|
|
þriðjudagur, mars 02, 2004 Jæja, það er ekki langur tími núna, þarf að nýta hann vel. Er buin að gera einvherskonar blogg á "þýsku" fyrir félaga mína hérna en það er á http://maggraggch.blogspot.com á eftir að bæta svona tungumálavali hérna inná, kemur fljótlega.Svo verður nú gaman næstu viku, er að fara á bílasýninguna frægu í Genf og á æfingu hjá KFOR eða friðargæslusveitunum sem fara til Kosovo, verður bara spennandi, sérstaklega Genf sko, þetta er víst ein virtasta og frægasta bílasýning í heimi, og ég fæ að fara frítt, í boði Porche, Ferrari og Lamboghini eða hvernig sem það er nú stafsett. Svo ætla ég líka að heimsækja fullt af fólki næstu viku, fara í Airsoft við Rico, en það er leikur sem er víst bannaður á íslandi, eina landið í heiminum!!!!!!! Bara snilld, svipað og paintball, nema ekki litakúlur, heldur plastkúlur og er bara miklu raunverulegra, þar sem maður er með eftirlíkngar af vopnum, og eru sjalfvirk eða halfsjalfvirk, bara gaman!!! Svo endar maður þetta á "Ausgang" um helgina, seinasta helgin sem ég fer á djammið án einkennisbúnings þetta árið... Fer að drekka bjór með Hermann og félögum... Svo var ég eki búin að segja ykkur frá þessum myndavandræðum sem ég er búin að standa í. Ég lét framkalla heilan helling af myndum úr safninu mínu, eitthvað um 160 myndir í stærðinni 10x15, ok allt gott með það, þær komu, góð gæði og kostaði lítið, svo fer ég nú að leita af myndaalbúmi, en þeir eru svo gamaldags hérna að það fást bara einhver album til að líma myndirnar, ekkert svona eins og þessi góðu sem maður kaupir á íslandi, svona sem maður rennig bar myndunum í... þannig að Mamma sendir mér svona album, en þegar það kemur þá passa myndirnar ekki í, ég ekki allveg sáttur, en Mamma sendir nú annað albúm sem stendur á fyrir myndir að 10x15 cm. Svo kemur það, ég rosa glaður, ætla að byrja að setja myndir í, en NEI, þær passa ekki, ég mældi myndirnar, þær eru 11x15!!!! Arrrg! ég þarf að klippa 163 myndir til!!! ég nenni ekki að fara með þetta allt í þessa framköllunarstöð aftur! en sem betur fer fæ ég afnot af góðu skurðarborði í vinnunni, þannig að þá á þetta ekki að taka langan tíma... Gott að vera í góðri vinnu með skurðaborði og eiga bestu mömmu í heimi sem reddar manni alltaf :) Maggi @ 19:01 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |