|
|
|
|
sunnudagur, október 24, 2004 Jæja lesendur góðir, núna er kominn tími til að skrifa seinustu 5 vikur eða svo þar sem ég er búin að vera allt of latur að skrifa, og var bara næstum búin að gleyma blogginu, en held að ég skipti þessu niður í nokkra kafla, þar sem það er margt búið að gerast á seinustu vikum.Sko, vika 27 eða vikan eftir VIP Ævintírið vorum við einhverstaðar í ölpunum að hreinsa vopnasvæði af sprengjum og sprengjubrotum, þetta var einhverstaðar langt upp í fjöllum og það var nokkuð kalt, en þarna höfðu stórskotaliðið ásamt sprengjuvörpum skotið mörgum tonnum upp í hlíðar fjallsins, við fórum með strigapoka hver og bakpoka, svo hófst leitin, það var leitað í öllum kimun og gjótum, fundum fullt af drasli, og nokkrar virkar sprengjur, sem voru annaðhvort sprengdar á staðnum eða færðar og sprengdar saman. Að vera 30 metra frá 8.1 cm sprengju úr sprengjuvörpu (mortar) er svakalegt þegar hún springur, það drynur allt og nötrar, þvílík upplifun, en ekkert við hliðina á 12 cm mortar sprengju, við fundum eina virka í fjallshlíð, nánar tiltekið í skriðum, það var settur sprengjubúnaður upp og við fórum í skjól bak við risa klett í um 100 metra fjarlægð og biðum með munnin opin, en maður verður að hafa hann opin þegar það er verið að sprengja eitthvað stórt út af þrýstingnum. Við biðum, svo allt í einu kom líka þessi höggbylgja, það var eins og allt titraði, stóri keltturinn titraði, loftið titraði og þessi djúpi bassa hvellur var rosalegur, svo sáum við risa hnullunga og grjót fljúga yfir okkur mörg hundruð metra fram í dalinn fyrir neðan. Þetta mæli ég með að allir upplifi, prumpa bara á kínverjana sem manni fannst svo skemmtilegir áðurfyrr. En já, eitt sem ég var ekki búin að segja frá heldur var að við vorum eina viku í lögregluþjalfun, semsagt svona grunnþættir og kynningar, þar vorum við meðal annars settir út á gatnamót og áttum bara að stjórna umferðinni, eftir korters tilsögn, slökt á umferðarljósunum og maður stendur þarna eins og asni, en þetta er samt ekkert svo erfitt, maður er bara stressaður fyrst. Einnig var farið í ransókn á vettvangi, hvað á að taka myndir af, hvað á að skrifa niður, hvað á að gera yfir höfuð... Einnig allt um áfengi og akstur, eyturlyf, eyturlyfjahunda og svona almenn löggukynning, en mjög áhugavert. Og frá Íþróttamótinu sem ég tók þátt í, þar sem keppt var í 300 metra skotfimi, handsprengjukasti, og 4 km hlaupi lenti ég í sæti 48 af 500 eða svo, og í 11. sæti í skotfimi. Svo fórum við á meistaramót í skotfimi líka, alltaf að gera eitthvað svona :) og þar lenti ég í 8. sæti af veit ekki hvað mörgum, en allavega 165 hæðstu voru á listanum :) ég var 2. hæðstur í mínu kompaní en svo daginn eftir var próf hjá okkur í skotfimi, þar sem maður getur unnið orðu á búningin, en ég er alltaf svo oheppin þarna, maður þarf að ná 72 stigum af 85 og ég náði sama og seinast, 71 stigi. Ég skil þetta bara ekki, mér er bara ekki ætlað að fá þessar orður, einnig fitnesorðan, vantaði 10 stig til að ná 325 stigum sem þarf til að fá hana, seinast vantaði mig 7 stig til að ná 265 sem þurft þá :( held ég sé ekki hæfur hermaður. En þýðir ekkert að vera fúll yfir því, ég á orðið tvær orður í skotfimi... Maggi @ 16:11 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |