*
*
*
*

laugardagur, apríl 24, 2004


Núna eru myndirnar komnar inn á albúmið en þar eru myndir frá senustu viku, þar sem við vorumað læra að sprengja. Til að æfa vorum við með æfingarsprengiefni, sem er allveg eins og alvöru nema bara grátt í staðin fyrir hvítt, og kveykiþræðirnir svona gulleytir, en á föstudaginn fengum við alvöru efni í hendurnar, TNT og plastsprengiefni sem svipar til C4 en er öflugra.

Plastið er hvítt og er eins og leir (1 kg kubbur og 100 gr túbur) , maður getur hnoðað það til, hoppað á því, kveykt í því og hvað sem er og það gerist ekki neitt, það þarf hvellettu til að sprengja það eða rafneista, og TNT eða Trotyl er í kubbum sem eru 200 gr og maður getur ekki formað það til, við lærðum að reikna út hversu mikið þarf til að sprengja ákveðna hluti og svo að koma því fyrir og setja kveykjibúnað upp, en við lærðum einungis á Pyroteknik eða kveykibúnað sem notar eld.

Á fimmtudaginn var verkefnið að búa til sprengjuhleðslu með alvöru sprengiefni, allir fengu svona tréklump til að sprengja, og ég fekk bara einhvern titt, sem þurfti bara 80 gr af sprengiefni, ég setti samt 100 gr, sumir voru með rúmt kílo á sinum drumbum. Svo var þetta búið og var tjaldað og sofið úti á æfingarsvæðinu, það var vakt alla nóttina og við skiptumst á að vakta, ég var frá kl 10:00-11:00 og 4:00 - 5:30, það var fínt, hlítt og bara ágætt... Svo þurftum við að raka okkur, sem er ekki svo gott með köldu vatni og engan spegil.

Nú var byrjað að sprengja, það fóru alltaf sex saman upp að sprengja, og svo koma að mínum hóp, fundum stað fyrir bombuna, ég var númer 6 sem þyddi að ég kveykt seinastur í bombunni minni, svo var byrjað, fyrsti kveykti í sinni og svo næsti, og svo seinast ég, þá var labbað í skjól og beðið. 1 minútu seinna sprakk fyrsta bomban, 5 sek seinna næsta og svo koll af kolli þangað til sú seinasta sprakk, en þetta var bara flott, handsprengja hvað... þetta var alvöru, höggbylgja, hvellur, rignandi brak.
Við þurftum að hafa munnin opin svo við myndum ekki skaða eyrun eða lungun útaf þrystibylgjunni, það var samt meira í svona öryggisskyni. Spítan mín hvarf allveg og hjá flestum var ekkert eftir nema hola. Í lokin var svo restin af sprengiefninu sprengd, eða nokkrar 2 kg hleðslur, en það var bara magnað, fyrst stóðum við í 400 m fjarlægð án heyrnahlífa, nokkuð flott og ágæt bylgja, svo stóðum við í 200 metra fjarlægð með heyrnarhlífar, og vá... hvernig ætli svona 500 kg sprengja sé!!!



En já, þetta er bara brot af því sem var gert þessa viku þótt þetta stendur vissulega uppúr, en núna ætla ég að drífa mig til frauenfeld að fá mér nokkra bjóra...
Maggi @ 17:28

föstudagur, apríl 23, 2004

Það er bara búið að vera geggjað í dag og í gær, við sprengdum og sprengdum, það voru tvö skrifleg próf og eitt verklegt... fyrsta verklega prófið stóðst ég með 10 :) en það voru bara 2 með tíu. Svo var verklegt próf, við fengum verkefni til að sprengja, ég fekkk einhvern skítaplanka, var með minnstu hleðsluna af öllum :( ég þurfti einhver 50 gr af sprengjiefni útreiknað, en notaði 100 gr, stærsta bomban var 1,7 kg. Þessi planki hvarf! Þetta próf stóðustm allir, svo var próf í dag og ég veit ekki niðurstöðuna, enmðer gegg vel held ég, en ég heyrði að einn þriðji féll, en það kemur í ljós í næstu viku eða á morgun...

En þar sem ég er í tímaþröng skrifa ég á morgun alla söguna og skelli myndum inn og videoi :) bless á meðan.
Maggi @ 20:23

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Meira baslað í dag, bara gaman og á morgun verður sofið úti í skógi og svona skemmtilegheit... þannig að næst verður skrifað á föstudagskvöldið... en núna er ég búin að pakka og gera allt tilbúið fyrir morgundaginn og er að fara að sofa... bið að heylsa ;)
Maggi @ 20:05

Jybbí, þetta er bara gaman, vorum í gær að læra að reykna út hversu mikið sprengiefni þarf til að sprengja hitt og þetta, og svo var baslað með gerfisprengiefni og svona, það sem við erum að læra núna er svona kveykjiþráðatækna (pyrotechnic) og svona. Þetta e mjög rólegt, höfum mikið af pásum og góður andi, í gær var aftur ausgang, og svo verður í kvöld líka, en ég held að ég verði í lyftingarsalnum í kvöld, þar sem bjór þrisvar í viku er ekki hollt...

En það verður framhald í dag á þessu, við böslum og lærum því það verður lokapróf á föstudag og þar verður maður að standast. Hafið góðan dag :)
Maggi @ 04:26

mánudagur, apríl 19, 2004

Jæja, bara geggjað í dag, í morgun var 15 km marsch, það var bara svona eins og léttur göngutúr, mjög fínt til að byrja daginn á. Svo eftir hádegi byrjaði sprengjuþjalfunin hjá mér... Öll helstu tæki voru kynnt og öryggisreglur kenndar, næstu viku verð ég bara að læra að sprengja, og á fimmtudagin sofum við úti og á föstudag verður sprengt.

Núna er ég að fara í Ausgang, aðeins að fá mér bjór... ;)
Maggi @ 16:32

sunnudagur, apríl 18, 2004

Jæja, ég er kominn á stöðina og er tengdur í gegnum farsímann minn, bara flott, þannig að þið getið núna fylgst með mér alla vikuna, góða nótt...
Maggi @ 21:10

Tungumál - Sprache

Deutch

Um mig

Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)


Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland

Sími: 8680546
MSN: maggragg[hjá]hotmail.com
Sendu mér póst

Bloggarar

Solla gella
Tinna
Jóhanna
Alla Rún
Jumper
Oskar og Vala
Klakinn
Björk
Konni
Sigga Fríða

Tenglar

Skotfélagið Skyttur
Myndaalbúm
Friðagæslan í Kapúl
Utanríkisráðuneytið
NordicSniper
Svissneski herinn
Hugi.is
FBSR
Íslensk síða um FFL
PoppTíví
RÚV

Gestabókin

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina (skylda!)

Spjall

Nafn

URL eða Email

Skilaboð(Broskarlar)

Annað

Það hafa heimsótt mig
síðan 2. Nóv 2003


skoða

Skjalasafn

05/11/2003 - 05/18/2003
11/02/2003 - 11/09/2003
11/09/2003 - 11/16/2003
11/16/2003 - 11/23/2003
11/23/2003 - 11/30/2003
11/30/2003 - 12/07/2003
12/07/2003 - 12/14/2003
12/14/2003 - 12/21/2003
01/11/2004 - 01/18/2004
01/18/2004 - 01/25/2004
01/25/2004 - 02/01/2004
02/01/2004 - 02/08/2004
02/08/2004 - 02/15/2004
02/15/2004 - 02/22/2004
02/22/2004 - 02/29/2004
02/29/2004 - 03/07/2004
03/07/2004 - 03/14/2004
03/14/2004 - 03/21/2004
03/21/2004 - 03/28/2004
03/28/2004 - 04/04/2004
04/04/2004 - 04/11/2004
04/11/2004 - 04/18/2004
04/18/2004 - 04/25/2004
04/25/2004 - 05/02/2004
05/02/2004 - 05/09/2004
05/09/2004 - 05/16/2004
05/16/2004 - 05/23/2004
05/30/2004 - 06/06/2004
06/06/2004 - 06/13/2004
06/13/2004 - 06/20/2004
06/20/2004 - 06/27/2004
06/27/2004 - 07/04/2004
07/04/2004 - 07/11/2004
07/18/2004 - 07/25/2004
07/25/2004 - 08/01/2004
08/01/2004 - 08/08/2004
08/08/2004 - 08/15/2004
08/15/2004 - 08/22/2004
08/22/2004 - 08/29/2004
09/05/2004 - 09/12/2004
09/12/2004 - 09/19/2004
09/19/2004 - 09/26/2004
10/24/2004 - 10/31/2004
10/31/2004 - 11/07/2004
11/07/2004 - 11/14/2004
11/21/2004 - 11/28/2004
11/28/2004 - 12/05/2004
12/19/2004 - 12/26/2004
01/09/2005 - 01/16/2005
01/16/2005 - 01/23/2005
02/20/2005 - 02/27/2005
02/27/2005 - 03/06/2005



This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

.