|
|
|
|
sunnudagur, ágúst 08, 2004 Jæja, þá er herþjalfunn minni lokið í hernum og ef ég væri bara venjulegur hermaður, þá væri ég kominn í frí núna, þangað til á næsta ári, þar sem ég þarf að fara 3 vikur á ári í endurþjalfin til 32 ára aldurs. En ég er í þeirri deild sem tekur alla herskylduna í einu, og erum við úthlutaðir til herlögreglunar.Við erum um 120 manns sem verðum viðbragðsdeild hersins, við eigum að vera tilbúnir að fara hvert sem er í Sviss á innan við klst. Ef eitthvað gersit eins og náttúruhandfarir, hriðjuverk, mótmæli eða annað þessháttar verðum við í action þar. En þar sem þetta gerist ekki á hverjum degi þá er allur tímin planaður sem þjalfun, við fáum mjög fjölbreytta og skemmtilega þjalfun eins og ég var áður búin að nefna. Við erum þeir fyrstu sem gera þetta, þannig að við erum líka tilraunaverkefni. Ríkisstjórnin bindur vonir við okkur, en þetta er það sem hún vill sjá í framtíðinni, her sem er meira atvinnuher heldur en miliz her eins og núna, en miliz her er her þar sem allir fá þjalfun og allir landsmenn eru hermenn með vopnin heima hjá sér tilbúinir alltaf. eða eitthvað í þá áttina. Já, semsagt til 7. Janúar 2005 verð ég í hernum... Við höfum ekkert eiginlegt frí eða neitt þannig, en ég býst við að þetta verður mjög spennandi tími. Það bjóðast miklir möguleikar á eftir, og þá sérstaklega fyrir Svisslendinga, en þeir sem hafa gert þetta eiga miklu betri möguleika á vinnumarkaðinum. Plús að það er gott að fá vinnu í þessum geira með þessa þjalfun og reynslu sem við höfum úr þessu, t.d. eigum við möguleika á að vinna hjá herlöggunni á eftir, eða fara í friðargæslu eða atvinnuherinn. Einnig býðst möguleikinn á að halda áfram upp stiga (foringjaskólinn). En já, ég kem með fréttir af þessu hvernig þetta verður allt saman. en ég er mjög bjartsýnn á þetta. En efég segi smá frá seinustu viku, þá var hún nú aðeins strembnari en ég bjóst við, hún líktist soldið fyrstu vikunni, stress og caos. Við skiluðum öllum búnaðinum, svo kom í ljós að það var einn sjónauki horfinn, semsagt einhver hafði stolið honum, en þetta er 80.000 króna stykki og kallast viðkvæmur búnaður, þannig að herlöggan mætti á svæðið, leitaði í gegnum allan búnaðinn okkar, hvern og einasta, hvar var þuklaður, og allir personulegir munir gaumgæfilega ransakaðir, þeir vopru greinilega að leita að einhverju fleirra en sjónauka, því ég efast um að það sé hægt að fela svoleiðis stykky undir skóinnleggi. En svo kom föstudagurinn langþráði, þar sem deildin okkar tyndi svo miklum búnaði, þurfti að reikna tapið út og það tók soldin tíma, við tyndum búnaði fyrir u.þ.b. 350.000 kr, og sjónaukin er talin með. Þetta var dregið af laununum okkar. Svo um kl. 18:00 fórum við heim, með allan búnaðinn okkar, beltið, bakpoka, tösku og riffillinn, Ykkur finnst það kannski skrítið að maður sé með herriffil í lestinni bara svona í hendinni, en þetta er bara ósköp eðlilegt hérna í Sviss, það tekur meira að segja enginn eftir því þítt maður rölt um með herriffill á bakinu á opinberum stöðum... En já, í fyrramálið legg ég í hann, kannski er plás fyrir lappan, vona það og þá verð ég í sambandi í vikunni, en að mér skildist er líka tölvustofa á þessari stöð sem við erum á þannig að ég held að ég verð í meira sambandi við umheiminn en áður. En þetta er komið gott í bili held ég, heyrumst. Maggi @ 20:46 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |