|
|
|
|
þriðjudagur, febrúar 17, 2004 Jæja, þá er að segja frá ævintýrum helgarinnar... Fór af stað með lest á föstudagsmorgun kl 6:00, svo lá leiðin til Ítalíu... fór í gegnum Gotthard, sem eru lengstu jarðgöng í Sviss o´g þótt víðar væri leitað. En vá hvað það er mikill munur á löndunum, þegar ég fór yfir landamærin breyttist allt saman, allt í einu voru húsin allt öðruvísi, allt var öðruvísi. Það var allt fullt af rusli út um allt, allt skítugt, föt hangandi út á svölunum, n.b. öll húsin voru með svalir og þetta var bara ótrúlegt.En já, ég komst til Reggio Emilia, þar sem Alla býr, lestin var reyndar sein, en þær eru það alltaf í Ítalíu... Svo var Reggio skoðuð og borðuð pizza, og svo drukkin bjór um kvöldið, náttla, og ekki af verri endanum, 1 líters krús af Leffe bjór, og svo gerði ég eigandaskipti á krúsinni, þannig að ég á hana en :) enda magnað glas... Daginn eftir var farið tlii Bolognia eða hvernig sem það er nú skrifað, 500.000 manna borg, og mesta menningarborgin í Ítalíu að mér skildist, mjög falleg borg, fult af gömlum byggingum og allt í sama lit og byggingarstílnum, kíkti á markað, sem var mjög stór, keypti mér helvíti góðan gore-tex jakka frá þýska hernum, bara nokkuð sáttur með hann. Um kvöldið var frábært að vera í miðbænum, þarna er menning sem vantar í Reykjavík, svona alvöru stórborgamenning, ekki eitthvað tilbúið eins og í Reykjavík, en það eru götulistamennirnir... Ég veit ekki hvað ég henti miklu klinki til þeirra, en það var bara gaman, þetta er alvöru menning, og það var alveg frábært að upplifa þetta... Svo var aðeins djammað um kvöldið, en það er merkilegt með krakkana hérna, hvað tískan er HOMMALEG hérna!!! ef þið bara mynduð sjá þetta.... Hrikalegt allveg. Á sunnudeginum var labbað um borgina og kíkt í heimsókn til eins skiptinemans... bara rólegur dagur og svo á mánudags morgunin var haldið heim, 7 og halfur tími í lest :) En þetta var allveg frábær helgi, og ég er ákveðin í að fara þangað aftur, því ég er búin að komast að því hvað það er magnað að sjá aðrað menningar og önnur lönd, þetta er rosa heillandi land, ekki til að búa í, heldur til að skoða... Svo heyrði ég í Hermanni um helgina, það er víst allt Kompaníið hans búið að fara á heimasíðuna hjá mér og skoða myndirnar, hann sýndi yfirmanni sýnum myndirnar líka, og hann var ansi hissa, en fannst þetta frekar fyndið, en vildi samt fá að vita hvað væri eiginlega að gerast í kompaníinu sem hann vissi ekki... :) Ég var víst umtalsefnið sem var eftir af æfingunni... En já, ég var að gera tilraun með að setja tónlist á heimasíðuna, að þessu sinni er það lagið úr Platoon... Maggi @ 19:32 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |