|
|
föstudagur, nóvember 21, 2003 Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Björk, hún á afmæli í dag! Björk er orðin 20! til hamingju!Ég átti skemtilegt samtal við Hauptman Jonsson áðan, en það er Íslendingur sem er foringji í Svissneska hernum, það vill svo skemmtilega til að hann tók einmitt þátt í að þróa þessa deild sem ég fer í, en hún er allveg ný. Ég verð í Aarau þar sem Infantary DD er, en það eru þeir sem fara í 10 mánaða þjalfun. Þetta á að vera úrvalsdeild hersins þar sem við fáum meiri þjalfun en ella og á hann að nánast jafnast á við herskólann í Isone þar sem Grenadiers eru þjalfaðir. þessi deild verður sú deild sem er á duty í svissneska hernum, alltaf tilbúin í bardaga. Þjalfunin skiptist í 3 hluta, en fyrsti hluti er kennslan, semsagt öll kennsla á vopn og þessháttar, svo er hluti tvö sem eru æfingar með allri deildinni, semsagt svona stríðsleikur, þá ferðast deildin um allt landið og sviðsetur ákveðnar aðstæður og bregst við þeim. Partur þrjú er svo í raun ekki þjalfun en þá erum við á alvöru duty, t.d. verður að passa sendiráð og þessháttar, semsagt, við erum þá atvinnuhermenn. Þetta er það sem mér skildist í fljótu bragði. Þegar ég talaði við Jonsson áðan var nóg að gera, útaf sprengingunum í tyrklandi hefur herinn verið settu í viðbragðsstöðu, þar sem það búa mjög margir Tyrkir í sviss. Hann stjórnar 320 manna herdeild, en núna eru um það bil bara 150 manns hjá honum þar sem margir eru farnir að sinna skyldu annarstaðar að mer skildist. En það er gaman að vita að það er Íslendingur sem er yfir manni þegar ég verð í Aarau. Það er jafnvel aldrei að vita nema hann þjalfi mann líka eitthvað, en allir þjalfararnir eru professional hermenn, sem er líka ný tilraun í hernum, reyndar tek ég þátt í mörgu sem verður gert í fyrsta skipti , því herinn er akkurat að gera miklar breytingar á sér, þegar ég byrja. Og já, ég er núna að skoða það hvort ég kem heim yfir jólin, en það er mjög líklegt, þarf bara að athuga með flugið, hvort eitthvað sé laust... :) Maggi @ 18:02 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |