*
*
*
*

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Ég var að gera lítið video, bara svona fikt. myndband sem ég tók seinasta föstudag og heitir The Duel. Veit ekki hvað ég á að segja um það, en þetta var svona þraut sem við áttum að gera, var enginn keppni, en maður átti að hitta seinustu 5 skotunum í 15 cm bullseye á 30 metrum, og það voru bara tveir sem náðu því, Ég og Simic, þannig að við ákváðum að taka tíman líka og já hvað kæmi út. Hérna getið þig sótt videoið.
Stórt Video (16 mb) - Lítið Video (5 mb) Góða skemmtun :)

Maggi @ 15:01

Þá er enn ein vikan liðin, þetta líður svo hratt, en það er bara gott mál, maður er farinn að sakna nútímasamfélagsins Ísland, þar sem maður getur borgað með kortum, borðað skyndibita fæði í meira úrvali en McDonalds og enginn er að lofa nýjustu uppfinningunni, Örbylgjupoppi :)

Jamm svona er það, Svisslendingar eru mjög Íhaldsöm þjóð, þier eiga nóg pening, eru mjög færir í því sem þeir gera, en eru alltaf mjög tregir að taka upp nýjungar... Þeir eru reglusamir, vingjarnlegir, fara snemma að sofa, líka um helgar, og eru eiginlega á móti öllum nýjungum, tískan er einu til tvemur árum á eftir Íslandi, það sem var í tísku fyrir tvemur árum heima, er núna hérna... Fólkið hérna er líka mun smámunasamra ein heima, það er allt sem stressar það, það er alltaf nöldrandi, (segi ekki að íslendingar séu nú skárri í þvi). Það passar upp á hvern aur, er mjög ríkt fólk, en samt notar það ekki peningin eins og við, Svisslendingar þurfa ekkert það nýjasta alltaf...

En Rússarnir, eða það eru frönskumælandi Svisslendingarnir kallaðir hérna, Í hernum eru þeir alltaf til vandræða, gera ekkert, en þegar eitthvað mikið er að gerast, þegar þarf að taka á því, eru þeir alltaf bestir, svo sá ég það allt í einu, þeir eru eins og íslendingar! Þeir eru eins og við á djamminu, byrja seint, hætta seint, nöldra, rífast, eru dónalegir, drekka mikið, eru ekki stundvísir, ekki svo reglusamir, en þegar þarf að gera eitthvað gera þeir það með stæl, þeir eru líka nýjungagjarnir með meiru, já, mjög líkir íslendingum.

Þegar við vorum í gæslu á einni sýningu í frönskumælandi sviss, voru þýskumælandi svissarar að tala um hvað þeir væru miklir ruddar þessir rússar, byrja einhverntíman seint að djamma, kunna ekki að drekka, eru bara ofurölvi hér og þar, alltaf að slást og voru bara hneikslaðir, þótt " rússarnir" séu ekkert samanborið við íslendinga. Svo eru líka fallegustu stelpurnar í Sviss í þessum hluta... Það er bara allt of margt sem bendir í sömu átt... Eru frönskumælandi Svisslendingar afkomendur Íslenskra Víkinga?????

En nóg komið af svona kenningum, ætti að fara að segja frá vikunni, sem var einnig mjög áhugaverð, á mánudeginum var bara svona löggukennsla, ekkert nýtt þannig séð, hvernig að að bera sig að við venjulegt fólk, athuga skilríki og þess háttar, bæði fótgangandi og akandi, svo hvernig ætti að bera sig að við hættulegt fólk, skipa þvi fyrir, handjárna það, leita á þvi, einnig bæði gangandi og á farartæki.

Á þriðjudag var meira áhugavert, við fórum fyrst á námskeið í brunavörnum, kláruðum 40 slökkvitæki af öllum gerðum og slöktum soldið í eld, bara svona slökkvitækjakennsla, en samt gaman, eftir hádegi fórum við að skoða varnir svisslendina, eða svona brot af því, og það er vægast sagt mjög mjög mjögmerkilegt.
Efast um að það sé nein önnur þjóð búin að eyða og byggja svona mikið í varnar miðað við höfðatölu í heiminum. Við vorum á svæði sem var við landamæri Austuríkis og Lichtenstein, fyrst voru okkur sýndar svona járnkongulær, þetta eru svona þrjar stengur sem mynda svona kross, en þetta eru skriðdreka hindranir, hver kross vegur um 500 kg og þetta er sett yfir járnbrautarteina og svoleiðis dót. svo sá maður allt í einu varnarlínuna, hún var öll í grasi og svona, en þegar betur var að gáð, var inn í runna svaka steypuvirki, svona klossar sem ekki séns er að komast yfir.

Allir vegir sem fara í gegnum línuna eru með lokum þarna, og þar er hægt að setja járnstengur í þannig að þessi lína er algjörlega held, allir vegir eru lokaðir, tún og akrar, teinar, og efnið er allstað til staðar, raðað upp við hliðin á vegunum og járnbrautarteinunum. Svo eru fallbyssur hinumegin við línuna, faldar inn í fjöllum sem hafa alla línuna í sigti, þannig að þegar óvinurinn kemur, þarf hann ekki aðeins að komast yfir þessar hindranir, heldur einnig að lifa af svaka stórskota árás og nákvæm skriðdrekaskot, þeir hafa meðal annars skriðdrekaturna inni og utan á fjöllum og hólum þarna.

Svo kíktum við á brýrnar þarna, en allar brýr í sviss eru svo útbúnar að annaðhvort er hægt að sprengja þær strax eða innan 24 tíma, þær eru hannaðar með þetta í huga, og sumar eru með sprengiefni inn í sér alltaf. Við kíktum á eina sem á að vera tilbúin innan 24 tíma, hún er með hurð, þar sem maður kemst inn í hana, þarna eru holur til að setja sprengiefni í, og ekki lítið magn, nokkur hundruð kíló, svo undir henni eru svona rör til að leggja sprengisnúrurnar inn í, og festingar fyrir sprengiefni, við fengum á sjá fullt af skjölum, allt leynilegt, og máttum ekki taka myndir, en ég gerði það ekki heldur... en já, þetta er magnað.

Svo á eftir fórum við í eitt af þúsundum byrgjum, semsagt inn í fjall, fyrst fórum við inn í svona litla herstöð, en þarna er plás fyrir 300 mannst til að sofa, með kennslustofum og öllu, já öllu, og allt nýtískulegt, ca. 300 metra inn í fjalli, tók nokkrar myndir þar, veit ekki hvort ég mátti það, og svo fórum við í annað byrgi sem er fyrir eina 12 cm sprengjuvörpu, en í einhverri brekku er svona lok ofaná, sést bara að ofan, en þar koma skotin út, við fórum inn í þetta virki, þetta er bara ótrúlegt, löng göng inn í fjallið, þarna er svefnplás fyrir 50 manns, og bara mjög flott, rafstöð, eldhús, 150.000 lítra vatntankur, vopnageymsla og svo sprengjuvarpan, en hún er eitt af meistarasmíðum Svisslendinga, tvíhleypt 12 cm sprengjuvarpa (mortar) sem skýtur 20 skotum á mínútu og er gríðarlega nákvæm, getur skotið reyk, ljósi, venjulegum sprengjum, "kluster" sprengjum, sem dreyfa fullt af litlum sprenjum yfir stórt svæði og svo laserstýrðum skriðdrekasprengjum. og drekur 9 km.

Veit ekkert hversu mikið ég má segja, en ég held að þetta sé svo sem ekkert mjög leynilegt, þar sem Svisslendingar eru að leggja þetta í stórum stíl niður, og svo eru þessi vopn ekkert svo leynileg lengur, en þið getið allavega gert ykkur grein fyrir hvernig það sé að reyna að ráðast á Sviss, fyrst þurfið þið að komast í gegnum allar þessar hindranir, sprengjuárásir frá fjöllunum, síðan að komast yfir árnar, eftir að bryrnar eru sprengdar, svo meiri árásir úr fjöllunum, svo herinn sjalfan sem er gríðarlega stór miðað við landflæmi sem hann þarf að verja, út af fjöllunum er allt í "flöskuhálsum" þar sem óvinurinn þarf að fara um þröng svæði og auðvelt er að sitja um, svo koma svissneksu hermennirnir, allir karlmenn vopnaðir og afbragðskýttur, ef það brestur hleypa þeir Rín yfir landið, en þeir eru með búnað til þess, svo eru þeir líka með nokkrar stíflur til að sprengja... og ef einhver segir að þá gera óvinurinn bara árás úr lofti eru Svisslendingar með bestu loftvarnir í heimi undir 10.000 m :)

En nóg af þessu, Miðvikudagur fór aðalega í smá Bardagatækni, svokallaða TAI, sem er frönsk tækni sem flestir herir nota í dag, aðalega sérsveitir, fimmtudagur var eiginlega ekkert nema íþróttir og svona, og föstudagurinn fór í að skjóta alland dagin, og prófa nýtt vopn, nefninlega H&K MP5 :) Gamað að fá að prófa svona frægt vopn loksins, mjög svipað og okkar riffill, nema náttla mikið minni, og léttari, og svo eftir að vera nýbúin að skjóta af okkar, var þetta eins og prump sem kom úr henni, en skildi náttla eftir mikið stærri holur :)

En þið verðið bara að kíkja á myndaalbumið



Maggi @ 12:38

Tungumál - Sprache

Deutch

Um mig

Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)


Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland

Sími: 8680546
MSN: maggragg[hjá]hotmail.com
Sendu mér póst

Bloggarar

Solla gella
Tinna
Jóhanna
Alla Rún
Jumper
Oskar og Vala
Klakinn
Björk
Konni
Sigga Fríða

Tenglar

Skotfélagið Skyttur
Myndaalbúm
Friðagæslan í Kapúl
Utanríkisráðuneytið
NordicSniper
Svissneski herinn
Hugi.is
FBSR
Íslensk síða um FFL
PoppTíví
RÚV

Gestabókin

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina (skylda!)

Spjall

Nafn

URL eða Email

Skilaboð(Broskarlar)

Annað

Það hafa heimsótt mig
síðan 2. Nóv 2003


skoða

Skjalasafn

05/11/2003 - 05/18/2003
11/02/2003 - 11/09/2003
11/09/2003 - 11/16/2003
11/16/2003 - 11/23/2003
11/23/2003 - 11/30/2003
11/30/2003 - 12/07/2003
12/07/2003 - 12/14/2003
12/14/2003 - 12/21/2003
01/11/2004 - 01/18/2004
01/18/2004 - 01/25/2004
01/25/2004 - 02/01/2004
02/01/2004 - 02/08/2004
02/08/2004 - 02/15/2004
02/15/2004 - 02/22/2004
02/22/2004 - 02/29/2004
02/29/2004 - 03/07/2004
03/07/2004 - 03/14/2004
03/14/2004 - 03/21/2004
03/21/2004 - 03/28/2004
03/28/2004 - 04/04/2004
04/04/2004 - 04/11/2004
04/11/2004 - 04/18/2004
04/18/2004 - 04/25/2004
04/25/2004 - 05/02/2004
05/02/2004 - 05/09/2004
05/09/2004 - 05/16/2004
05/16/2004 - 05/23/2004
05/30/2004 - 06/06/2004
06/06/2004 - 06/13/2004
06/13/2004 - 06/20/2004
06/20/2004 - 06/27/2004
06/27/2004 - 07/04/2004
07/04/2004 - 07/11/2004
07/18/2004 - 07/25/2004
07/25/2004 - 08/01/2004
08/01/2004 - 08/08/2004
08/08/2004 - 08/15/2004
08/15/2004 - 08/22/2004
08/22/2004 - 08/29/2004
09/05/2004 - 09/12/2004
09/12/2004 - 09/19/2004
09/19/2004 - 09/26/2004
10/24/2004 - 10/31/2004
10/31/2004 - 11/07/2004
11/07/2004 - 11/14/2004
11/21/2004 - 11/28/2004
11/28/2004 - 12/05/2004
12/19/2004 - 12/26/2004
01/09/2005 - 01/16/2005
01/16/2005 - 01/23/2005
02/20/2005 - 02/27/2005
02/27/2005 - 03/06/2005



This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

.