Og góða veðrið er ennþá, það er bara eins og það sé komið sumar eða eitthvað, skínandi sól, logn og hit... Og ég þarf að dúsa inn á skrifstofu :(
En á Sunnudag á að koma vetur aftur, þannig að í næstu viku verð ég fegin að þurfa að dúsa inn á skrifstofu.
Svo var eitthvað fífl að dreifa svína eða hænsnaskít eða einhverju álíka ógeði á tún sem ég fer framhjá á leið í vinnu, og hvað það stinkar maður, þetta er án efa versta lykt sem ég hef fundið, og inn í þéttbýli, ég hefði haldið að það þyrfti að rýma nærliggjandi hús....
Og af hverju þurfa konur að tala svona mikið!!! þetta á ekki við allar, en sumar geta talað út í eitt endalaust!!! það er ein sem er á skirfstofunni hjá mér, hún talar og talar og talar og talar um ekki neitt! Þegar einhver kemur inn þá byrjar hún, talar svona í einum tón, sem er svona skerandi, þannig að það er erfitt að loka á það... Svo fer hún stundum eitthvað að tala við mig, og hún talar og talar og talar, og ég fer bara á netið á meðan, og segi svona uhu inn á milli og brosi, og hún talar í KORTER!!! um ekki neitt.
Ætli það sé eitthvað til í þessu með þennan kvóta, sko orðakvótann. Hún hefur örugglega 30.000 orð á dag og hefur engann til að tala við eftir vinnu... Maggi @ 12:19
Tungumál - Sprache
Um mig
Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)
Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland