laugardagur, apríl 10, 2004
Handsprengjur eru yndisleg fyrirbæri, allavega þessar æfingarhandsprengur, sem eru bara með sprengiefni. Á föstudaginn kastaði ég tvem :) Hópurinn stóð allur í svona steynsteyptu skýli, sem var opið að framan, og svona 50 m frá bakvið skýlið var handsprengjusvæðið.
Einn fór í einu með tvær handsprengjur bakvið skýlið, svo heyrði maður þegar það var kallað varuð handsprengja, svo kom líka þessi langi og þungi dynkur BOOM!!! og skýlið nötraði og skalf... Þetta var bara töff. Svo kom að mér, fekk tvær handsprengjur og labbaði út, maður var ansi spenntur. Svo sýnid æfingastjórinn mér hvar skotmörkinn væru, Eitt var 1 meter frá mér hinumeginn við múrinn, þetta var svona spíta með spjaldi á, svona einskonar karl. Maður gerði allt eins og var búið að kenna mann, tók handsprengjuna upp, kíkti yfir múrinn, tók pinnann út, kastaði henny yfir múrin og svo niður með hausinn.
BOOOOMM!! jörðin skalf og það ringdi mold og braka yfir mig, þetta var bara geggjað. Maður var alltaf að reyna að gera góða kínverja áðurfyrr en það er ekkert sem getur jafnast á við 120 gr af sprengiefni sem springur 1m frá manni. Svo Hlupum við á næsta stað sem var ekki bak við múrinn heldur lítil hæð sem var næsta skjól, kannski svona halfur metri á hæð og skotmarkið var í ca. 10 m fjarlægð, það gerði ég það sama, kastaði sprengjunni, hún lenti við hliðina á skotmarkinu en rúllaði í burtu, svo var bara farið í skjól, núna fann maður þrystibylgjuna! þetta er bara klikkað gaman... Skotmörkin tættust í sundur, og við þurftum að tína leyfar úr trjám sem voru ca. 50 metra í burtu... Einnig voru svona 40-50 cm djúpir gígar eftir handsprengjurnar.
Skrifa meira fljótlega...
Maggi @ 13:16
|