan, strax á eftir kemur smárútan frammúr og úr henni stökkva fjórir þungvopnaðir hermenn, með velbyssur og haglabyssu og rústa vonduköllunum, um leið og smárútan tekur framúr, bakkar bensinn og snýr við, brunar svo í burt og Volvo nr. tvö á eftir.
Svona var þetta í stuttu máli, við æfðum þetta nokkrum sinnum en þetta var mjög gamana að sjá og að fá að taka þátt í þessu, því miður mátti ekki taka myndir, allavega ekki af personum, en ég tók örfáar af bílunum og svona.
Á föstudaginn var þetta mót, þar var kept í Skotfimi, hlaupi, þrautabraut, Hjóli og að kasta handsprengjum :) Veit ekki hvar ég lenti...
En á morgun förum við að hreinsa upp skotsvæði, leita af virkum sprengjum og merkja þær, og svo ef maður er heppin fá sprengjusérfræðingarnir að gera bompurnar óvirkar, en bara kannski, annars að horfa á.