Dótið sem ég þarf að taka með...
Þá ég ég búin að finna allt draslið sem er á listanum yfir það sem á að taka með, þetta er seinasti dagurinn minn hérna sem "frjals" maður, nei segi svona en já... Nú er komið að þessu og það er ekki laust við að maður er orðinn soldið spenntur. Á morgun kl. 13:30 er ég kominn í eigu hersins og þá hefst nýr kafli í sögu lífs míns, þetta verður vonandi mikil og góð reynsla, og er þetta náttúrulega langþráður draumur hjá mér að rætast...
Þið getið alltaf sent mér SMS og svo býst ég við að ég kemst á netið annað kastið svo þið verðið að vera dugleg að skrifa þar og fylgjast með.
En ég á eftir að segja frá gærkveldinu, Ég fór á svona "Skulls and Bones" samkomu, en þetta eru svona einskonar leynireglur sem fólk fer í eftir að hafa lokið stúdent eða háskóla, þetta eru reglur sem eru yfir 150 ára gamlar og eru mjög sérstakar hefðir í gangi þar, en það var allavega ókeypis áfengi þannig að þetta var mjög gaman. En það besta var að ég hitti foringja hermanns, sem var yfir honum þegar ég stalst á æfinguna, Hann kom og spurði hvort ég væri ekki maggragg, hehe, honum fannst þetta bara fyndið, fekk að taka myndir af síðunni minni til að nota fyrir síðu hersins...
Maggi @ 16:15
Tungumál - Sprache
Um mig
Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)
Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland