Hvernig getur fólk haldið úti svona bloggi á hverjum degi...? það er ekki eins og það gerist mikið spennandi á virkum dögum.
En já, ég er kominn á skrifstofuna í vinnunni, að setja inn gögn í gagnagrunn, aumingja fólk sem þarf að vinna svoleiðis vinnu
Ég þarf að setja allr rafmagnstýringar, (nenni ekki að útskýra það) inn í gagnagrunn, ég er búin með 200 síðan á mánudag og á 3500 eftir :-D ég er svo glaður....!
Núna er 14 dagar í testið mikla, þetta test tekur tvo daga og þar er allt prófað, ég þarf að taka greindarpróf, geðpróf, lækniskoðun og þrekpróf, hmm hvernig ætli svona greindarpróf og geðpróf komi út þegar maður skilur ekki allt og giskar á sumar spurningar?
Þrekprófið er það sem skiptir hellings máli fyrir mig, því ég ætla að reyna að komast í Grenadier eða Panzergrenadier, en það eru ekki miklar líkur að ég nái því, þarf að geta hlaupið ansi hratt í 12 min og fleira.
Á morgun prófa ég 12 min. hlaup til að sjá hvort ég eigi sjens, er búin að hlaupa ansi mikið upp á síðkastið.
Já þetta er fínt í dag, má ekki segja allt núna, verð að hafa eitthvað að segja næst líka. Maggi @ 21:04
Tungumál - Sprache
Um mig
Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)
Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland