|
|
|
|
föstudagur, nóvember 14, 2003 .. Jamm, þetta var merkilegur dagur... þegar ég mætti í vinnunna í morgun var búið hertaka vinnustaðinn minn!! þegar ég kom að staðnum voru hertrukkar að keyra fram og aftur, vopnaðir hermenn í hliðinu og allt fullt af hermönnum. Það var víst einhver æfing í gangi og þeir þurftu að gista einhverstaðar, alls 150 manns á yfir 25 farartækjum. Eins og gefur að skilja var erfitt fyrir mig að einbeita mér að vinnunni með allan þennan flota fyrir utan gluggan, en svo tóks mér nú að fara að vinna, en rétt fyrir hádegi fór ég að heyra drunur og fann svona titring, Þá voru 20 skriðdrekar að bruna frammhjá, þeir voru á sömu æfingu, en þetta var stórskotaliðið sem var með æfingu. Ég náttla allveg þvílikt spenntur, glápandi á þetta eins og ég hafi aldrei séð svona áður og einginn annar tók einusinni eftir þessu, eða svona kipptu sér allavega ekkert upp við það, en ég held að allir hafi spurt mig hvort ég væri búinn að sjá þetta :) Svo skrapp ég á ársmarkað eftir vinnu, sem var í gangi, svona allvöru markaður með fullt af drasli, keypti mér náttla hermannasokka og hermannnanærbol, maður er ekki Svissari nema að eiga það... Þannig að núna á ég herklossa, sokka fyrir þá og nærbol, allveg að verða hermaður;) Já á þriðjudaginn skrapp ég á svona party dancing kvöld á einum pub, maður verður nú að læra þetta party dancing hérna, þetta e eiginlega svona samkvæmisdans en er soldið frjálslegri, stelpurnar eiga eftir að leggjast á gólfið fyrir manni ef maður kann svona sko, eða það vona ég :) En fyrst verð ég nú að læra þetta, gengur aðalega út á að snúa konunni í hringi, hehe. Svo er stóra spurninginn, hvað verð ég á miðvikudaginn, þ.e.a.s. í hvaða deild lendi ég, Grenadiers: mjög ólíklegt en vonandi. Pz Grenadiers: líklegra og líka vonandi. Mech Inf: mjög líklegt og vonandi ef ég kemst ekki í tvö fyrstnenfdu. Füsilier: Auðveldast að komast inn en helst ekki. Allt annað: Bara vona ekki. Maggi @ 17:32 |
Tungumál - Sprache Um mig Bloggari: Magnús Ragnarsson Bloggarar Solla gella Tenglar
Skotfélagið Skyttur Gestabókin Skoða gestabókinaSkrifa í gestabókina (skylda!) Spjall Annað Það hafa heimsótt migsíðan 2. Nóv 2003 að skoða Skjalasafn 05/11/2003 - 05/18/2003 |