|
|
|
|
laugardagur, júlí 10, 2004 Jæja, þá er þessi vika liðin líka, var ein stór æfing og ein ganga, þessi æfing var fyrir okkur bara svefn, við keyrðum um í bryndrekum allan dagin, tókum þátt í einum bardaga sem stóð í 20 mín og svo restina af deginu sátum við inní lokuðum dimmum drekanum, frá kl. 9 um morguninn til kl. hálf þrjú um nóttina.En daginn eftir var þetta ekki svona auðvelt, þá fengum við 4 panzerfust (13 kg) 6 léttar Claymore sprengjur og 1 þung( 4 kg og 25 kg ) 2 sjúkrabörur, 25 lítra vatnspoka, teppi og svo okkar eigin búnað, þessu skiptum við niður á 9 manns og gengum svo með þetta í 5 tíma, þetta var hell... svo batnaða það ekki þegar það koma "C Alarm" sem þýðir eiturefnagallinn upp og gasgríma, og þannig var labbað áfram. svo fengum við að fara úr gallanum aftur og labba afganginn, en það var ekki allt, við þurftum að setja einn úr hópnum á börur og draga nokkra km, og hin baran dróg flest vopnin. Þetta var bara ágæt æfing svona eftirá, næsta vika sem verður þessi "hellweek" verður svona nánast allan tíman, við löbbum á hverjum degi með svona drasl og á fimmtudeginum löbbum við um 60 km, reyndar án þessara vopna, um það bil 11 tíma ganga. og öll vikan verður lítill svefn og lítið að borða, eða það hefur maður heyrt, þetta verður spennandi :) Í gær var mesti letidagur sem ég hef kynnst, við þurftum að taka allt okkar dót út og setja það á annan stað, eftir hádegi var ekkert, allir fóru bara að sofa, og ekkert gerðist meira í gær, kannski var þetta bara svona aukahvíld fyrir næstu viku. En núna er ég að fara til Zurich á Íslendinga samkomu þar, er búist við rúmlega 10 íslendingum sem búa hérna, verður gaman að hitta íslendinga aftur og geta bablað smá... Maggi @ 14:09 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |