Jæja, þá er ég kominn til sviss aftur, tölvan mín er biluð þannig að ég nota tölvuna i vinnunni í kaffipásunni minni. Það var allveg frábært á Íslandi í fríinu mínu þar, þetta er án efa besta frí sem ég hef haft, bara djamm og svona. En núna er maður komin hingað aftur og ekkert nema gott um það að segja.
Ferðin hingað var soldið þreytandi, enda þurfti ég að taka lest frá frankufurt til sviss og sú ferð tók um 5 tíma, og það var ekki laust við að timburmaður nokkur hafi heimsótt mann á leiðinni, enda fór ég nánast úr svaka matarboði upp í flugvél...
Myndirnar frá Íslandi fara á netið um leið og ég er kominn með tölvuna í lag, en það gerist ekki fyrr en ég fæ sendan disk með WinXP, því diskurinn minn er skemmdur og það er ekki hægt að fá néma windows á þysku hérna :( en vona að ég fái diskinn sendan fljótlega....
Ég er buin að vera að gefa fólki hérna Thule bjór og draum, en það er ekki hrifið af harðfiskinum sem ég er að bjóða því... Svisslendingar hafa eitthvað á móti harðfisk! en þeir eru samt soldið súrir, ég er alltaf að bögga þá á því að við unnum handboltan, hehe.
En þangað til seinna, bið ég bara að heilsa... Maggi @ 08:34
Tungumál - Sprache
Um mig
Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)
Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland