|
|
fimmtudagur, desember 04, 2003 Ég var svo duglegur í dag að ég kláraði verkefnið mitt um hádegi, og þar sem bossinn átti ekkert verkefni handa mér mátti þá mátti ég bara taka frí eftir hádegi, loksins!!! Ég skellt mér bara til St. Gallen í tilefni dagsins...Þetta er allveg ótrúlega flott land, og ótrúlega þétt byggt. það er bara þorp við þorp, maður heldur að maður sé ennþá í sama þorpinu þó maður sé búin að fara í gegnum mörg þorp :) Nei, í alvöru, hvernig er hægt að búa svona þétt, maður getur ekkert gert eins og heima, skreppa niður á sand að skjóta leirdúfur eða leika sér á bíl út um allar trissur, hérna geturðu farið út í garð, eða út í skóg, en þeir eru nú ekkert stórir heldur, allavega flestir. Það er líka merkilegt með vegina hérna, þeir eru fullkomnir, og það er eins og með önnur evrópulönd, utanvegarakstur telst vera akstur á einbreiðum malbikuðum vegi :) nei kannski ekki allveg, vegirnir eru mikið mjórri hérna en á íslandi, allavega inn í þorpum. Þeim er líka vel haldið við hérna, ef þeir reikna út að það koma hola á einhverjum vegi eftir eitt ár þá er skipt um þann kafla á veginum, mætti allavega halda það, ekki eins og á íslandi; þegar vegurinn er horfinn er hann lagaður :) Og eitt annað pirrandi, er að umferðarljósin eru bara stopp megin á gatnamótunum, ekki á móti líka eins og á Íslandi, sem fer geðveikt í taugarnar á mér, ef þú keyrir yfir hvítu línuna sérðu ekki lengur ljósin, ímyndið ykkur vera að beyga til vinstri af bústaðarvegi yfir á hringbraut og sjá ekki ljósin þegar´þið eruð komin útá og bíðið eftir að þið komist yfir!!!! En já, ég fór aðeins að versla, fann líka þessa fínu surplus búð ( búð sem selur notað herdót ) þegar ég kemst í svoleiðis, þá.... jæja, ég eyddi ekki svo miklu, þetta var allt frekar ódýrt :) En það er bara fólk búið að skrifa í kommmentin hjá mér... endilega að halda því áfram, annars líður mér eins og það sé enginn að lesa bullið í mér :) Maggi @ 18:12 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |