|
|
sunnudagur, september 12, 2004 Jæja, verð að fara að skrifa eitthvað, t.d. segja frá Andermatt ferðinni okkar... Við vorum semsagt viku upp í ölpunum, en það var bara mjög gaman, skildum byssurnar og allt óþarfa drasl eftir á stöðinni, fengum nýjan búnað þarna, svo sem plastskó, klifurgræjur, ísexi og mannbrodda...Svo fóru fyrstu tveir dagarnir bara í að læra núta og klifra og síga, samt mjög gaman, næstu þrír dagar fóru í að labba upp á tinda og svona, við löbbuðum upp í 3099 metra hæð, það er mitt met í dag, enda ekki hægt að slá það á íslandi, en um kvöldið settum við upp tjaldbúðir í 2000 metra hæð, sem er nú ekki svo mikið þannig séð, en það var bara gaman, þurftum að elda sjalfir og svona. Daginn eftir var aftur labbað einhverja 6-7 tíma, þessir plastskór ullu mér soldið angri, því ég var að drepast í löppunu eftir þá, en beit á jaxlin og kláraði gönguna, við gistum þá í skála sem er einhverstar í burtu frá öllu, en samt með þjónustu og sjoppu, gátum keypt okkur bjór þarna, en það er allt flutt þanga með þyrlu... Daginn eftir var labbað til baka og svo bara beint heim, mjög gott að komast heim eftir góða stund í ölpunum. Seinasta vika var líka mjpg góð, vorum í þjalfun hjá herlögguni, semsagt í lögguskóla, En það var farið í mörg atriði, við vorum settir út á gatnamót og látin stjórna upferðinni, mjög gaman þegar maður var búin að komast á lagið. Við fórum einnig í vettvangsransóknir á bílslysum, eiturefni og eiturefnahunda, fengum að sjá bremsupróf hjá hernum sem flest farartæki hersins voru prófuð, byrjað á lítlum herjeppa og endað í 56 tonna leo skirðdreka :) það var mjög sérstök sjón og tilfinning að standa 3 metra frá þegar hann neglir niður á 50 km/klst. Svo höfðum við líka fallega helgi núna, fengum að fara heim á föstudag og svona, það munar miklu hvort við förum heim á föstudagskvöldi eða laugardagsmorgni, einu djammi meira og sofa út tvisvar um helgi.. Næsta vika verður spennandi, þaðe reyndar einvher íþróttavika, en ég hef fengið sérverkefni, en það er að leika VIP fyrir þýska sérsveit sem er að koma hingað til að þjalfa lífverði, verður gaman að upplifa það einusinni að hafa alvöru lífverði, svo eru aðrir sem eiga að reyna að stela mér eða eitthvað :) Maggi @ 20:09 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |