*
*
*
*

sunnudagur, október 24, 2004

Jæja, þá ætla ég að segja frá þessari viku, sko seinustu viku og vera komin á réttan kjöl með bloggið loksins...

Sko mánu og þriðjudagur fóru í skyndihjalparþjalfun, en ég sá mér til mikillar mæðu að þeir sem voru að kenna voru ekkert að kunna þetta neitt vel, en þar sem maður er búin með skyndihjalp 1, 2 og 3 hjá flubbunum í reykjavík þá tók maður bara að sér að kenna hana, líka þeim sem áttu að kenna hana, þetta var verra en sú skyndihjálp sem maður lærir þegar maður tekur bílpróf...

En svo fóru hlutirnir að vera skemmtilegir, á miðvikudag var undirbúningur fyrir stóra æfingu á föstudeginu, semsagt alvöru bardagaæfingu með leyserbúnaði og púðurskotum, nema ég og annar félagi minn fengum sérstaka þjalfum, við fengum alland dagin frá kl 8 að morgni til kl 24 um kvöldið, leyniskyttuþjalfun, ekki að skjóta heldur það erfiða, að læðast að skotstöðunni, bíða og undirbúa, læðast til baka, og þetta er erfiðasta þjalfun sem ég hef gert í hernum.

Við fengum búnaðin, það var ekkert lítið, eins og sést á myndunum í albuminu, svo var bóklegt fram að kaffi, svo gerðum við okkur smá felugalla, enda ekki mikið hægt á svona stuttum tíma, og meðan hinir fóru að fá sér bjór, fórum við með þyngsta bakpoka sem ég hef haft á bakinu að læaðst um allan skóginn með nætursjónauka, og það var labbað frekar hratt, og með þennan poka á bakinu, hef aldrei verið komin nálægt mörkunum og þarna... en ég lifði þetta af á lokum, en þetta var bara undirbúningurinn sko ;)

Svo á fimmtudaginn var farið að skoða safn, eða her safnið í Sviss, einkarekið safn sem sérhæfir sig í skriðdrekum og svoleiðis hlutum, mjög gaman að skoða, tók líka nokkrar myndir þaðan, þarna er hægt á laugardögum að fá að fara með eða keyra skriðdrekana á safninu, en öll farartækin eru ökuhæf á safninu, og það eru vægast sagt mörg áhugaverð ökutæki þarna.. eftir hádegið, var farið í kjarnorkuver, eða það stærsta í sviss, sem framleiðir 1200 Mw, það var líka mjg áhugavert, við fórum inn í strompin stóra, sem einkenna kjarnorkuver, en það er bara kæliturn, og þarna inni er 38 gráðu hiti og 100% loftraki, bara eins og gufubað.

En svo leið að föstudeginum, allir fóru að sofa um átta leytið til að vakna um kl 3 um nóttina, nema leyniskytturnar, þær fóru út í skóg, elduðu sér mat og gerðu sig til fyrir langa nótt :)

Við byrjuðum á því að labba langa leið, með náttla þennan stóra og þunga bakpoka, við komum að litlum skúr, þar klæddum við okkur úr meðan hins stóð vakt og fórum í regngalla, svo löbbuðum við upp á sem náði á köflum upp að mitti, við löbbuðum svona 700 metra í ánni, en ég var nsætum dottin stundum, enda erfitt að halda jafnvægi með þennan poka og riffil í hendinni, félagi minn datt einusinni með hausin á bólakaf, en slapp, sem betur fer var nætursjónaukin vatnþéttur, en hann var með hann á andlitinu.

Okkur var búið að seinka soldið þannig að við ákvaðum að sitja fyrir óvininum á öðrum stað en var planað, semsag að stija fyrir þeim hjá brú og litlu þorpi, við komum okkur fyrir í hlíð rétt hjá, eða um 80 metra frá, en þetta leyserdæmi var ekki að virka nógu vel hjá okkur og því neyddumst við til að vera svona nálægt, annars hefðum við verið í minnsta lagi 2-300 metra í burtu, en við földum okkur mjög vel undir felunetum og biðum, ferðin á staðin tók 7 klst, þótt þetta væri bara 2 km spölur, en leyniskyttur fara alltaf hægt yfir, við biðum í skotstöðu í 3 og halfan tíma, en það kom þoka um morguninn, og við heyrðum óvinina labba framhjá, en sáum þá ekki, ekki heldur í nætursjónaukanum, þannig að við urðum að láta ´þá sleppa í þetta skiptið, hefðum ekki getað farið nær, því þá hefum við fundist og gátum ekki skotið bara upp í lofið, svona er þetta bara stundum, en okkar mission var samt ágætt, við lifðum það af.

Svo læddumst við til bara á herstöðina og fórum að sofa, enda veitti ekkert af, en sváfum bara í tvo tíma, því svo þurftum við að þrífa og ganga frá öllu draslinu, svo um fjöguleitið fórum við heim í helgarfrí, og núna er það búið og ég er að fara aftur...

Núna verð ég bara að vera duglegur að skrifa á næstunni, en í næstu viku verður farið einvhvert í sviss þar sem við verðum heila viku á æfingu í að vakta hús eða "object", setja gaddavír í kring og vakta 24/7

En þangað til næstu helgi, bið ég bara að heilsa


Maggi @ 16:55

Tungumál - Sprache

Deutch

Um mig

Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)


Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland

Sími: 8680546
MSN: maggragg[hjá]hotmail.com
Sendu mér póst

Bloggarar

Solla gella
Tinna
Jóhanna
Alla Rún
Jumper
Oskar og Vala
Klakinn
Björk
Konni
Sigga Fríða

Tenglar

Skotfélagið Skyttur
Myndaalbúm
Friðagæslan í Kapúl
Utanríkisráðuneytið
NordicSniper
Svissneski herinn
Hugi.is
FBSR
Íslensk síða um FFL
PoppTíví
RÚV

Gestabókin

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina (skylda!)

Spjall

Nafn

URL eða Email

Skilaboð(Broskarlar)

Annað

Það hafa heimsótt mig
síðan 2. Nóv 2003


skoða

Skjalasafn

05/11/2003 - 05/18/2003
11/02/2003 - 11/09/2003
11/09/2003 - 11/16/2003
11/16/2003 - 11/23/2003
11/23/2003 - 11/30/2003
11/30/2003 - 12/07/2003
12/07/2003 - 12/14/2003
12/14/2003 - 12/21/2003
01/11/2004 - 01/18/2004
01/18/2004 - 01/25/2004
01/25/2004 - 02/01/2004
02/01/2004 - 02/08/2004
02/08/2004 - 02/15/2004
02/15/2004 - 02/22/2004
02/22/2004 - 02/29/2004
02/29/2004 - 03/07/2004
03/07/2004 - 03/14/2004
03/14/2004 - 03/21/2004
03/21/2004 - 03/28/2004
03/28/2004 - 04/04/2004
04/04/2004 - 04/11/2004
04/11/2004 - 04/18/2004
04/18/2004 - 04/25/2004
04/25/2004 - 05/02/2004
05/02/2004 - 05/09/2004
05/09/2004 - 05/16/2004
05/16/2004 - 05/23/2004
05/30/2004 - 06/06/2004
06/06/2004 - 06/13/2004
06/13/2004 - 06/20/2004
06/20/2004 - 06/27/2004
06/27/2004 - 07/04/2004
07/04/2004 - 07/11/2004
07/18/2004 - 07/25/2004
07/25/2004 - 08/01/2004
08/01/2004 - 08/08/2004
08/08/2004 - 08/15/2004
08/15/2004 - 08/22/2004
08/22/2004 - 08/29/2004
09/05/2004 - 09/12/2004
09/12/2004 - 09/19/2004
09/19/2004 - 09/26/2004
10/24/2004 - 10/31/2004
10/31/2004 - 11/07/2004
11/07/2004 - 11/14/2004
11/21/2004 - 11/28/2004
11/28/2004 - 12/05/2004
12/19/2004 - 12/26/2004
01/09/2005 - 01/16/2005
01/16/2005 - 01/23/2005
02/20/2005 - 02/27/2005
02/27/2005 - 03/06/2005



This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

.