|
|
sunnudagur, október 24, 2004 En já, við fengum tvö stór frí seinustu viku, tvö fimm daga frí, sko við fengum frí því við áttum að fara að vakta hersýningu í frönskumælandi hluta Sviss, eða í um viku. Fyrst fengum við þó skemmtilega þjalfun á nýja riffillin hja hernum, en það er stutta útgáfan af okkar, svipað og M4A1 hja kananum, en já, hann er allavega mjög stuttur, með red dot sjónauka og rosa skemmtilegur að skjóta með... en hvað um það.Við fórum til Martygni eftir þetta langa frí og skotæfingarnar, þar áttum við að vakta þessa hersýningu á nóttunni, og á dagin höfðum við frí bara, nema við sváfum þá aðalega. en þarna var fullt af spennandi dóti, skriðdrekar og annað skemmtilegt, ég lærði að skjóta stinger flaug go hvernig maður skýtur með artillery eða miðar út skotmök með eagel bílnum, já og svo kynntist maður leopard 2 og CV9030 frá hagglund, en það er nýr APC sem herinn var að kaupa, semsagt fólkslutningadreki, allt tölvustýrt inn í honum, tölvuskjáir út um allt og 30 mm fallbyssa sem skýtur 200 skotum á mínútu (fræðilega). En á kvöldin vorum við alltaf á sýninguni að skoða, allir voru að drekka eða í tívoli, eða skoða græjurnar, var bara nokkuð gaman, nema þegar við vorum á vakt, ekkert erfitt svosem, bara gerðist ekkert, við vorum bara vopnaðir með piparspreyi... en það er svosem nóg. Einn dagin fór ég ásamt nokkrum félögum að skoða hæðstu stíflu í evrópu að á að heita, en hún er einmitt í þessum hluta landsins, langt upp í fjöllum á afskektum stað, hún er frá botni og up 285 metra há, en virðist minni, tók nokkrar myndir af henni, við fórum einnig í skutlukepni á henni, en einginn skultan komst niður því þær brotlentu alltaf á stífluni, sennilega sökum uppstreymis, en já, man ekki eftir neinu bitastæðu, nema já efitir þetta þá fengum við aftur 5 daga frí, frá þriðjudegi fram á sunnudag, en hvað það var mikið sældarlíf :) Maggi @ 16:36 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |