Jæja, þá er þessi vika búin, við lærðum margt nýtt en ég tók ekki margar myndir. EN því miður kemst ég ekki í foringjaskólan núna, og sagði Yfirmaðurinn að ég þyrfti að reyna í 13. viku að komast, en þetta er út af þessu nýja systemi, en ég er ekki sá eini sem vill komast í foringjaskólan, en komst ekki núna. En það verður bara að hafa það, og maður verður bara að reyna næst aftur.
En góðu fréttirnar eru þær að ég verð sprengjusérfræðingur, en það eru bara 15 af tæplega 200 sem komast í það :) Þannig að næsta vika gengur bara út á að læra um sprengjiefni og svona... Þessu viku lærðum við meðal annars að nota nætursjónauka, mace úða, skjóta í fullum eiturefnagalla, skríða meira með panzerfaust, fyrstu hjálp, löggæslu störf eins og að stoppa bíla og handtaka fólk, kasta handsprengjum og labba um með skotheld vesti... en ætli maður fari ekki að leggja sig núna...
Næstu viku tek ég tölvuna með á herstöðina, það ætti ekki að vera mikið mál, eru nokkrir með lappa, en þá get ég skrifað meira á bloggið og þið getið fylgst með, jafnvel daglega... Maggi @ 07:46
Tungumál - Sprache
Um mig
Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)
Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland