*
*
*
*

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Ég var ekki búin að minnast á það en ég er að fara til Ítalíu í fyrramálið, það er aðeins minna mál þegar maður er hérna í stóru Evrópu ;) En ég ætla að heimsaækja Öllu og hún ætlar að sýna mér Ítalíu... Um að gera að heimsækja sem flesta staði í heiminum meðan maður getur, og svo djamma eins og sannir Íslendingar.... :)
Maggi @ 21:10

Jæja, þá er næsta mynd kominn upp, hvað finnst ykkur um þessa? Og verið dugleg að láta skoðun ykkar í ljós... Gamla myndin er hérna
Maggi @ 17:01

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Ég er að láta hanna nýja mynd fyrir bloggið og þetta er fyrsta hugmyndinn, sem kemur úr smiðju Photoshop meistarans og fjöllistamannsins Þórðar Freys, Endilega látið skoðun ykkar í ljós... Hvað finnst ykkur?
Maggi @ 19:45

Jæja, þá er kominn tími til að segja frá þessu öllu... Þetta byrjar allt á því að hermann hringjir í mig á mánudagskvöldið og spyr hvort ég sé ekki örugglega tilbúin, ég á bara að mæta til märstette (næsta þorp) og hitta hann eða njósna eitthvað, og ég á að taka allt með mér sem ég hef, svefnpokan og alles. Ég náttla borða í flýti og pakka niður öllum helstu græjum, kæði mig vel og svona, stekk á hjólið og fer af stað. Þar sem ég er soldið fyrir svona spennu fer ég strax að leita af drekunum, en þetta eru svona bryndvarðir fólksflutningadrekar (APC) eða Piranha.

Ég finn sporinn eftir þá inn í skógin, skil bakpokan eftir og rölti þangað, mæti fullt af hermönnum á leiðinni úr skóginum, en það er svo dimmt að þeir sjá mig ekki, eftir smá stund finn ég drekana, þeir eru allir faldir undir felunetum. ég læddist á milli dreka, en það voru verðir annað kastið að labba framhjá og voru alltaf í nokkra metra fjarlægð, ég náði að komast eftir allri röðinni og til baka, en það voru 13 bryndrekar í röð. Einu sinni komu tveir hermann labbandi í áttina að mér þannig að ég sökk undir nefið á enum drekanum og sat á hækjunum þar, en þeir stoppuðu beint fyrir framan mig og voru að skoða í kríngum sig með nætursjónauka og tala saman, ég er ekki að ykja þegar ég segi að þeir voru nær mér en 1 meter, enda stoppaði hjartað á meðan :)

Svo læddist ég til baka og fór á resturantið sem Hermann var á, Spjallaði aðeins við hann, sagði honum hvað það væru margir drekar og allt um staðin, og hann trúði ekki að ég hefði farið þangað án þess að finnast... En hann lét mig fá hergalla svo ég myndi nú ekki standa út úr hópnum og sagði mér að fara núna að njósna og svona aðeins að trufla hermennina, til að prófa hvað þeir myndu gera... Ég fór fyrst með draslið mitt í einn drekan því þar átti ég að gista, beið aðeins í drekanum og svo fór ég út í skóg, tók eina mynd og beið, sá nokkra hermenn koma og tala saman, færði mig um set, tók aðra mynd innann úr runna og beið, komu fleirri hermenn, en núna töluðu þeir ekkert, ég sá ekki hvar þeir voru... læddist aðeins lengra í burtu, en það heryðist hvert fótatak sem ég gerði, helvítis laufblöð...

Ég var kominn soldið í burtu þegar ég heyrði allt í einu "HALT!!!" Ég stóð graf kyrr og beygði mig niður, ekkert heyrðist beis smá stund og ekkert gerðist, ég tók sprett að runna sem var lengra í burtu, hljóp þangað, ekkert gerðist. Núna ætlaði ég að fara annarstaða að drekunum og komast þannig að þeim, hljóp aðeins nær, stoppaði, heyrði fótatök nálgast, lagðist niður, hlustaði. Það voru nokkrir að leita af mér, shit!!! hljóp til baka bak við runna, og beið, sá að þeir voru að skipuleggja sig, sá móta fyrir held ég 3 hermönnum hlaupa mér á vinstri hönd, greinilega að komast aftur fyrir mig, þetta ver greinilega skipulagt allt því að ég heyrið ekki bofs. Ég sá að eina leiðin til að sleppa var að reyna að hlaupa inn í skóginn, því annars næðu þeir að umkringja mig, þannig að ég hljóp af stað, hljóp slatta inn í skóginn og lagðist þar niður, beið, svo heyrði ég þrusk, sá síðan móta fyrir fullt af hermönnum nálgast í svona röð, þetta var orðið soldið spennandi, átti ég að bíða og vona að þeir myndu ekki sjá mig eða hlaupa lengra, þeir voru komnir í svona 30 m fjarlægð, þástökk ég upp og hljóp hratt og langt inn í skóg, en það er soldið mikið erfitt að hlaupa í skólendi í myrkri, allt fullt af greinum og drasli.

Ég fann mér stað og lagðist niður, shit þeir voru að koma, þeir vissu greinilega hvar ég ver nákvæmlega, þetta voru svona 6-8 hermenn, þeir voru komnir í nikkra metra fjarlægt, ég var svo móður að þeir hafa örugglega heyrt í mér anda, einn labbaði rétt fyrir aftan mig með vasaljós, ég þorði ekki að hreyfa mig þannig að ég gat ekki séð hann, hann var kominn í svona 4 metra fjarlægð, og ég vissi að ef hann sægji mig núna þar sem ég lá myndi þetta vera búið, ég tók sénsinn, stökk upp og hljóp eins og ég gat í burtu, heyrði aftur "stop!!" "Stop eða við skjótum" Svo hljóp ég á eitthvað lítið tré og datt næstum því um koll, svo stukku tveir eða þrír á mig héldu mér, ég reyndi að sleppa, lyfti einum sem lá ofan á mér en svo var mér hent niður aftur og byssuhlaupi troðið í bakið á mér...

Núna var ég keflaður með einhverju teipi, þeir spurðu hvað ég var að gera hérna, en ég þóttist ekki skilja þá, svo heyrði ég að Hermann var mættur, hann sagði bara, passið ykkur á honum, hann er hættulegur... Svo reyndi ég að streytast á móti en þeir tóku mig bara einhverjum fantabrögðum þannig að þetta var búið núna, nú var allt tekið úr vösunum og skoðað, það var bundið fyrir augun á mér og ég leiddur að drekanum, reyndi nokkrum sinnum að streytast á móti en það gékk ekki allveg. Núna var ég spurður um allt, og þeir voru sko ekki sáttir við það að ég kynni bara ensku, losaði mig nokkrum sinnum og reyni að buga þá, sem var náttla bara vonlaust. Þeir ákváðu að vefja mig inn í felunet svo ég gæti örugglega ekki sloppi, með fætur bundnar og hendur, og fyrir augun var ég vafin inn í felunet og svo héldu þeir áframað spyrja og spyrja, þetta tók 3 tíma :) Svo slepptu þeir mér...

Eftir þetta fór ég inn í dreka og fór að sofa, átti að standa upp eftir 2 tíma, semsagt kl 03:00. Eftir stuttan og óþægilegan svefn, en skriðdrekar eru ekki hannaðir til að sofa í þá var farið í að gera drekana klára, taka felunetin niður og undirbúa brottför, ég hjálpaði aðeins til og svona, en allir voru að spyrja mig hver ég væri, enda kannaðist enginn við mig, en ég var allavega í sama búningi og hinir, þannig að ég skar mig ekki mikið úr, Svo hitt ég hermann, hann spuði hvort ég vildi koma með, ég játti náttla en spurði hvort ég mætti það, hann sagð að það væri bannað og hann fengi sennilega ekki leyfir, en það fattar enginn að ég sé ekki í hernum, þannig að ég bara skellti mér með, Svo var lagt af stað, drekinn okkar var næstum tómur og skyttan var sofandi þannig að ég skellti mér bara upp í byssuturninn, það var helvíti flott, það eru engir gluggar á þessum drekum, heldur bara sjónpípur eða svona spegla dæmi eitthvað, í byssuturninum voru held ég 6 sjónpípur allan hringinn. Það var keyrt í svona klukkutíma til Shaffhuse eða hvað sem sú ágæta borg nú heitir, þar stoppuðum við á lestarstöðinni þar sem átti að setja drekana upp á lest.

Þar sem það voru nokkrir yfirforingjar á stöinni þá skipulagð Hermann deildina sína þannig að ég væri alltaf í miðjunni svo ég myndi ekki sjást :) þegar drekanir voru komnir upp á lestarvagninn, fórum við inn í ískalda farþegalest, og biðum hellengi þangað til við lögðum af stað, svo reyndi ég að sofa á leiðnni eitthvað, en ferðinn tók ca. 1 og halfan tíma, við enduðum í Gosau. Þar voru drekarnir teknir af vögnunum og okkar deild hljóp alltaf í hóp út um allt til að það yrði sem minnst tekið eftir mér, svo var haldið aftur af stað og keyrt í ca halftíma, ég fekk byssu og belt frá bílstjóranum, svo komum við á áfangastað og þar þurftum við að setja upp öryggissvæði, ég hljóp út þegar dyrnar opnuðust og stóð vörð, það þekktu mig allir í Companíinu nema foringjinn yfir því, og allir voru að segja mér til og svona, höfðu greinilega allir gaman af þessu :)

Svo stóð ég vörð við einn drekann, en ég átti að sega Wachtzug Lei alltaf þegar einhver foringji labbaðið framhjá, það var ekkert mál, þvi allir foringjarnir þekktu mig nema þeir æðstu... Svo allt í einu labbar einn framhjá, með eina stjörnu, semsagt Brigader sem er 3. hæðsta tign í hernum, shit hjartað stoppaði aftur, ég sagði það "Wachtzug Lei" hátt og skýrt og hann leit á mig og salutaði og hélt áfram, heheh, tók ekki eftir neinu, enda var ég ekkert öðruvís en hinir nema að ég var órakaður, sem er ekki vel liði í hernum, hehe
Svo var ég bara á vakt og svona hellengi, einn Oberst, sem er æðstur yfirmanna kíktí á mig rosa alvarlegur þar sem ég stóð vörð bak við hús og fór svo sem betur fer og einn major spurð mig eitthvað um hvað ég ætti að gera ef einhver kæmi, ég reyndi eitthvað að segja sem mér datt í hug, hann bara sagði gott og labbaði í burtu, hjúkk aftur, en svo var þetta bara gaman sem eftir var.

Svo fann Hermann bílstjóra sem var laus og hann sendi hann með mig til baka, en ég þurfti að fara að vinna daginn eftir, ég var kominn heim um 18:00 og þá fór ég að sofa...

Þetta var bara hrein snilld og sennilega í fyrsta skipti í sögu herssins sem einhver sem er ekki búin með þjalfun fer í endurþjalfun, það fannst þetta öllum snilld sem voru þarna...

En næst er það þjalfuninn, eftir mánuð byrjar stuðið, en ég kann þetta allt orðið ;)

Hérna eru myndirnar. Für Schweitzer
Maggi @ 19:31

Þetta var bara GEÐVEIKT!!!!!!!!! Ég segi alla söguna í kvöld, en í stuttu máli þá fór ég á æfingu, runtaði um á brynvögnum og vaktaði hús vopnaður o.f.l. Þetta var bara snilld, tók líka myndir. þetta kemur allt hingað í kvöld svo munið bara að kíkja þá
Maggi @ 10:51

mánudagur, febrúar 09, 2004

Nú er gaman, ég er að fara á heræfingu.......... :D Segi frá þessu öllu á morgun.....
Maggi @ 17:39

Tungumál - Sprache

Deutch

Um mig

Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)


Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland

Sími: 8680546
MSN: maggragg[hjá]hotmail.com
Sendu mér póst

Bloggarar

Solla gella
Tinna
Jóhanna
Alla Rún
Jumper
Oskar og Vala
Klakinn
Björk
Konni
Sigga Fríða

Tenglar

Skotfélagið Skyttur
Myndaalbúm
Friðagæslan í Kapúl
Utanríkisráðuneytið
NordicSniper
Svissneski herinn
Hugi.is
FBSR
Íslensk síða um FFL
PoppTíví
RÚV

Gestabókin

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina (skylda!)

Spjall

Nafn

URL eða Email

Skilaboð(Broskarlar)

Annað

Það hafa heimsótt mig
síðan 2. Nóv 2003


skoða

Skjalasafn

05/11/2003 - 05/18/2003
11/02/2003 - 11/09/2003
11/09/2003 - 11/16/2003
11/16/2003 - 11/23/2003
11/23/2003 - 11/30/2003
11/30/2003 - 12/07/2003
12/07/2003 - 12/14/2003
12/14/2003 - 12/21/2003
01/11/2004 - 01/18/2004
01/18/2004 - 01/25/2004
01/25/2004 - 02/01/2004
02/01/2004 - 02/08/2004
02/08/2004 - 02/15/2004
02/15/2004 - 02/22/2004
02/22/2004 - 02/29/2004
02/29/2004 - 03/07/2004
03/07/2004 - 03/14/2004
03/14/2004 - 03/21/2004
03/21/2004 - 03/28/2004
03/28/2004 - 04/04/2004
04/04/2004 - 04/11/2004
04/11/2004 - 04/18/2004
04/18/2004 - 04/25/2004
04/25/2004 - 05/02/2004
05/02/2004 - 05/09/2004
05/09/2004 - 05/16/2004
05/16/2004 - 05/23/2004
05/30/2004 - 06/06/2004
06/06/2004 - 06/13/2004
06/13/2004 - 06/20/2004
06/20/2004 - 06/27/2004
06/27/2004 - 07/04/2004
07/04/2004 - 07/11/2004
07/18/2004 - 07/25/2004
07/25/2004 - 08/01/2004
08/01/2004 - 08/08/2004
08/08/2004 - 08/15/2004
08/15/2004 - 08/22/2004
08/22/2004 - 08/29/2004
09/05/2004 - 09/12/2004
09/12/2004 - 09/19/2004
09/19/2004 - 09/26/2004
10/24/2004 - 10/31/2004
10/31/2004 - 11/07/2004
11/07/2004 - 11/14/2004
11/21/2004 - 11/28/2004
11/28/2004 - 12/05/2004
12/19/2004 - 12/26/2004
01/09/2005 - 01/16/2005
01/16/2005 - 01/23/2005
02/20/2005 - 02/27/2005
02/27/2005 - 03/06/2005



This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

.