Þessi vika er nú ekkert búin að vera neitt voða merkileg, er bara búin að vera að vinna úti, hengja upp jólaskraut í þorpin, er búin að vera þrjá seinustu daga að hengja upp jólastjörnur með körfubíl og á morgun fer ég sennilega að skreyta jólatré, vei! nýjar myndir í albúmi
En það er mjög líklegt að ég komi yfir jólin, er að hugsa um þriggja vikna frí til Íslands :) Nú er bara að fara að skipuleggja hvað maður á að gera...
Stefni á að fara í að minnstakosti eina gönguferð, jafnvel yfir Fimmurðarhálsinn eða eitthvað, já og kíkja á björgunarsveitirnar, bæði Lalla og FBSR. Og svo auðvitað djamma feitt með öllum, bæði í bænum og fyrir austann. Það verður allavega nóg að gera, manni er bara farið að hlakka geggjað til :)
En ég veit ekki hvenær ég skrifa næst enn það gerist um leið og eitthvað merkilegt gerist, ég nenni ekki að skrifa um það sem gerist í vinnunni á daginn, efast um að nokkur hafi áhuga á því, en það verður örugglega ekki langt þangað til ég skrifa næst... Maggi @ 19:54
Tungumál - Sprache
Um mig
Bloggari: Magnús Ragnarsson
Fæðingardagur: 24.08.82
Búseta: Reykjavík, Ísland
Tign: Fyrsti Óbreyttur
Staða: MP ( Herlögregla )
Deild: Inf Ber 104-1
Skylda: 15.03.04 - 07.01.05 (lokið)
Heimilisfang:
Magnús Ragnarsson
Stórholt 14
105 Reykjavík
Ísland