*
*
*
*

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Jæja, búinn að skreyta tvo stór jólatré, ég var semsagt inní jólatrénu og var að tengja alla rafmagnskaplana saman, þvílík flækja...!

En já, það verður stuð um helgina, það er 5 franka kvöld á Firehouse annað kvöld, þá kostar allt 5 franka á barnum, sem er 287,3 krónur samkæmt genginu í dag... Þetta verður svakalegt, seinast þegar svona kvöld var þá mættu 1.300 manns. Þannig að ég mæti og sýni hvernig sannir Íslendingar fara að þegar allt kostar 5 CHF :)

Já og svo meðan ég man þá ætla ég að benda ykkur á forrit sem er bara nokkuð sniðugt, þetta er svona símaforrit, maður getur hringt í aðra sem eru með þetta forrit og spjallað við þá í mjög góðum gæðum, það eru þegar margir Íslendingar komnir með þetta, þetta forrit heitir Skype og er ókeypis, mæli eindregið með því.

Þegar þú skráir þig ferðu í símaskrá og þar er hægt að leita af þér, þið pikkið bara inn "maggragg" eða "Magnús Ragnarsson" og finnið mig, og þá getið þið hringt í mig, þ.e.a.s. ef ég er við, er búinn að prófa það einusinni og það er miklu betra en MSN. Drífið ykkur nú í að "niðurhala" þessu!!!

Svo var ég að finna gamlann félaga og nýjann bloggara, en það er hann Smári Jökull, eða klaki eins og hann kallast þar. Ég veit ekki hvað ég hef þekkt hann lengi en það er síðan við fæddumst eða eitthvað, hann kom oft í sveit til mín. Hann er algjör Eyjapeyji, enda úr eyjum.

Já það minnir mig á það, ég kemst að öllum líkindum ekki á næstu þjóðhátið, nema að ég verði svo rosalega heppin að það er akkurat frí þá sem ég efast um, en ef það verður frí þá er ég mættur beint til Íslands og til Eyja!


Maggi @ 18:41

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Þessi vika er nú ekkert búin að vera neitt voða merkileg, er bara búin að vera að vinna úti, hengja upp jólaskraut í þorpin, er búin að vera þrjá seinustu daga að hengja upp jólastjörnur með körfubíl og á morgun fer ég sennilega að skreyta jólatré, vei! nýjar myndir í albúmi

En það er mjög líklegt að ég komi yfir jólin, er að hugsa um þriggja vikna frí til Íslands :) Nú er bara að fara að skipuleggja hvað maður á að gera...

Stefni á að fara í að minnstakosti eina gönguferð, jafnvel yfir Fimmurðarhálsinn eða eitthvað, já og kíkja á björgunarsveitirnar, bæði Lalla og FBSR. Og svo auðvitað djamma feitt með öllum, bæði í bænum og fyrir austann. Það verður allavega nóg að gera, manni er bara farið að hlakka geggjað til :)

En ég veit ekki hvenær ég skrifa næst enn það gerist um leið og eitthvað merkilegt gerist, ég nenni ekki að skrifa um það sem gerist í vinnunni á daginn, efast um að nokkur hafi áhuga á því, en það verður örugglega ekki langt þangað til ég skrifa næst...
Maggi @ 19:54

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Núna er ég búin að setja nánast allar myndir sem ég hef tekið síðan ég kom til Sviss á netið, þið getið nálgast albumið mitt undir tenglar og myndaalbum... :) búin að vera rosa duglegur

En í gær var gaman, ég, Rico og Hermann fórum með loftbyssur út í skóg, (Í Frauenfeld) en það var mikil þoka og orðis soldið dimmt. Þetta var góð upphitun fyrir herinn, Hermann er Yfir Liðþjalfi og var að kenna okkur taktík og svona, ég veit ekki hversu langt við hlupum en við hlupum mikið, skyggnið var kannski um 5-10 m. Þetta var bara geggjað.

Flestir segja að maður sé geðveikur að vera í hermannaklossum og galla, með drullu framan í sér og læðast í gegnum skóg í þoku, en þetta er nákvæmlega það sem ég á eftir að gera í 10 mánuði, Vá hvað ég elska þetta!!!

Svo skelltum við okkur á Dreiegg eftir að maður var búin að þvo drulluna af sér, Dreiegg er semsagt skemmtistaður, fengum okkur nokkra bjóra og spjölluðum, svo skellti ég mér heim, þurfti að taka lestina sem fór 12:02, hefð allveg viljað vera lengur :)

Í dag var bara rólegt, Er búin að eignast nýjan frænda, Bróðir mömmu var að eignast son á þriðjudaginn, það eru myndir í albuminu.
Og svo þurft maður náttla að þrífa klossana, en það verður maður víst að geta gert á 2 min þegar maður er kominn í herinn, eða svo er mér sagt. Þú þarft að taka reimarnar út, bursta þá og pússa, setja reimarnar í aftur undir 2 min, skil ekki hvernig það er hægt! ég er 2 min að setja reimarnar í :)
Maggi @ 21:50

Tungumál - Sprache

Deutch

Um mig

Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)


Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland

Sími: 8680546
MSN: maggragg[hjá]hotmail.com
Sendu mér póst

Bloggarar

Solla gella
Tinna
Jóhanna
Alla Rún
Jumper
Oskar og Vala
Klakinn
Björk
Konni
Sigga Fríða

Tenglar

Skotfélagið Skyttur
Myndaalbúm
Friðagæslan í Kapúl
Utanríkisráðuneytið
NordicSniper
Svissneski herinn
Hugi.is
FBSR
Íslensk síða um FFL
PoppTíví
RÚV

Gestabókin

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina (skylda!)

Spjall

Nafn

URL eða Email

Skilaboð(Broskarlar)

Annað

Það hafa heimsótt mig
síðan 2. Nóv 2003


skoða

Skjalasafn

05/11/2003 - 05/18/2003
11/02/2003 - 11/09/2003
11/09/2003 - 11/16/2003
11/16/2003 - 11/23/2003
11/23/2003 - 11/30/2003
11/30/2003 - 12/07/2003
12/07/2003 - 12/14/2003
12/14/2003 - 12/21/2003
01/11/2004 - 01/18/2004
01/18/2004 - 01/25/2004
01/25/2004 - 02/01/2004
02/01/2004 - 02/08/2004
02/08/2004 - 02/15/2004
02/15/2004 - 02/22/2004
02/22/2004 - 02/29/2004
02/29/2004 - 03/07/2004
03/07/2004 - 03/14/2004
03/14/2004 - 03/21/2004
03/21/2004 - 03/28/2004
03/28/2004 - 04/04/2004
04/04/2004 - 04/11/2004
04/11/2004 - 04/18/2004
04/18/2004 - 04/25/2004
04/25/2004 - 05/02/2004
05/02/2004 - 05/09/2004
05/09/2004 - 05/16/2004
05/16/2004 - 05/23/2004
05/30/2004 - 06/06/2004
06/06/2004 - 06/13/2004
06/13/2004 - 06/20/2004
06/20/2004 - 06/27/2004
06/27/2004 - 07/04/2004
07/04/2004 - 07/11/2004
07/18/2004 - 07/25/2004
07/25/2004 - 08/01/2004
08/01/2004 - 08/08/2004
08/08/2004 - 08/15/2004
08/15/2004 - 08/22/2004
08/22/2004 - 08/29/2004
09/05/2004 - 09/12/2004
09/12/2004 - 09/19/2004
09/19/2004 - 09/26/2004
10/24/2004 - 10/31/2004
10/31/2004 - 11/07/2004
11/07/2004 - 11/14/2004
11/21/2004 - 11/28/2004
11/28/2004 - 12/05/2004
12/19/2004 - 12/26/2004
01/09/2005 - 01/16/2005
01/16/2005 - 01/23/2005
02/20/2005 - 02/27/2005
02/27/2005 - 03/06/2005



This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

.