*
*
*
*

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Jæja, seinasta bloggið mitt fyrir helgi og eftir! ef ég skrifa ekki blogg á fimmtudag þá tókst ekki ætlunarverkið, að lifa af... En bið bara að heilsa á meðan og skemmtið ykkur nú eða sendið mér sms í síma +41792360771

Yfir og út.
Maggi @ 16:08

Ég er ekki allt of sáttur með tölvuna mína, fekk diskin áðan og já takk Mamma fyrir sölið!!!! En já, tölvan lagaðist ekkert við nýjann disk, og mig grunar að harðidiskurinn sé einfaldlega bara hruninn!!!

Þannig að það verður ekkert net fyrr en í fyrstalagi á fimmtu eða föstudag í næstu viku, þar að segja ef ég kem tölvunni í lag þá...
Maggi @ 12:22

Ég held að það lesi enginn bloggið mitt... allavega eru enginn merki um það, en ég ætla samt að skrifa núna, því þetta gæti orðið í síðasta sinn sem ég skrifa, maður veit ekkert hvort maður eigi afturkvæmt úr útilegunni, enda "hard rutine" útilega.

Það sem ég tek með mér er eftirfarandi, Græjubelti eða hvað sem það kallast, svona belti með axlarböndum og tonn af vösum og töskum á því, frá svissneska hernum, bakpoki sem er smeltur aftan á beltið. Svefnpoki og bivac (Sviss army), eitt ullarteppi, frauðdyna, tvö setta ef undirfötum, annað er ullar. Nokkur sokkapör (Ullar að sjalfsögðu) ca. tvær húfur, 3 pör af vettlingum, 2 peysur, einhvern regngalla eða regnstakk, cammogallinn og klossarnir. Af dóti er ég með góðan hníf, ásamt vasahnífnum góða, Rekta áttavita, glock skóflan góða verður náttla með, klósettpappír (allveg nauðsynlegt) Sjúkrapakki, landakort 1: 25.000, matardolla frá hernum sem hægt er að elda í, 1 l vatnsflaska með stálbolla, talstöðvar (þessar litlu ódýru), myndavélina og aukabatteri og svo neyðartjald

Sameiginlegur búnaður er svo "tjaldið" eða réttara sagt 4 lök sem hægt er að smella saman og búa til einskonar tjald, reyndar ekki með botni, og stengur fyrir það. Rico kemur meðal annars með góða exi, magnesium "firestarter" til að kveikja eld og svo svipaðan búnað og ég

Man ekki meira í bili en svo er það stærsta en það er matur fyrir 6 daga, er búin að kaupa smá en þarf að kaupa meira í dag, þarf mikið af kalorium þannig að pasta og feitt kjöt er efst á listanum ásamt hrúgu af súkkulaði, ég er kominn með 14.000 kcal af mat núna en þarf að hafa svona 25.000 kcal að ég held. ég er með eins og er 8 pakka af herkexi, 4 pakka af hersúkkulaði, 600 gr af landjeger sem er feitt þurkað kjöt og einhver 600 gr af pasta.

Rico er búin að kaupa helling, hann er með eitthvað um kílo af súkkulaði, nokkrar dollur af niðursoðnu ravioli sem er svona past fyllt með kjöti og svo hrísgrjón.

Markmiðið í ferðinni er að lifa af, en það sem við verðum að gera er að finna okkur skjól og koma upp varðeld, byggja einskonar mini búðir, svo er við verðum heppnir náum við kannski einum héra og getum eldað :) Annars á matur ekki að vera neitt vandamál, já og má ekki gleyma salt og pipar...

Semsagt í fyrramálið verður lagt af stað, þannig að ef diskurinn minn verður ekki kominn í dag þá skrifa ég í seinasta sinn á þetta blogg í dag þangað til á miðvikudag, ef þið hafið einhver komment tjáið ykkur þá núna, því að ekki nást öll markmið :)

Ef þið þurfið endilega að ná í mig þá getið þið hringt í síma +41792360771 en ég tek síman með sem verður það eina sem tengir okkur við umheiminn

En ef ég er að gleyma einhverju sem ég þarf að taka með, væri vel þegið að þið mynduð nefna það..


Maggi @ 08:26

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Diskurinn er ekki en kominn, það lítur út fyrir það að ég fari ekkert á netið í minni tölvu fyrr en eftir viku. kannski á morgun ef hann kemur þá, en þá þarf ég að undirbúa ferðina.
Maggi @ 12:18

Fór að skjóta í gær, það var magnað! Kallinn kom með eina 9 mm tjekkneska skammbyssu, ég var meira að segja bara þokkalegur miðað við fyrsta skipti :) Næst ætlar hann að taka fleiri cal. með til að leyfa mér að prófa, m.a. .45 og .357 að mér skildist, og einnig ætlar hann að koma mér inn í combat shooting klúbb, eða bardagaskotfimiklúbb, þar er ekki nóg að hitta heldur verður maður að vera fljótur líka...


Maggi @ 07:06

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Jæja, þetta var allveg ágætt í nótt, þokkalegt fylleri svona og fullt af fólki... Rölti aðeins á milli staða og það var allstaðar troðið, einn staðurinn var fullur af nýnasistum!!! þannig að ég hypjaði mig þaðan út strax...

Svo er ég að fara að skjóta á eftir úr nokkrum skammbyssum, allavega var það planið, það á eftir að vera magnað, hehe.

Svo þarf ég að fara að plana helgina, eða réttara sagt næstu viku, þarf að fara að kaupa eitthvað í nesti, ef það verður kalt byst ég við að þurfa áð taka svona 25.000 - 35.000 Kcal með af mat, bara nóg fitu, það er málið, allavega ef það verður undir frostmarki allan tímann. Það er miðað við allt að 6000 Kcal á dag sem maður þarf í mikluum kulda, en þetta er ekkert extreme þannig að 4000 - 5000 Kcal gætu vel dugað, og þetta eru 6 dagar, eða eiginlega bara 5 heilir dagar, allavega fimm nætur.

Maður verður allavega að hafa þessa hluti á hreinu. Endilega ef þið hafið einhver góð ráð komið með þau, ég byst við svona 0 til - 10 í það mesta, líklega bara um -5.

Listi um það sem ég tek með kemur fljótlega...
Maggi @ 15:42

mánudagur, janúar 19, 2004

Ég er að fara á einhverja kjötkveðjuhátið eða eitthvað sem kallast Bächtelisnacht í Frauenfeld í kvöld, innfæddir segja þetta svaka fylleri og allir hafa frí í vinnunni daginn eftir. Þetta verður spennandi :) Maður fær meira að segja sjalfkrafa frí í vinnunni til hádegis ef maður ætlar á þetta, þetta verður eitthvað svakalegt.
Maggi @ 16:04

Myndir frá áramótaballinu og aðrar Íslandsmyndir koma á netið vonandi bara í þessari viku, Matti bróðir ætlaði að senda WinXP diskinn í dag... Og verður hann þá vonandi kominn um miðja vikuna.
Maggi @ 08:57

Loksins er ég kominn á netið aftur, farinn að sakna þess soldið, en ég hafði nóg að gera um helgina þannig að þetta slapp allt saman. Djammaði á föstudag í Firehouse, en ekki lengi samt. Og var á laugardagskvöldið í Frauenfeld og fékk mér nokkra bjóra, en fór samt snemma að sofa.

Í gær fórum við Hermann og Rico svo í smá göngu, Einhverstaðar út í rassgati, vorum að skoða staðin þar sem við Rico ætlum að fara í survival ferð næstu helgi. Þetta er flottur staður, nánast ekkert fólk go stór skógur. Í gær vorum við einmitt á smá æfingu, Hermann var að kenna okkur allskonar taktic. Vorum náttúrulega klifjaðir búnaði þannig að þetta var góð líkamsrækt líka.

Næstu helgi förum við Rico í alvöru útilegu, frá föstudegi fram á miðvikudag, með lámarksbúnað: svefnpoka með bivac, svona hertjald sem er gert með því að binda saman regnslár og svo bara einhver verkfæri og mat... Svo verður maður bara að koma sér fyrir og hafa varðeld og svona stuff.

Hermann er akkurat á æfingu með hernum sömu helgi þannig að hann kemmst ekki, en hann ætlaði að tjekka á því hvort herdeildin hans myndi ekki bara koma og leita af okkur, þá myndum við fá riffla líka, en þeir eru með svona lasertag búnað fyrir rifflana og púðurskot sem þeir nota til að æfa bardaga, hann var ekki viss hvort þetta væri hægt því hann er kominn með nýjan foringja, en sá fyrri hefði pottþétt gert þetta...
Djöfull væri það magnað samt að berjast við svissneska herinn, bara tveir!

Svo á þriðjudag fer ég að prófa skammbyssur, Eigandi byssubúðarinnar hérna í þorpinum bauð mér að koma með að prófa nokkrar græjur, veit ekki hvað það verður, en í búðinni má finna allar gerðir, allt frá Luger upp í .500 cal. skammbyssu sem er stærsta skammbyssu cal. í heimi! byst við að hann hafi nokkrar 9 mm og svo kannski Colt .45 :)

Núna eru allir að hugsa hvað ég sé geðveikur eiginlega, hehe...
Maggi @ 08:19

Tungumál - Sprache

Deutch

Um mig

Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)


Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland

Sími: 8680546
MSN: maggragg[hjá]hotmail.com
Sendu mér póst

Bloggarar

Solla gella
Tinna
Jóhanna
Alla Rún
Jumper
Oskar og Vala
Klakinn
Björk
Konni
Sigga Fríða

Tenglar

Skotfélagið Skyttur
Myndaalbúm
Friðagæslan í Kapúl
Utanríkisráðuneytið
NordicSniper
Svissneski herinn
Hugi.is
FBSR
Íslensk síða um FFL
PoppTíví
RÚV

Gestabókin

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina (skylda!)

Spjall

Nafn

URL eða Email

Skilaboð(Broskarlar)

Annað

Það hafa heimsótt mig
síðan 2. Nóv 2003


skoða

Skjalasafn

05/11/2003 - 05/18/2003
11/02/2003 - 11/09/2003
11/09/2003 - 11/16/2003
11/16/2003 - 11/23/2003
11/23/2003 - 11/30/2003
11/30/2003 - 12/07/2003
12/07/2003 - 12/14/2003
12/14/2003 - 12/21/2003
01/11/2004 - 01/18/2004
01/18/2004 - 01/25/2004
01/25/2004 - 02/01/2004
02/01/2004 - 02/08/2004
02/08/2004 - 02/15/2004
02/15/2004 - 02/22/2004
02/22/2004 - 02/29/2004
02/29/2004 - 03/07/2004
03/07/2004 - 03/14/2004
03/14/2004 - 03/21/2004
03/21/2004 - 03/28/2004
03/28/2004 - 04/04/2004
04/04/2004 - 04/11/2004
04/11/2004 - 04/18/2004
04/18/2004 - 04/25/2004
04/25/2004 - 05/02/2004
05/02/2004 - 05/09/2004
05/09/2004 - 05/16/2004
05/16/2004 - 05/23/2004
05/30/2004 - 06/06/2004
06/06/2004 - 06/13/2004
06/13/2004 - 06/20/2004
06/20/2004 - 06/27/2004
06/27/2004 - 07/04/2004
07/04/2004 - 07/11/2004
07/18/2004 - 07/25/2004
07/25/2004 - 08/01/2004
08/01/2004 - 08/08/2004
08/08/2004 - 08/15/2004
08/15/2004 - 08/22/2004
08/22/2004 - 08/29/2004
09/05/2004 - 09/12/2004
09/12/2004 - 09/19/2004
09/19/2004 - 09/26/2004
10/24/2004 - 10/31/2004
10/31/2004 - 11/07/2004
11/07/2004 - 11/14/2004
11/21/2004 - 11/28/2004
11/28/2004 - 12/05/2004
12/19/2004 - 12/26/2004
01/09/2005 - 01/16/2005
01/16/2005 - 01/23/2005
02/20/2005 - 02/27/2005
02/27/2005 - 03/06/2005



This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

.