*
*
*
*

sunnudagur, júní 27, 2004

Núna er 15. viku lokið og ef ég hefði verið í herskólanum sem var hálfu ári á undan væri ég búin með þjalfunina núna, en það eru nokkrar vikur eftir. En já, við erum fluttir á annan stað, og þetta er soldið öðruvísi en hótelið í Aarau, hérna erum við inn í miðju þorpi í tækjahúsi sem bærin á, sofum í svona kojum í svefnpoka, höfum enga skápa til að geyma personulega muni, og það eina sem við getum notað fyrir personulegt dót er taskan okkar. Við borðum í öðru húsi annarsstaðar í bænum, og þar sem við erum er girt af og vaktað af myndavelum og vopnuðum hermönnum.

Þetta er engu að síður mjög skemmtilegt hérna, Mánu og þriðjudagurinn fóru í að setja upp öryggiskerfi í kringum tækjalagerinn hjá hernum, ég var svo heppin að vera með í því teymi sem setti það upp, en þetta er ekki eðlilegt kerfi, það eru myndavelar allan hringin, hreyfiskinjarar á girðingunni, örbylgjugeislar innan við gyrðinguna, ásamt inrauðum hreyfiskynjurum og segulsviðsgirðingar sumstaðar, til að komast inn eru fingrafaralesarar og allt í þessum dúr, þetta er eins og úr framtíðarmynd eða Mission impossible.

Á Miðvikudaginn var stór æfing sem tók allan daginn og var allt kompanýið í henni, þetta var bara ein hernaðaraðgerð sem tók dag, og er svona nokkurnvegin það sem maður myndi upplifa ef stríð væri í gangi, það var ráðist á lestina okkar og svo var sett upp sjúkraaðstaða, og viðbragðsvæði og þessháttar. Ég var aftur í vettvangstjórninni, en það var bara mjög gaman að geta fylgst með því sem var að gerast heldur en að liggja einhverstaðar með byssuna og vita ekkert hvað væri að gerast í rauninni.

Fimmtudagurinn fór í að æfa fyrir föstudaginn, en okkar deild fekk það hlutverk að sýna æðsta manni hersins hérna í sviss æfingu hjá okkur, við æfðum bara eitt atriði þar sem við áttum að ráðast á skriðdrekalest, vorum með panzerfust, handsprengjur og önnur vopn, það var bara mjög gaman, skutum helling og svona. Svo kam karlinn á föstudaginn með þyrlu, lenti, við byrjuðum æfinguna og svona, svo var hann bara farinn aftur áður en hún var búin, hafð bara ekki nóg tíma til að sjá þetta allt.

En þetta verður bara spennandi næstu vikurnar hérna, við erum búnir að fá nýjan Kaptein, og hann er mikið strangari en sá gamli, ekki æa slæman hátt en bara við þurfum að stressast aðeins meira, aðalega í því að hafa herbergin í röð og reglu, en það er búið að vera svona eins og það kallast hérna herbergisnauðgun seinusu daga, okkur er sagt hvernig allt á að vera í herberginu, við gerum það soleiðis, svo fer einhver að skoða og rífur allt niður og þá á allt að vera allt öðruvísi. en þetta kemur vonandi bráðlega, alltaf að raða öllu aftur, eins og við höfum nú mikið pláss þarna.

Svo skellt ég mér í gær á útihátið hérna í Frauenfeld, var bara ágætt, góð stemning, svona í áttina að þvi sem er á þjóðhátið, nema hérna voru um 40.000 manns og svona, Pink og Cypress hill voru aðalshowið, en hérna voru varðeldar út um allt og svo var fólk bara með hálmbagga inn í tjöldunum og svona, hef aldrei séð það fyrr, og get ekki ímyndað mér að það sé svo gott að sofa í hálmi, hlýtur að klæja rosalega. En það eru nokkrar myndir komnar inn eftir síðust viku, samt ekki svo margar, en vona að ég hafi meiri tíma þessa viku...



Maggi @ 15:04

Tungumál - Sprache

Deutch

Um mig

Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)


Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland

Sími: 8680546
MSN: maggragg[hjá]hotmail.com
Sendu mér póst

Bloggarar

Solla gella
Tinna
Jóhanna
Alla Rún
Jumper
Oskar og Vala
Klakinn
Björk
Konni
Sigga Fríða

Tenglar

Skotfélagið Skyttur
Myndaalbúm
Friðagæslan í Kapúl
Utanríkisráðuneytið
NordicSniper
Svissneski herinn
Hugi.is
FBSR
Íslensk síða um FFL
PoppTíví
RÚV

Gestabókin

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina (skylda!)

Spjall

Nafn

URL eða Email

Skilaboð(Broskarlar)

Annað

Það hafa heimsótt mig
síðan 2. Nóv 2003


skoða

Skjalasafn

05/11/2003 - 05/18/2003
11/02/2003 - 11/09/2003
11/09/2003 - 11/16/2003
11/16/2003 - 11/23/2003
11/23/2003 - 11/30/2003
11/30/2003 - 12/07/2003
12/07/2003 - 12/14/2003
12/14/2003 - 12/21/2003
01/11/2004 - 01/18/2004
01/18/2004 - 01/25/2004
01/25/2004 - 02/01/2004
02/01/2004 - 02/08/2004
02/08/2004 - 02/15/2004
02/15/2004 - 02/22/2004
02/22/2004 - 02/29/2004
02/29/2004 - 03/07/2004
03/07/2004 - 03/14/2004
03/14/2004 - 03/21/2004
03/21/2004 - 03/28/2004
03/28/2004 - 04/04/2004
04/04/2004 - 04/11/2004
04/11/2004 - 04/18/2004
04/18/2004 - 04/25/2004
04/25/2004 - 05/02/2004
05/02/2004 - 05/09/2004
05/09/2004 - 05/16/2004
05/16/2004 - 05/23/2004
05/30/2004 - 06/06/2004
06/06/2004 - 06/13/2004
06/13/2004 - 06/20/2004
06/20/2004 - 06/27/2004
06/27/2004 - 07/04/2004
07/04/2004 - 07/11/2004
07/18/2004 - 07/25/2004
07/25/2004 - 08/01/2004
08/01/2004 - 08/08/2004
08/08/2004 - 08/15/2004
08/15/2004 - 08/22/2004
08/22/2004 - 08/29/2004
09/05/2004 - 09/12/2004
09/12/2004 - 09/19/2004
09/19/2004 - 09/26/2004
10/24/2004 - 10/31/2004
10/31/2004 - 11/07/2004
11/07/2004 - 11/14/2004
11/21/2004 - 11/28/2004
11/28/2004 - 12/05/2004
12/19/2004 - 12/26/2004
01/09/2005 - 01/16/2005
01/16/2005 - 01/23/2005
02/20/2005 - 02/27/2005
02/27/2005 - 03/06/2005



This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

.