|
|
|
|
mánudagur, janúar 19, 2004 Loksins er ég kominn á netið aftur, farinn að sakna þess soldið, en ég hafði nóg að gera um helgina þannig að þetta slapp allt saman. Djammaði á föstudag í Firehouse, en ekki lengi samt. Og var á laugardagskvöldið í Frauenfeld og fékk mér nokkra bjóra, en fór samt snemma að sofa.Í gær fórum við Hermann og Rico svo í smá göngu, Einhverstaðar út í rassgati, vorum að skoða staðin þar sem við Rico ætlum að fara í survival ferð næstu helgi. Þetta er flottur staður, nánast ekkert fólk go stór skógur. Í gær vorum við einmitt á smá æfingu, Hermann var að kenna okkur allskonar taktic. Vorum náttúrulega klifjaðir búnaði þannig að þetta var góð líkamsrækt líka. Næstu helgi förum við Rico í alvöru útilegu, frá föstudegi fram á miðvikudag, með lámarksbúnað: svefnpoka með bivac, svona hertjald sem er gert með því að binda saman regnslár og svo bara einhver verkfæri og mat... Svo verður maður bara að koma sér fyrir og hafa varðeld og svona stuff. Hermann er akkurat á æfingu með hernum sömu helgi þannig að hann kemmst ekki, en hann ætlaði að tjekka á því hvort herdeildin hans myndi ekki bara koma og leita af okkur, þá myndum við fá riffla líka, en þeir eru með svona lasertag búnað fyrir rifflana og púðurskot sem þeir nota til að æfa bardaga, hann var ekki viss hvort þetta væri hægt því hann er kominn með nýjan foringja, en sá fyrri hefði pottþétt gert þetta... Djöfull væri það magnað samt að berjast við svissneska herinn, bara tveir! Svo á þriðjudag fer ég að prófa skammbyssur, Eigandi byssubúðarinnar hérna í þorpinum bauð mér að koma með að prófa nokkrar græjur, veit ekki hvað það verður, en í búðinni má finna allar gerðir, allt frá Luger upp í .500 cal. skammbyssu sem er stærsta skammbyssu cal. í heimi! byst við að hann hafi nokkrar 9 mm og svo kannski Colt .45 :) Núna eru allir að hugsa hvað ég sé geðveikur eiginlega, hehe... Maggi @ 08:19 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |