Jæja, það eru komnar nýjar myndir í myndaalbúmið frá seinustu tvemur vikum, en ég er ekki búin að taka margar myndir seinustu vikur.
En seinasta vika var mjög skemmtileg, við vorum á æfingarsvæði sem er heilt þorp með öllu, Banka, bensínstöð, verslun, hóteli, en þetta eru allt tóm hús sem eru ætluð til að æfa húsbardaga, svo eru líka rústir til að æfa í. Við æfðim alla vikuna, að stöðva bíla og leita í þeim og handtaka fólk, einnig að stjórna aðgangi fólks og þessháttar, Svo lærðum við húsrýmingu eða svona SWAT tækni, að rýðjast í hús og eyða óvinum eða bjarga gíslum.
Svo gistum við eina nótt þarna og vorum með vakt, við það var notast við hitamyndavelar og nætursjónauka, en þessar hitamyndavelar eru magnaðar, maður sér hitan frá dekkjum bifreiða nokkrum stundum eftir að þeim var lagt, og það er nánast ómögulegt að féla sig fyrir þeim. .
Við vorum einnig með vegatálma sem þurfti að vakta og þetta var nokkuð raunverulegt, en það sem var verst var að þurfa að bera þessi skotheldu vesti, en þau eru alltof þung, maður er farinn að venjast þeim, en eftir að hafa borið þau í um 15 tíma þá fara þau að reyna soldið á bakið, en eftir svona nokkra daga tekur maður ekki eftir þeim
En núna byrjar næsta vika og ætli hún verði ekki álíka spennandi og sú seinasta. Maggi @ 13:41
Tungumál - Sprache
Um mig
Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)
Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland