Það er bara kominn miðvikudagur, þetta líður svo hratt. Í gær var bara snilld, ég var í hóp sem áttum að sýna demó fyrir allan skólan, við áttum að sýna hertækni í að leita í skógi og storma svo á hús, við vorum með púðurskot og laser, og nokkrir léku óvini.
Ég var svo heppin að fá það verkefni að vera einn af hermönnunum og snappa, semsagt í miðri aðgerð að fá taugaáfall, til að sjá hvernig foringjinn ogkkar brygðist við og félagar mínir. Það vissi enginn annar af því að ég ætti að gera þetta, svo sturlaðist ég og sumir héldu að ég væri að sturlast í alvörunni, en foringjin brást skjótt við og sendi mig í brynvagnin og hélt áfram. Þannig að ég þurfti að hanga þar sem eftir var af æfingunni, sem var ekkert svo gaman, en fínt að sjá æfinguna af fyrsta farrými.
En svo á eftir var gaman, þá vorum við í skotboxinu og skutum um 100 skotum hver úr alskyns stöðum, í sjalfsvörn og á ferð, mjög gaman. Lærðum líka nýja tækni og skutum fullt af púðurskotum þar, líka gaman.
Í dag var svo brynvagnin sem við fáum fljótlega kynntur fyrir okkur, og við vorum líka í sporti í dag, semsagt mjög rólegur dagur, á eftir er svo sjalfsvörn.. En ég byð að heylsa í bili, búin að taka fullt af myndum fyrir næstu helgi... Maggi @ 11:04
Tungumál - Sprache
Um mig
Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)
Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland