sunnudagur, febrúar 27, 2005 Það hafa nú ekki margir skrifað, enda ekkert skrítið, ég er ekki búin að skrifa svo lengi að flestir halda að ég sé bara dauður ;) En já, svo að fólk viti nú hvað ég er búin að gera síðan ég kom heim þá er kannski allt í lagi að uppljóstra því hérna...Þegar ég kom heim flutti ég með kærustunni minni henni Tinnu í litla íbúð í stórholtinu, svona einskonar tvöherbergiogþvottahúsogklósettíbúð sem við breyttum bara í hina fínustu íbúð, og þótt það sé ekkert eldhús þá redduðum við því bara. Ég er að vinna hjá fyrirtæki sem heitir Memo ehf og er í auglýsingabransanum, það er fínasta vinna og skemmtileg, auk þess er ég í aukavinnu á Hverfisbarnum sem dyravörður aðra hverja helgi, en er mikið að pæla í að hætta þar, þar sem það er ekki mikið að fá út úr aukavinnu ef maður er í fullri vinnu annarsstaðar... En já, allir sem ég er ekki búin að hitta, þá verð ég að biðjast afsökunar, en ég er bara búin að vera svo upptekin með kærustunni að ég hef bara ekki hitta alla ennþá, en er að vinna bug á því núna, Svo þið vitið getið þið alltaf náð í mig í símann minn, sem er 8680546 og heimasíminn okkar er 4875503. Svo er ég stundum á msn og þar er maggragg@hotmail.com notandanafnið, einnig getið þið sent email á maggragg@simnet.is Fyrir þá sem eru ekki svo tæknivæddir geta þeir sent okkur póst á heimilisfangið: Stórholt 14, 105 Reykjavík :) Já svona síðan ég kom hef ég verið að vinna aðalega, og farið tvær helgar austur fyrir fjall og þrjár hegar til að vinna, og allur afgangstími farið í að njóta þess að vera með Tinnu, en það er ekkert yndislegra en það :) En ég er að fara að hlakka til að fá útborgað, það verður nú munur að hafa eitthvað á milli handana aftur, og svo að fara að skipuleggja Interrailið í sumar en meira um það síðar... Maggi @ 21:22 miðvikudagur, febrúar 23, 2005 Jæja lesendur góðir, ég er ekki búin að skrifa í rúman mánuð núna, en þar sem fólk er alltaf að segja mér að skrifa eitthvað held ég að ég fari að gera það fljótlega...Ég er náttla búin með herþjónustuna og fannst ég eiginlega búin að segja frá öllu, en sumir segja að ég eigi bara að halda áfram að blogga... Hvað finnst ykkur lesendur góðir, ef þið eruð einhverjir eftir, á maður bara að blogga um líf sitt, þótt það sé ekki eins mikið að gerast og það var í hernuum, ég ætla að biðja ykkur að gefa álit ykkar, athuga hvort einhver myndi lesa það, en annars skrifa ég lokagrein um herinn bara og hef þessa sem einskonar lífsreynslusögu bara... Já látið skoðun ykkar í ljós :) Maggi @ 11:42 laugardagur, janúar 22, 2005 Jæja, er ekki búin að skrifa lengi, en núna er ég með fréttir, ég er kominn á klakann aftur, herinn buin og maður bara að lifa sig inn hérna aftur á landinu. 14. Jan lenti ég á klakanum um miðja nótt eftir að hafa verið allan daginn á ferðinni, lagði af stað frá friedrichshafen í þýskalani með ryanair.com flugfelaginu, en velin flaug af stað um hálf eitt... flugið kostaði 70 evrur, og svo borgaði ég 70 evrur í yfirvikt :/....Um hálf tvö lenti ég á Stansted í london og beið þar til klukkan 23:15 til að geta flogið heim með Iceland Express, en þeirr vel seinkaði um 3 tíma og ég var buin að bíða nógu lengi þegar... En það merkilega við þetta flug var að Forseti Íslands var um borð í þessari vel, þannig að Iceland Express er orðin forsetavelin... En um hálf þrú um nóttina lenti ég loksins á landinu, þar sem elskan mín hún Tinna tók á móti mér... Núna er ég búin að vera viku heima, að koma mér fyrir í nýrri lítilli sætri íbúð í Stórholtinu með Tinnu, og er reyndar lítið buin að vera að auglýsa komu mína, en það er kominn tími til þess að fara að hitta ykkur öll :) maður er náttla farinn að sakna ykkar... Fyrir þá sem vilja hafa samband er hægt að ná í mig alltaf í gamla gemsanum mínum, 8680546 og í nýjum heimasíma, 4875503 :) svo er ég náttla farinn að fara á netið líka aftur og er því hægt að spjalla á msn og svo bara hittast einhverstaðar og spjalla analog... En ætla að fara að knúsa Tinnu núna svo heyrumst bara... Maggi @ 14:00 mánudagur, janúar 10, 2005 Jæja, maður er ekki buin að láta heyra í sér lengi, enda tölvan ekkert kominn í lag ennþá... En ég er með fréttir... Þann 7. Janúar síðastliðin kláraði ég mína 300 daga herskyldu í Sviss, og þar með er ég laus og liðugur aftur og í hópi þeirra fyrstu sem klára alla skylduna í einu.Við vorum að vakta sendiráðin í Zurich seinustu 3 vikur, og um áramótin átti ég frí, en þá kom Tinna í heimsókn til mín, og Foreldrar mínir líka, frá 29. Des til 01. Jan. Það var stuttur tími en virkilega yndislegur og mun ég aldrei gleyma því. Það var mjög gaman að fá að sýna Tinnu Sviss og féll hún greynilega fyrir því :) Fórum upp í alpana meðal annars og vorum við virkilega heppin með veðrið, allavega var tímin nýttur mjög vel þessa fjóra daga. Við sendiráðsvaktina var ég yfirmaður yfir könnunarsveit, og var með sömu ábyrgð og réttindi og Sergant, það var soldið gaman að prófa það, en þetta gekk allt vel og ekkert markvert gerðist hjá okkur. En núna er stundin að renna upp, ég er á leiðinni heim, um næstu helgi mun ég koma til landsins og er planið að vera þar núna eftir, njóta þessa að vera komin heim, leita að vinnu og bara venjast borgaralífinu aftur, en mig er farið að hlakka til þess, og verður gaman að sjá hvernig gengur að aðlagast ;) En aldrei að vita nema ég skrifa eitthvað áður en ég kem aftur, þar sem tölvan mín hefur ekkert virkað hef ég ekki getað sett myndir né skrifað neitt, en ég bara segi þeim sem vilja sögurnar úr hernum... Maggi @ 19:02 föstudagur, desember 24, 2004 Saelt veri folkid a thessum fallega degi, tölvan min er ekki enntha kominn i lag tvi midur en eg kom mer i svona sjalfsalatölvu bara. til ad segja fr seinustu vikum, ta var fzrir tvemur vikum svona sersveitaaefing sem var mjög skemmtileg.I seinustu viku var eg a islandi i surprise heimsokn, en eg fekk viku fri, og thar sem eg var ekki buin ad koma heim i eitt ar akvad eg ad skreppa heim, en sagdi samt engum thad, svo maetti eg bara a stadin og gerdi alla hissa, ta sem eg hitti ekki, ta hitti eg ykkur eftir thrjar vikur aftur, vildi eyda tessari viku med familiunni og elskunni. Nuna er eg a herstödinni, a adfangadag, en atti fri i gaer og keypti nokkrar gjafir. I kvöld byrja eg ad vinna, en vid erum ad vakta sendirad fram til 6. Jan. Eg er med fint job, eda er yfirmadur hja könnunarsveit og er tvi bara i bil allan timan ad keyra um Zurich. Vid erum med mikin rett, eda vid höfum heimild til ad skipa folki fyrir, leita a tvi og i farangri, athuga ID, handtaka, beita likamlegu valdi og ad lokum höfum vid heimild til ad beita skotvopnum, en tvi fylgir mikil abyrgd, thar sem vid berum fulla abyrgd a theirri notkunn. Thetta verda tvi serstök jol hja mer, ad tryggja öryggid i borginni, tar sem gerist vanalega aldrei neitt, em madur ma aldrei segja aldrei. Vona bara ad ekkert gerist :) En eg segi bara gledileg jol til ykkar heima, og hafid tad gott, eg hugsa heim medan eg er ad vinna i nott um jolin heima, en tetta verdur bara enn ein ny reynslan, og öll reynsla er god. Bid ad heilsa og hafid tad gott yfir hatidirnar Maggi @ 08:48 mánudagur, nóvember 29, 2004 Nuna er eg i sma vanda, straumbreytirinn a lappanum minum brann yfir sig tannig ad eg hef enga tolvu til ad skrifa i nema svona sjalfsala, en i seinustu viku skutum vid adalega, med MP5 og SIG550 og skodudum hundatjalfunarstod hja hernumum, i dag forumn vid ad skoda gotthardgongin, sem eru lengstu bilagong i heimi, og forum i fjallgongu a vegum herssins, nema inn i fjalli, vid lobbudum 6 km i litlum gongum, og upp 1300m adalega troppur, en tad er allt tengt med gongum tarna, vaeri haegt ad labba i viku an tess ad klara oll gongin... alveg magnadMaggi @ 18:50 sunnudagur, nóvember 21, 2004 Jæja fólkið gott, þá er kominn tími til að skrifa aftur, þarseinasta vika var ekkert sérstök, ekkert til að segja frá, bara einhverjar leiðinlegar æfingar og liðskönnun, en þessi vika var hinsvegar mjög skemmtileg og áhugaverð, ein af bestu vikunum.Við fórum á mánudeginum í ráðhúsið í Bern, höfðuborð Sviss, þar var farið í gegn og allt útskýrt, mjög fallegt hús, þann dag var líka æfing í VIP fylgd á stríðssvæðum. Þriðjudagurinn var bestur, þá fórum við til Alpnach að skoða flugherinn, og flugum með Super Púma þyrlum hersins, það var mjgö skemmtileg upplifun, okkur var flogið út í skóg einhverstaðar, þar átum við hádegismat, og svo var okkur flogið aftur til baka, svo höfðu þeir kynningu á starfsemi flugvallarins í heild sinni, en þeir eru reknir eins og flugmóðurskip, bara á landi, óháðir umhverfinu og algjörlega sjalfstæðir. Á miðviudeginum var æfing í VIP flutningi, sem tókst svona lala, og svo eftir hádegið fórum við að skoða landamæragæsluna, það var líka mjög fræðandi, þar var farið í alla þætti, fölsun skilríkja, leit í bílum, hundar og fleirra. Á fimmtudeginum fórum við til Thun að skoða skriðdrekaherma og þjalfunarstöð hersins fyrir skriðdrekadeildirnar, en Sviss á fullkomnustu skriðdrekaherma í heimi, ég var svo heppin að ég fekk að keyra Leopard skriðdreka, eða hermi, en hann var mjög raunverulegur, maður fór inn í klefa sem hreyfist upp og niður og fram og aftur, og er 1:1 eins og leoinn inní, svo keyrir maður eftir alvöru landslagi, sem er módel kannski 1:1000, allavega mjög raunverulegt og gaman, einnig skoðuðum við gamla dreka sem eru þarna á safni, og ég sá í fyrsta sinn með berum aumum Königstiger og fleirri goðsagnir úr seinni heimsstyrjöldinni, tók nokkrar myndir. Föstudagurinn fór í sjafsvörn og nágvígisbardaga, mjög skemmtilegt og mörg ný trix sem við lærðum, núna er bara að æfa þau svo maður geti kannski notað þetta einhverntíman ef maður þarf... Næsta vika verður líka skemmtileg, við förum á morgun að skoða hundaþjalfunarstöð hersins í Bern og á þriðjudaginn til Schaffhuse að skoða kastala og eitthvað, hina dagana erum við að skjóta með SIG550 og MP5... En segi ykkur meira frá þvi í næstu viku... Maggi @ 18:38 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |