|
miðvikudagur, mars 10, 2004
Þetta var bara frábær dagur, þetta er allveg mögnuð sýning, yfir 900 bílar og um 70.000 gestir á dag skildist mér... En já, við lögðum af stað snemma um morguninn, og náðum góðu stæði ekki langt frá höllinni sem er Hrikalega stór!!!!! Þetta var bara hreint út sagt magnað, bara flottir bílar og FULLT af fólki.
En það besta var að frændi minn var með VIP á alla flottu staðina, við fórum fyrst í Lotusbásinn, þar fengum við að skoða og setjast inní, svo var það Lamborghini, þar fengum við að prófa græjurnar líka, meðan allir aðrir horfðu á bílana úr fjarlægð, hehehe! Svo fórum við í kaffi uppi hjá þeim. Ferrari básinn var flottastur! Bara örfáir sem komast inn á básinn, en þessi bás var með mest aðsókn, það var soldið skrítið að að fá að vera þarna uppi og inní bílunum meðan þúsindir manns fengu bara að horfa á þá úr fjarlægð. Svo fengum við kampavín í boði Ferrari.
Masserati eða hvað sem það nú heitir, var næst, enda við hliðina á ferrari... það var líka flott! Svo var bara rölt um svæðið og svona það helsta skoðað, en það er ekki fræðilegt að skoða allt á einum degi held ég, þetta er svo mikið magn af bílum, fengum okkur smá bjór svo hjá Porsche... Svo kíktum við á svona fornbílasafn, með rosa flottum bílum... En já ég veit ekki hvað ég á að segja, enda mjög þreyttur eftir þetta alles. þetta var bara frábært, en myndir segja meira en þúsund orð eins og sagt er ;)
Maggi @ 20:35
|