|
|
fimmtudagur, nóvember 27, 2003 Jæja, búinn að skreyta tvo stór jólatré, ég var semsagt inní jólatrénu og var að tengja alla rafmagnskaplana saman, þvílík flækja...!En já, það verður stuð um helgina, það er 5 franka kvöld á Firehouse annað kvöld, þá kostar allt 5 franka á barnum, sem er 287,3 krónur samkæmt genginu í dag... Þetta verður svakalegt, seinast þegar svona kvöld var þá mættu 1.300 manns. Þannig að ég mæti og sýni hvernig sannir Íslendingar fara að þegar allt kostar 5 CHF :) Já og svo meðan ég man þá ætla ég að benda ykkur á forrit sem er bara nokkuð sniðugt, þetta er svona símaforrit, maður getur hringt í aðra sem eru með þetta forrit og spjallað við þá í mjög góðum gæðum, það eru þegar margir Íslendingar komnir með þetta, þetta forrit heitir Skype og er ókeypis, mæli eindregið með því. Þegar þú skráir þig ferðu í símaskrá og þar er hægt að leita af þér, þið pikkið bara inn "maggragg" eða "Magnús Ragnarsson" og finnið mig, og þá getið þið hringt í mig, þ.e.a.s. ef ég er við, er búinn að prófa það einusinni og það er miklu betra en MSN. Drífið ykkur nú í að "niðurhala" þessu!!! Svo var ég að finna gamlann félaga og nýjann bloggara, en það er hann Smári Jökull, eða klaki eins og hann kallast þar. Ég veit ekki hvað ég hef þekkt hann lengi en það er síðan við fæddumst eða eitthvað, hann kom oft í sveit til mín. Hann er algjör Eyjapeyji, enda úr eyjum. Já það minnir mig á það, ég kemst að öllum líkindum ekki á næstu þjóðhátið, nema að ég verði svo rosalega heppin að það er akkurat frí þá sem ég efast um, en ef það verður frí þá er ég mættur beint til Íslands og til Eyja! Maggi @ 18:41 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |