|
|
|
|
fimmtudagur, janúar 22, 2004 Ég held að það lesi enginn bloggið mitt... allavega eru enginn merki um það, en ég ætla samt að skrifa núna, því þetta gæti orðið í síðasta sinn sem ég skrifa, maður veit ekkert hvort maður eigi afturkvæmt úr útilegunni, enda "hard rutine" útilega.Það sem ég tek með mér er eftirfarandi, Græjubelti eða hvað sem það kallast, svona belti með axlarböndum og tonn af vösum og töskum á því, frá svissneska hernum, bakpoki sem er smeltur aftan á beltið. Svefnpoki og bivac (Sviss army), eitt ullarteppi, frauðdyna, tvö setta ef undirfötum, annað er ullar. Nokkur sokkapör (Ullar að sjalfsögðu) ca. tvær húfur, 3 pör af vettlingum, 2 peysur, einhvern regngalla eða regnstakk, cammogallinn og klossarnir. Af dóti er ég með góðan hníf, ásamt vasahnífnum góða, Rekta áttavita, glock skóflan góða verður náttla með, klósettpappír (allveg nauðsynlegt) Sjúkrapakki, landakort 1: 25.000, matardolla frá hernum sem hægt er að elda í, 1 l vatnsflaska með stálbolla, talstöðvar (þessar litlu ódýru), myndavélina og aukabatteri og svo neyðartjald Sameiginlegur búnaður er svo "tjaldið" eða réttara sagt 4 lök sem hægt er að smella saman og búa til einskonar tjald, reyndar ekki með botni, og stengur fyrir það. Rico kemur meðal annars með góða exi, magnesium "firestarter" til að kveikja eld og svo svipaðan búnað og ég Man ekki meira í bili en svo er það stærsta en það er matur fyrir 6 daga, er búin að kaupa smá en þarf að kaupa meira í dag, þarf mikið af kalorium þannig að pasta og feitt kjöt er efst á listanum ásamt hrúgu af súkkulaði, ég er kominn með 14.000 kcal af mat núna en þarf að hafa svona 25.000 kcal að ég held. ég er með eins og er 8 pakka af herkexi, 4 pakka af hersúkkulaði, 600 gr af landjeger sem er feitt þurkað kjöt og einhver 600 gr af pasta. Rico er búin að kaupa helling, hann er með eitthvað um kílo af súkkulaði, nokkrar dollur af niðursoðnu ravioli sem er svona past fyllt með kjöti og svo hrísgrjón. Markmiðið í ferðinni er að lifa af, en það sem við verðum að gera er að finna okkur skjól og koma upp varðeld, byggja einskonar mini búðir, svo er við verðum heppnir náum við kannski einum héra og getum eldað :) Annars á matur ekki að vera neitt vandamál, já og má ekki gleyma salt og pipar... Semsagt í fyrramálið verður lagt af stað, þannig að ef diskurinn minn verður ekki kominn í dag þá skrifa ég í seinasta sinn á þetta blogg í dag þangað til á miðvikudag, ef þið hafið einhver komment tjáið ykkur þá núna, því að ekki nást öll markmið :) Ef þið þurfið endilega að ná í mig þá getið þið hringt í síma +41792360771 en ég tek síman með sem verður það eina sem tengir okkur við umheiminn En ef ég er að gleyma einhverju sem ég þarf að taka með, væri vel þegið að þið mynduð nefna það.. Maggi @ 08:26 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |